Rökkur - 01.12.1932, Síða 98
170
R 0 K K U R
áskorun til Þjóðverja, að sam-
einast í baráttu sinni fyrir hið
þýska veldi. Hann notaði ekki
orðið 1 ý ð-veldi, og skildu lýð-
veldisinnar það svo, að von
Papen sé i rauninni fráhverf-
ur lýðveldinu.
Hindenburg forseti hefir, nú
um átta ára skeið, verið við-
staddur hina árlegu hátíðlegu
athöfn á ríkisþinginu, í til-
efni af ársafmæli stjórnar-
skrárinnar, sem liann liefir
unnið eið að, og liann var cnn
í dag viðstaddur og í forsæti,
sem áður, með von Schleicher
við hlið sér. Gætti þess mjög,
að meðal áheyrenda var ekki
ríkjandi sama brifni og' venja
er, við þessa athöfn. Fánar lýð-
veldisins voru dreg'nir á stöng
á öllum opinberum bygging-
um, en von Hindenburg var
eigi liyltur eins ákaft nú og á
undanförnum árum, á þessum
degi, á leið sinni til þinghúss-
ins.
En mannfjöldinn hrópaði
húrra fyrir lýðveldinu.
von Papen og von Gayl
ræddu báðir um annmarka
stjórnarskrárinnar; m. a.
ræddu þeir og um nauðsynina
á að breyta kosningalögunum.
von Gayl benti á, að aliir Þjóð-
verjar hafi kosningarrétt tví-
tugir, en nái ekki lögaldri fyr
en 21 árs. Kvað hann órétt, að
unglingar hefði sama rétt til
þess að hafa áhrif á úrslit þjóð-
mála og' þeir, sem hefði fyrir
fjölskyldu að sjá. von Gayl vill
ennfremur, að ríkisþingið sé i
tveimur deildum, og Prússland
gert háðara þýska rikinu en
nú er.
Þ. 12. ágúst er símað til blaða
í Bretlandi á þessa leið:
„Adolf Hitler gengur á fund
von Papens á morgun, og því
næst á fund Hindenburgs for-
seta, en með hverri stund verð-
ur óvissan um, livað gerast
muni, meiri. Nazistar krefjast
þess, eins og áður hefir verið
frá skýrt, að Hitler verði út-
nefndur kanslari. Að undan-
förnu liefir það litið svo út,
sem líkurnar fyrir því, að Hit-
ler yrði kanslari, væri að verða
meiri, en þó er þetta talið vafa
undirorpið nú. Ástandið i land-
inu er heldur ekki þannig, að
um neitt verði sag't með nokk-
urri vissu. Enn sem komið er,
geta menn aðeins dregið fram
líkurnar fyrir því, hvað gerast
muni, eftir því, sem ástatt er
þá og þá stundina.
í gær bauðst kaþólski mið-
flokkurinn, hingað til svarinn
óvinaflokkur Hitlersmanna, til
þess að taka þátt í myndun
þingræðislegrar stjórnar, og
væri Hitler kanslari. Um stund
— stutta stund að vísu — voru