Rökkur - 01.12.1932, Side 100
178
R O K K U R
forseti fallist á það. Er það
fullyrt, eftir góðum heimildum,
að Hindenburg, marskálkurinn
aldraði, láti sér ekki til hugar
koma, að gera „húsamálarann“
að kanslara.
Þeir Roehm kapteinn, höfuð-
maður árásaúliðs Nazista, og
Helldorff greifi, höfuðsmaður
Berlínársveita Nazista, áttu
viðtal við von Papen og von
Schleicher i dag, til undirbún-
ings viðræðum Hitlers við von
Papen og Hindenburg.
Ýmsar fregnir liafa borist
um óeirðir í dag, sem út brut-
ust hingað og þangað um land-
ið. í Krefeld var táragas-
sprengjum varpað inn í marg-
ar búðir, og vita menn eigi,
hverjir voru valdir að því.
Húsrannsókn fór fram á
skrifstofu l)laðsins Bothe Fane
(þ. e. Rauði fáninn), en það
er, eins og kunnugt er, málgagn
kommúnista. Lögreglan hefir
ekkert látið uppi um það enn
svo kunnugt sé, hver árangur
hafi orðið af búsrannsókninni.
Þ. 13. ágúst er símað frá Ber-
lín til breskra og' frakkneskra
blaða:
„Tvisvar sinnum í dag hefir
Hitler liafnað þeim tilboðum,
sem hann hefir fengið frá
stjórninni, fyrst í viðurvist von
Papen, því næst í viðurvist
Hindenburgs. Flokki lians var
boðið að tilnefna mann í sæti
vara-kanslara og sæti innan-
rikismálaráðherra, en Hitler
krafðist þess, að hann væri
gerður að kanslara, þ. e. að
liann fengi að kalla fult stjórn-
arvald yfir Þýskalandi i sinar
liendur.
Samningaumleitanir ríkis-
stjórnarinnar og Nazista, um
þátttöku Nazista í ríkisstjórn-
inni, hafa þvi farið algerlega
út um þúfur, enda er nú bú-
ist við því, að Nazistar fram-
kvæmi þær hótanir sínar, að
g'era ríkisstjórninni sem erfið-
ast fyrir, ef til vill beita valdi,
til þess að ná völdunum í sín-
ar hendur.
Hinsvegar er fullyrt að von
Papen — og siðar Hindenburg
— bafi tekið það skýrt og á-
kveðið fram við Hitler, að ef
líann og menn hans gerði
nokkra tilraun til þess að beita
valdi,yrði slíkar tilraunir bæld-
ar niður harðri hendi af ríkis-
stjórninni.
Mælt er, að von Papen hafi
spurt Hitler að því hreinlega,
hvort hann ætlaði að efna til
hergöngu Nazista til Berlínar.
en Hitlar kvað hafa neitað, að
fregnir um það efni væru sann-
ar. von Papen kvað þá hafa
látið svo um mælt, að ríkis-
stjórnin myndi, ef Nazistar
framkvæmdi slíkt áform, gera