Rökkur - 01.12.1932, Síða 106
184
R O K K U R
þar verði skömm. Fimtán þús-
und fótgönguliðsmenn, hollir
lýðveldinu, eru á leiðinni til
Sevilla, flugvélafloti og fimm
tundurspillar. Sanjurjo hers-
iiöfðingi tilkynti þar, að liann
liefði myndað bráðabirgða-
stjórn. Bendir alt til, að hann
iiafi stuðning herliðs þess, sem
þar hefir hækistöð súfa. San-
jurjo hershöfðingi var höfuðs-
maður borgara-varðliðsins, er
lýðveldið var stofnað. Atti
liann mikinn þátt í þvi, að lið
þettagekk í flokk með lýðveldis-
sinnum. Er alment talið, að ef
það hefði snúist á móti lýð-
veldissinnum, þá hefði þeir
ekki náð völdunum í sínar
hendur, nema með miklum
blóðsúthellingum.
Símasamband Sevilla við
aðrar horgir og landshluta er
slitið, þegar þetta er símað,
svo að erfitt er að fá sannar
fregnir um livað gerst hefir og
er að gerast. Samkvæmt sum-
um fregnum, sem borist hafa,
hreiðist uppreistin út um alla
Andalúsíu, en þessar fregnir
hafa ekki verið staðfestar.
Einnig hafa horist fregnir um
það, að jafnaðarmenn í Sevilla
hafi gert allsherjarverkfall, til
þess að koma í veg fvrir að
áform Sanjurjo hepnist.
Flugvélar lýðveldishersins
flngu yfir Sevilla seinni hluta
dags í dag og vörpuðu niður
fregnmiðum frá ríkisstjórn-
inni. Tilkynti ríkisstjórnin
með fregnmiðum þessum, að
hyltingin iiefði verið kæfð í
fæðingunni í Madrid, og hvatti
allan almenning til þess að
rísa upp g'egn Sanjurjo og liði
hans.
Hinn bráðlyndi og stirðlund-
aði hershöfðingi uppreistar-
manna sér sennilega þegar
sína sæng' upp reidda. Hann
getur ekki borið sig'ur úr být-
um. Hann hefir ekki nema um
tvent að velja: Berjast, fyrir-
fram viss um ósigur, eða gefa
sig og menn sína lýðveldinu á
vald. Giskað er á, að hann hafi
5000 manna liði á að skipa.
Lýðveldisherdeildir eru á leið-
inni frá Madrid, Algeciras og
Ceuta, og floti lierskipa er á
leiðinni upp Guadalquivir.
Ríkisstjórnin hefir tilkynt,
að herlið, sem Sanjurjo sendi
til þess að sprengja í loft upp
brú við Laura del Rio, hafi
verið handtekið af lýðveldis-
hernum áður en því tækist að
sprengja upp brúna.
í Madrid var uppreistartil-
raunin hafin í dagrenning.
Uppreistartilraun þessi kom
almenningi mjög að óvörum,
en ríkisstjórnin hafði einhvern
grun um, hvað var á seyði.
Lögreglan hafði gert ríkis-