Rökkur - 01.12.1932, Qupperneq 123
R O K K U R
201
Greifinn
frá Monte-Cliristo.
Frarah.
XXIII. kapituli.
Eyjan B'Ionte Christo.
Loksins var þá svo komið, að for-
lögin virtust Dantési hliðhcll. Hon-
um átti nú að auðnast, að stíga á
land á eyjunni Monte Christo, án
þess að það vekti grunsemd í brjósti
nokkurs manns. Að einni nótt lið-
inni myndi skipinu verða stefnt í
attina til eyjarinnar, sem hann hafði
svo lengi um hugsað og þráð að
komast til.
Nótt þessa varð Dantési eigi svefn-
samt. Hann svitnaði allur, er hann
hugsaði fram og aftur um alt það,
sem hann hafði orðið að þola, og
um það, sem framundan heið. Hann
reyndi enn á ný að komast að nið-
urstöðu um, hvort lærifaðir hans í
If-kastala, ábótinn gamli, hefði haft
rétt fyrir sér. Og hann hugleiddi
h\ rað hann gæti framkvæmt, ef hann
fengi alt þetta fé í hendur. Ef hann
lokaði augum sínum, fanst honum,
að hann sæi bréf Spada kardinála
skrifað á vegginn með eldlegu letri.
‘Skamma stund aðeins svaf hann, en
draumar hans voru erfiðir. Hann
steig niður í helli, þar sem smaragð-
ar og rúbín-steinar voru við hvert
fótmál, en i hellishvelfingunni glitr-
uðu hinir fegurstu gimsteinar. Drop-
ar hrundu ur rakri hellishvelfing-
unni og er hann gáði hetur að, var
hver dropi skínandi perla. Undrandi
dg æstur fylti hann vasa sína af
eðalsteinum, og þegar hann loks koín
upp undir hert loft og fór að skoða-
þá, voru þeir steinvölur einar, svart-
ar og óásjálegar. Hann gerði þá nýja
tilraun til þess að komast inn í
hvelfingarnar, en nú komst hanm
ekki inn i þær, hann lenti í göng-
um, sem voru órégluleg sem kráku-
stígar. Hann reyndi að muna töfra-
orðin úr Þúsund og einni nótt, töfra-
orðin „Sesam opnist þú,“ en hann
gat ekki munað þau. Alt hans strit
hafði verið til einskis. Allir draum-
ar hans voru sem höll hrunin i
rústir. Hann gat ekki fundið hellinn
né auðæfin.
Þegar hann vaknaði reyndi hann
að hugsa skipulega, og er morgnaði
komst meiri kyrð á í huga hans.
Og honum tókst að komast að nið-
urstöðu um, hvernig hann ætti að
haga leit sinni. Ifann hafði mikiö
um það hugsað áður, en aldrei kom-
ist að fastri niðurstöðu um það, fyrr
en nú.
Nú var hafist handa um ferðalag-
ið til eyjarinnar, og var nú svo-
mörgu að sinna, að Dantési tókst að
leyna félaga sína því hve æstur
hann var í skapi og órólegur. Hanir
naut nú orðið svo mikils álits með-
al skipsmanna, að þeir hlýddu
hverri skipun hans eigi síður en
skipstjórans sjálfs. Skipstjórinn lét
það gott heiía, þvi að hann bar hið
besta traust til Dantésar. Hann leit;
á hann sem eftirmann sinn. Oft
hugsaði hann á þá leið, að leitt væri
að eiga ekki dóttur, til þess að gefa'
Dantési fyrir konu.
Klukkan um sj<> að kveldi var alf
tilbúið. Sjór var stiltur, en byr góð-
ur af suðaustri. Ský sást ekki á hin-
um stjörnubjarta næturhimni. Dan-
tés sagði skipsmönnum, að þeir
mætti ganga til hvilu, hann skyldf
sjálfur stýra sluitunni. Voru sjó-