Rökkur - 01.12.1932, Side 134
212
R O K K U R
einn þarna, aleinn, með þessi ó-
grynni auðæfa. — Var hann vak-
andi, eða hafði hann dreymt þetta?
Hann har brennandi löngun í
brjósti til þess að stara áfram á
auðæfi sín, en á þessu andartaki
fann hann, að hann skorti þrek til
þess. Andartak byrgði hann andlit-
ið í höndum sínum, og hann óttað-
ist, að hann mundi ganga af vitinu.
Þvi næst rauk hann á fætur og
æddi um kletta eyjunnar, æpti og
bandaði frá sér með höndunum í
æði, svo að villigeiturnar þustu á
brott óttaslegnar. En er mesta æðið
rann af honum, fór hann inn í hell-
inn aftur, enn í vafa um hvort hann
gæti trúað sínum eigin augum. Og
hann staðnæmdist við kistuna á ný
og starði á gulldalina, eðalsteinana
og gullstengurnar. Og nú kraup
hann á kné, spenti greipar, og bar
fram bæn, sem óskiljanleg mundi
hverjum, er heyrt hefði; hún var
skiljanleg guði einum. Og hann varð
brátt rórri i lund. Gerði hann sér
nú Ijóst hve mikil hamingja hafði
fallið honuin í skaut. Fór hann nú
að gera tilraun til þess að komast
að raun um, hve mikils virði þetta
alt væri. Gullstengurnar voru eitt
þúsund talsins og vóg hver þeirra
á að giska 2—3 pund. Gulldalirnir
voru 25.000 talsins, er hann hætti
að telja, en verðmæti gulldals frá
þessum tímum var um 80 lifra* virði
á dögum Dantésar. Andlitsmyndir
af Alexander VI. og þeim, sem voru
við völd á undan honum, voru á
gulldölunum. Þegar hann hætti taln-
ingu gulldalanna, var kistuhólfið
* Á frakkn, 1 i v r e, þ. e. frakk-
neskt pund. er notað var, áður en
frankinn kom til sögunnar.
enn hálffult. Þvi næst tók hann
tuttugu sinnum handfylli sína af
eðalsteinum upp úr kistunni. Marg-
ir þeirra voru greyptir í málmum-
gjörðir af frægustu gullsmiðum
fyrri alda. Jók það vitanlega verð-
mæti steinanna sjálfra.
Dantés sá, að blysið var nú nærri
útbrunnið, og af því að hann óttað-
ist, að einhver kynni að koma að
sér óvörum, tók hann byssu sina og
gekk út undir bert loft.
Hann borðaði dálítið af kexi og
drakk romm með því. Því næst
lagðist hann til hvíldar við hellis-
munnann.
Þessi nótt var hvorttveggja í senn
hin ljúfasta og erfiðasta, sem Dantés
hafði lifað, og erfiðleikastundum
hennar, er hann lá andvaka, varð
að eins jafnað til mestu mótlætis-
stundanna, sem þessi skapmikli og
hrjáði maður hafði áður lifað.
XXV. kapítuli.
Maðurinn, sem enginn vissi deili á.
Dantés beið þess með óþreyju, að
dagur rynni. Og loks birti af degi
og fyrstu geislar morgunsólarinnar
skinu á hina eyðilegú klettaströnd
eyjunnar Monte Ghristo. Dantés reis
á fætur þegar í dögun og kleif upp
á hæsta klettinn á eyjunni, þann
hinn sama, sem hann hafði klifið
upp á daginn áður. Hann horfði i
allar áttir og virti nákvæmlega fyr-
ir sér umhverfið. Og í augum hans
var það hrjóstrugt og aúðnarlegt
við skin morgunsólarinnar, eigi síð-
ur en í bjarma kveídroðans.
Dantés gekk nú inn í hellinn og
fylti vasa sína af eðalstcinum, lét