Rökkur - 01.12.1932, Page 134

Rökkur - 01.12.1932, Page 134
212 R O K K U R einn þarna, aleinn, með þessi ó- grynni auðæfa. — Var hann vak- andi, eða hafði hann dreymt þetta? Hann har brennandi löngun í brjósti til þess að stara áfram á auðæfi sín, en á þessu andartaki fann hann, að hann skorti þrek til þess. Andartak byrgði hann andlit- ið í höndum sínum, og hann óttað- ist, að hann mundi ganga af vitinu. Þvi næst rauk hann á fætur og æddi um kletta eyjunnar, æpti og bandaði frá sér með höndunum í æði, svo að villigeiturnar þustu á brott óttaslegnar. En er mesta æðið rann af honum, fór hann inn í hell- inn aftur, enn í vafa um hvort hann gæti trúað sínum eigin augum. Og hann staðnæmdist við kistuna á ný og starði á gulldalina, eðalsteinana og gullstengurnar. Og nú kraup hann á kné, spenti greipar, og bar fram bæn, sem óskiljanleg mundi hverjum, er heyrt hefði; hún var skiljanleg guði einum. Og hann varð brátt rórri i lund. Gerði hann sér nú Ijóst hve mikil hamingja hafði fallið honuin í skaut. Fór hann nú að gera tilraun til þess að komast að raun um, hve mikils virði þetta alt væri. Gullstengurnar voru eitt þúsund talsins og vóg hver þeirra á að giska 2—3 pund. Gulldalirnir voru 25.000 talsins, er hann hætti að telja, en verðmæti gulldals frá þessum tímum var um 80 lifra* virði á dögum Dantésar. Andlitsmyndir af Alexander VI. og þeim, sem voru við völd á undan honum, voru á gulldölunum. Þegar hann hætti taln- ingu gulldalanna, var kistuhólfið * Á frakkn, 1 i v r e, þ. e. frakk- neskt pund. er notað var, áður en frankinn kom til sögunnar. enn hálffult. Þvi næst tók hann tuttugu sinnum handfylli sína af eðalsteinum upp úr kistunni. Marg- ir þeirra voru greyptir í málmum- gjörðir af frægustu gullsmiðum fyrri alda. Jók það vitanlega verð- mæti steinanna sjálfra. Dantés sá, að blysið var nú nærri útbrunnið, og af því að hann óttað- ist, að einhver kynni að koma að sér óvörum, tók hann byssu sina og gekk út undir bert loft. Hann borðaði dálítið af kexi og drakk romm með því. Því næst lagðist hann til hvíldar við hellis- munnann. Þessi nótt var hvorttveggja í senn hin ljúfasta og erfiðasta, sem Dantés hafði lifað, og erfiðleikastundum hennar, er hann lá andvaka, varð að eins jafnað til mestu mótlætis- stundanna, sem þessi skapmikli og hrjáði maður hafði áður lifað. XXV. kapítuli. Maðurinn, sem enginn vissi deili á. Dantés beið þess með óþreyju, að dagur rynni. Og loks birti af degi og fyrstu geislar morgunsólarinnar skinu á hina eyðilegú klettaströnd eyjunnar Monte Ghristo. Dantés reis á fætur þegar í dögun og kleif upp á hæsta klettinn á eyjunni, þann hinn sama, sem hann hafði klifið upp á daginn áður. Hann horfði i allar áttir og virti nákvæmlega fyr- ir sér umhverfið. Og í augum hans var það hrjóstrugt og aúðnarlegt við skin morgunsólarinnar, eigi síð- ur en í bjarma kveídroðans. Dantés gekk nú inn í hellinn og fylti vasa sína af eðalstcinum, lét
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.