Rökkur - 01.12.1932, Side 137
R Ö K K U R
215
■að útvega Dantési menn á skipið,
en því boði hafnaði Dantés með
þökkurn. Kvaðst hann vanur því að
vera einn i sjóferðum og hefði hann
keypt snekkjuna til þess að njóta
þeirrar ánœgju, að ferðast um á
henni einn sins liðs. Óskaði hann
þess eins, að smiðurinn léti útbua
leyniskáp með þremur hólfum, í ká-
etu sinni, við höfðalagið á rúmi sinu.
Lét hann smiðnum í té upplýsingar
um, hve stór skápurinn ætti að vera.
Tók smiðurinn þetta að sér, og var
starfi þessu lokið daginn eftir.
Tveimur stundum síðar lagði Dan-
tés af stað frá Genúa. Þegar hann
sigldi skipi sínu út úr höfninni, var
inikill fjöldi manna saman kominn,
fyrir forvitni sakir, í nánd við höfn-
ina. Voru menn óðfúsir að sjá hinn
vellauðuga spánverska aðalsmann,
sem sjálfur vildi stjórna skipi sínu.
Dantés stjórnaði skipi sínu svo, að
almenna aðdáun vakti. Lét snekkjan
prýðilega að stjórn hans, og þurfti
hann ekki að hreyfa sig um fet frá
stýrisveifinni. Var Dantés eigi langa
stund að sannfærast um, að eigi
hafði verið ofsögum af þvi sagt, hve
slyngir skipasmiðir Genúabúar
væru. Áhorfendur mændu á eftir
litlu snekkjunni, uns hún hvarf úr
augsýn þeirra. Þvi næst fóru þeir
að ræða um það sín á milli, hvert
ferðum hins sérvitra aðalsmanns
mundi vera heitið. Fullyrtu sumir,
að hann ætlaði til Korsiku, en aðrir
að hann ætlaði til Elbueyjar. Enn
aðrir kváðust þora að veðja, að
hann ætlaði til Spónar, og enn aðr-
ir, að ferð hans væri heitið til Af-
rikti. En engunt datt í hug, að hann
aetlaði til smáeyjunnar Monte
Christo.
En Dantés stefndi litlu ■ snekkj-
Unni sinni til Monte Christo, og kom
til eyjarinnar að áliðnum öðrum
degi. Hafði snekkjan i öllu reynsi
hið besta skip. Var Dantés réttar
35 klukkustundir á leiðinni frá Gc-
núa. Dantés hafði sett vel á sig,
hvernig umhorfs var á ströndinni
og veittist honum því auðvelt að
finna víkina litlu, sem fyrr er getiö,
þvi að þangað stefndi hann snekkju
sinni, í stað þess að lenda þar, sem
venja var sæfarenda, er komu við
á eyjunni.
Lagði hann snekkju sinni fyrir
akkeri á víkinni. Eyjan virtisi
mannlaus með öllu og engin merki
sá Dantés þess, að mannleg vera
hefði stigið fæti sinum á land á eyj-
unni, frá þvi að hann var þar, enda
voru auðæfi hans nákvæmlega ein;
og hann hafði skilið við þau. Árla
næsta morguns tók hann til að flytja
auðæfi sín út í snekkjuna, og er
dagur var að kveldi kominn, hafði
hann komið þeim öllum vel fyrir i
hólfum skápsins, sem hann hafði
látið smíða í káetu sína i Genúa.
Vika leið, og enn beið Dantés
komu Jacopo. Biðtímann notaði
hann til þess að kynna sér sem best
kosti og galla snekkju sinnar, og
fór daglega smáferðir i þessu skyni.
Að vísu höfðu engir gallar komið i
ljós á leiðinni frá Genúa, en snekkj-
an varð vitanlega eigi þrautprófuð
á jafnstuttri leið. En þessa biðdaga
sannfærðist Dantés um, að þótt
snekkjan væri hið besta skip, mætti
gera á henni nokkrar umbætur, með
tilliti til þess hver not hann ætlaði
sér að hafa af henni í framtiðinni.
Á áttunda degi kom hann auga á
smáskip, sem stefndi til eyjarinnar
undir fullum seglum. Þegar skipið
nálgaðist, sá hann, að þetta var skip
það, sem hann hafði gefið Jacopo.
Hann gaf nú .Tacopo merki um, að