Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 2
Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef lent í ein- hverju sem er svona virkilega raunveruleg, sýnileg og áþreifanleg mismunun. Eyþór Kamban Þrastarson Ár án strompsins Strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu var festur aftur á í gær. Þá var slétt ár frá því að hann fauk af í miklum vindi. Fréttablaðið/Ernir Eyþór Kamban Þrastarson, sem tvisvar var vísað frá flugi SAS frá Grikklandi til Kaup- mannahafnar, segir flug- félagið hafa tekið á sig alla sök. Auk fjárbóta hafi hann og fjölskylda hans fengið að fljúga aftur til Grikklands án aðstoðarmanns. erlamaria@frettabladid.is mannréttindi „Þegar við sendum lögfræðilegt bréf til SAS milli jóla og nýárs viðurkenndu þeir strax að þeir hefðu gert rangt með því að meina okkur aðgang að fluginu og samþykktu að við mættum ferðast með barnið okkar aftur heim, án fylgdarmanns,“ segir Eyþór Kamban Þrastarson. Eyþór og eiginkona hans, Emily Pylarinou, eru búsett í Grikklandi en ætluðu að f ljúga til Íslands í desember síðastliðnum ásamt ungri dóttur. Eyþór og Emily eru bæði blind og segir Eyþór að á þeim forsendum hafi þeim í tvígang verið meinaður aðgangur að flugi. Í fyrra skiptið hafi þeim verið tjáð að flugstjórinn hafi ekki verið tilbú- inn að f ljúga með þau og í seinna skiptið að það væri öryggisbrestur þegar blindir foreldrar ferðist einir með lítið barn. Þau þyrftu að hafa aðstoðarmann með sér í f luginu Eftir f jölda tölvupósta milli hjónanna og SAS leystist úr deilunni þegar íslensk kona, sem var á leið til Íslands frá Grikklandi, hafði fregnir af málinu. Hún bauð sig fram til að aðstoða og komust Eyþór og fjöl- skylda til Íslands viku síðar. „Alltaf þegar maður ferðast lendir maður í einhverju smá veseni. En ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins mismunun,“ segir Eyþór. Flugu án aðstoðarmanns og fengu greiddar bætur SAS leyfði fjölskyldunni að fljúga til baka án aðstoðarmanns.Fréttablaðið/EPa Eyþór segist hafa íhugað lög- sókn og því sett sig í samband við Blindrafélagið, sem hafi fengið lög- fræðing í málið. Sá hafi sent bréf til SAS, sem hafi skýlaust tekið á sig sök í málinu og bókað flug fyrir þau aftur til Grikklands á nýju ári. „Við flugum heim í byrjun mán- aðar og það gekk snurðulaust fyrir sig. Þeir tóku á sig sökina og hafa greitt út bætur eftir okkar kröfum. Gagnvart SAS er þetta því búið af okkar hálfu,“ segir Eyþór. Eyþór segist þó ætla að fara með málið lengra til þess að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. „Ef við fljúgum aftur með SAS þá hugsa ég að þetta muni ekki gerast aftur. En maður veit aldrei varðandi önnur flugfélög,“ segir Eyþór. Að sögn Eyþórs þarf að skoða málið í gegnum annað hvort Öryrkjabandalagið eða Blindra- félagið, sem færu með þetta inn í til dæmis European Disability Forum. „Þar væri hugsanlega hægt að ýta á eftir að reglurnar séu skýrari í Evr- ópu og alþjóðareglum,“ segir Eyþór. Alveg nógu mikið sé efast um alla hæfileika hans sem fatlaðs foreldris. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég hef lent í einhverju sem er svona virkilega raunveruleg, sýnileg og áþreifanleg mismunun,“ segir Eyþór Kamban. n N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar nú með 20% afslætti Alklæddir Anelín leðri, litir: Svart, dökkbrúnt og cognac Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. William manual með 20% afsl. 215.000 kr. kristinnpall@frettabladid.is Íþróttir Alþjóðafrjálsíþróttasam- bandið vinnur nú að regluverki fyrir ársþing sambandsins, sem gera á trans konum kleift að keppa í alþjóðlegum keppnum á afreks- stigi. Sett verða strangari skilyrði um magn testósteróns. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ekki tekið afstöðu. „Við erum búin að fá stutta kynningu á þessu en þeir eru að útlista þetta áður en reglugerðartillagan verður send til okkar,“ segir Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri. Forseti Alþjóðafrjálsíþróttasam- bandsins, Lord Coe, gaf til kynna í fyrra að sambandið hefði til skoð- unar að banna trans konum að keppa í kvennaflokki. Samkvæmt skjölum sem BBC hefur undir höndum verður einstaklingum sem hafa gengist undir kynleiðréttingar- ferli leyft að keppa á alþjóðlegum grundvelli ef þeir standast kröfur um testósterónmagn til tveggja ára.  Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslu- stýra Samtakanna ‘78, segir gengið of langt í takmörkun testósteróns. „Mjög margar konur fara yfir þessi mörk,“ bendir fræðslustýra Samtakanna ‘78 á. „Við höfum alltaf sagt að við erum tilbúin að aðstoða ÍSÍ og aðildar- félög innan þeirra og kynna fyrir þeim málflutning trans fólks.“ n Engin ákvörðun tekin um trans konur Guðmundur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsíþrótta- sambandsins kristinnhaukur@frettabladid.is reykjavÍk Búið er að semja við eig- endur húsa við Einimel varðandi kaup á hluta borgarlands af svo- kölluðu Sundlaugartúni, vestan við Vesturbæjarlaugina. Málið hefur valdið miklum titringi og Reykja- víkurborg sökuð um að gefa eftir. Verða lóðir Einimels 18, 24 og 26 færðar út um rúma 3 metra og heim- ilt að stækka lóð Einimels 26 lítillega til norðurs. Starfsmenn Reykjavík- urborgar munu rífa niður girðingar sem reistar voru fyrir mörgum ára- tugum síðan. Samkvæmt Pawel Bartoszek borgarfulltrúa á borgarráð eftir að taka samningana fyrir, en kaup- verðið sé metið út frá hefðbundnu fermetraverði garðs í þessu hverfi. Teitur Atlason, sem sagði af sér stöðu varaborgarfulltrúa Samfylk- ingar vegna málsins, segist von- svikinn með lyktir þess. „Þetta ríka fólk sölsaði undir sig þetta svæði án þess að spyrja kóng eða prest,“ segir hann. „Almenningur er oft í stappi við skipulagsyfirvöld og það er ekki gefin eftir ein tomma, nema ef þú átt pening.“ n Samningar í máli Sundlaugartúns Teitur Atlason, fyrrverandi varaborgarfull- trúi 2 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 26. jAnúAR 2023 FiMMtUDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.