Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 50
Hjá Lífi og sál er unnið náið með einstaklingum, fyrir- tækjum og stofn unum víðs vegar um landið og telja eigendur stofunnar sig mjög lánsama hvað varðar tengingu og innsýn í íslenskt atvinnulíf. Katrín Kristjánsdóttir og Vigdís Ásgeirsdóttir eru sál fræðingar og ráðgjafar í mannauðs málum hjá stofunni Lífi og sál. Þær segja að í ljósi þess hversu fjölbreytt mann­ leg flóra er sé margt sem komi inn á borð sálfræðinganna hjá Lífi og sál. „Það er í eðli okkar flestra að vilja öðrum vel, vilja stuðla að vellíðan fólksins í kringum okkur og síst viljum við lenda upp á kant við annað fólk. Sú tilhneiging getur auðveldlega leitt til meðvirkni, hvort sem er í vinnunni eða í einkalífinu,“ segir Katrín og heldur áfram: „Annað og alls ekki óskylt fyrir­ bæri ratar gjarnan inn á okkar borð og það er skortur á ákveðni. Sértu ákveðin í samskiptum við annað fólk hjálpar það bæði þér og þeim sem þú átt í samskiptum við. Það þýðir að þú getur sagt skoðanir þínar og hlustar á skoðanir ann­ arra, setur hegðun og framkomu annarra sem þú telur neikvæða skýr mörk, gagnrýnir á uppbyggi­ legan hátt, talar beint við fólk í stað þess að baktala, svo fátt eitt sé nefnt. Sértu skýr og ákveðin í sam­ skiptum, þá ertu oftast nær ekki meðvirk,“ útskýrir Katrín og bætir við: „Fólk veit hvar það hefur þig og veit að þú ert manneskja sem segir hlutina eins og þeir koma þér fyrir sjónir, án þess að vera með yfirgang.“ Að vera ákveðin í samskiptum er ekki það sama og að vera frekja eða yfirgangsseggur. Það sem konur og annað fólk óttast oft mest, ætli það að temja sér aukna ákveðni í samskiptum, er að annað fólk telji það frekt, og það þykir okkur ekki þægilegt að heyra. Því höfum við margar lært að oft sé best að segja ekki neitt og bera skoðanir okkar eða harm í hljóði og þola yfirgang annarra. Önnur birtingarmynd er sú að við verðum ólíklegri til að taka skýra afstöðu í málum og höfum okkur þá ekki í frammi,“ segir Vigdís. „Það er sérlega gefandi fyrir okkur sem sálfræðinga að aðstoða skjólstæðinga okkar í að setja skýrari mörk, vinna með aukna ákveðni og þar með minnka með­ virkni. Hugsanleg leið til að jafna hlut kvenna í atvinnulífinu er að ýta undir þessa umræðu enn frekar. Að fólk af öllum kynjum, hvort sem er starfsfólk, mannauðsfólk eða atvinnurekendur, geri sér betur grein fyrir neikvæðum afleiðingum meðvirkni og skorts á ákveðni. Þá getur meðvirkni og skortur á ákveðni haft mjög slæm áhrif á líðan starfsfólks og samskipta­ menningu vinnustaða,“ segja þær. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera stjórnandi og því mikil­ vægt að geta speglað í fullum trúnaði þau mál sem upp koma á Forðumst meðvirkni og tökum skýra afstöðu Katrín Kristjáns­ dóttir og Vigdís Ásgeirsdóttir eru sál fræðingar og ráðgjafar í mannauðs­ málum hjá stofunni Lífi og sál. MYND/AÐSEND vinnustaðn um með utanað­ komandi fagaðila sem hefur engra hagsmuna að gæta annarra en þeirra að vinna vinnuna sína vel,“ segir Vigdís. Við sjáum í okkar starfi að konur, kvár og auðvitað líka karlar, mega gjarnan vera óhræddari við aukna ákveðni í samskiptum, að sjálf­ sögðu með jákvæð samskipti og vellíðan okkar sjálfra og annarra að leiðarljósi,“ segir Vigdís. n Þórey Sigþórsdóttir leikkona veit mjög vel hversu mikil- vægt verkfæri röddin okkar er og býður einstaklingum og fyrirtækjum upp á radd- þjálfunarnámskeið. „Röddin er lykilatriði í sam­ skiptum og góð raddbeiting skapar góða nærveru,“ segir hún um ástæðu þess að hún hóf að halda námskeiðin, sem njóta mikilla vin­ sælda. „Í dag er sú krafa gerð, sama nánast við hvaða fag þú vinnur, að þú getir staðið fyrir máli þínu. Kynnt sjálfa þig og hugmyndir þínar af öryggi, rökrætt hugmynd­ ir þínar og annarra, og haft þá færni sem þarf til að kynna niður­ stöður verkefna. Ef þú ert kennari, með hlaðvarp, leiðtogi í verkefni eða fyrirtæki, leiðsögumaður eða leikari, þá er það auðvitað ekki spurning að það skiptir máli að sinna þessu atvinnutæki.“ Hún segir að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir mögu­ leikum þess að þjálfa röddina. „Það þekkir ekki mátt hennar af því að það hefur aldrei upplifað þá tilfinningu. En ef við upplifum það oft að finna kökk í hálsinum, ótta við að tala og tilfinninguna af því að treysta sér ekki til að tjá sig, þá er það mjög valdeflandi að styrkja röddina. Að hafa sterka rödd í lífi og starfi eru lífsgæði sem við eigum öll rétt á því að njóta.“ Mikilvægt fyrir konur að skapa eigin tækifæri Þórey hefur starfað sjálfstætt árum saman, ýmist sem verktaki eða launþegi. „Starfið mitt, ólík verkefni hjá ólíkum fyrirtækjum, kallar á það að ég reki mig sem fyrirtæki,“ segir hún og bætir við að starfsumhverfi einyrkja sé ekki einfalt. „Flækjustigin eru mörg, til dæmis varðandi fyrirtækjarekstur og réttindi, barnseignarleyfi, lífeyrisréttindi og fleira. Fyrirbæri sem er freistandi að horfa fram hjá en nauðsynlegt að setja sig inn í.“ Meðal annars þess vegna hefur henni reynst mikilvægt að vera í FKA. „Ég fæ innsýn í það sem aðrar konur eru að gera, mynda tengsla­ net og það er valdeflandi í sjálfu sér. Ég var líka að viðurkenna það fyrir sjálfri mér með því að ganga í þessi samtök að ég er atvinnurekandi. Staðreynd sem í mínum huga var alltaf svo fjarlæg því að vera lista­ maður. Ég vinn sem leikkona, leik­ stjóri, höfundur, fyrirlesari, kennari, heilari, leiðsögumaður og menn­ ingarmiðlari. Störf sem eiga það sameiginlegt að miðla menntun, menningu og skapa list. Þegar þú vinnur sjálfstætt sem listamaður, framleiðir eigin verk og sýningar, þá verður þú um leið atvinnurekandi. Það er mjög praktískt að átta sig á þeirri staðreynd.“ Þórey segir mikilvægt fyrir konur að skapa sér sín tækifæri sjálfar. „Í sjálfstæða geiranum eru margar mjög öflugar konur og ásamt listinni er það ástríða mín að valdefla konur í gegnum raddþjálfun, skapandi starf og sjálfstyrkingu.“ Næsta námskeið RÆKTAÐU RÖDDINA hefst 7. febrúar. Einnig má finna upp­ lýsingar um  sérsniðin námskeið eða fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir á heimasíðu Þóreyjar. n Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á thoreysigthors.com Sterk rödd er lífsgæði í lífi og starfi Þórey Sigurðar­ dóttir, leikkona og markþjálfi. „Mín ástríða er að valdefla konur í gegnum raddþjálfun, skapandi starf og sjálfstyrk­ ingu.“ fréttAblAÐiÐ/ ErNir Ef þú ert kennari, með hlaðvarp, leið- togi í verkefni eða fyrir- tæki, leiðsögumaður eða leikari, þá er það auð- vitað ekki spurning að það skiptir máli að sinna þessu atvinnutæki. Þórey Sigþórsdóttir 34 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.