Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 30
Það er fátt skemmtilegra en að koma ofan í laugina með öllum þessum fjölskyldum og krílum og njóta þess að vera í núinu með þeim. Harpa Þrastardóttir er fær og reyndur ungbarnasund- kennari, en að sögn hefur kvíði á háskólaárum gert henni kleift að verða enn betri í sínu fagi en ella. Harpa Þrastardóttir er eigandi Sundskóla Hörpu í Mörkinni Reykjavík og í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. Hún starfar einnig sem sviðsstjóri gagna og miðlunar hjá Hafrannsóknastofnun. Að sögn var hún nánast alin upp í Suðurbæjar- laug og því hafi sundkennslan legið vel fyrir henni. „Ég bjó í hverfinu og varði miklum tíma í lauginni og lærði að synda þar. Ég fór svo í Sundfélag Hafnarfjarðar og hélt áfram að sækja laugina fram á unglingsárin,“ segir Harpa. Mikilvægur félagsskapur Harpa er 37 ára gömul og er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Árið 2017 lauk hún einnig námi í ungbarnasund- kennslu hjá Busla, félagi ungbarna- sundkennara á Íslandi. Að sögn Hörpu er FKA félagsskapurinn einstaklega gefandi og það er mikilvægt að hann sé í boði. „Nú kem ég inn í FKA með tvo ólíka bakgrunna og að mínu mati skiptir það ekki máli hvað kona gerir, það er alltaf gott að koma á fundi hjá FKA og kynnast nýjum konum og því hvernig þær horfa á lífið og til- veruna. Oft spretta upp umræður sem leiða til nýrra hugmynda og möguleika, hvort sem ráðist er í þau verkefni strax eða ekki.“ Lét leiðast út í sundkennarann Harpa byrjaði að kenna sund á meðan hún var í námi. „Í háskóla var prófkvíði að trufla mig. Ég kaus að vinna frekar með námi en að treysta á námslán, því sú pressa jók enn á kvíðann. Á þessum tíma þjálfaði vinkona mín hjá SH og ég fór að þjálfa með henni. Eftir nokkur ár var ég komin með allt starfið í Suðurbæjarlaug. Árið 2016 eignaðist ég dóttur mína. Með minn bakgrunn var ég spennt að fara með hana í ung- barnasund. Við byrjuðum hjá Erlu í Suðurbæjarlaug þegar dóttir mín var tveggja og hálfs mánaðar gömul. Erla var í stjórn Busla og þegar félagið hélt kennaranám- skeið 2017 hvatti hún mig til þess að skrá mig. Ég sló til og hef kennt síðan.“ Ólíkar laugar, ólík stemning „Ég byrjaði á að kenna í Suður- bæjarlaug á laugardögum. Í upphafi Covid hætti ég að kenna hjá Sund- félagi Hafnarfjarðar og fór að kenna í Mörkinni, Suðurlandsbraut 64. Í dag kenni ég í báðum laugum. Ég er ein með sundskólann en fæ Röggu og Heklu ljósmyndara reglulega í laugina til okkar í kafmyndatökur. Þrátt fyrir að námskeiðin í laugunum tveimur séu þau sömu þá myndast ólík stemning vegna þess hve ólíkar laugarnar eru. Í Mörk- inni er meiri nánd. Aðstaðan er minni og þar eru eingöngu ungbörn og foreldrar þeirra. Það myndast því ákveðin stemning í lauginni þegar kennsla er í gangi. Í Suður- bæjarlaug eru systkini velkomin með ofan í laugina og þetta verður meiri fjölskyldustund. Þótt það sé mjög skemmtilegt fyrir kennarann að leika við börnin þá er það betra til framtíðar fyrir fjölskyldurnar að foreldrarnir læri æfingarnar með börnunum og geti gert þær áfram af öryggi með barninu þegar námskeiði lýkur. Í báðum laugum eru í boði námskeið fyrir tveggja mánaða til þriggja ára en í Suðurbæjarlaug eru einnig í boði námskeið fyrir 2-6 ára og hafmeyjusundnámskeið. Nám- skeið fyrir 2-6 ára hafa verið mjög vinsæl, líka fyrir vatnshrædd börn í grunnskóla. En reynsla mín af kvíða hefur gert mig að betri sund- kennara þegar kemur að vatns- hræðslu og kvíða barna.“ Nýtur þess að vera í núinu Þetta er fimmtándi veturinn sem Harpa kennir í Suðurbæjarlaug og að sögn er hún ekki að hætta í bráð. „Það er fátt skemmtilegra en að koma ofan í laugina með öllum þessum fjölskyldum og krílum og njóta þess að vera í núinu með þeim. Þetta gefur mér alls ekkert minna en þeim og þetta er líka gott mótvægi við stjórnunarstarfið. Ungbarnasund er í boði á mörgum stöðum í heiminum í dag en það eru líklega fáir staðir, þar sem jafnhátt hlutfall ungbarna fer í skipulagt ungbarnasund og hér á landi. Sund er stór hluti af menn- ingu okkar og aðgengi okkar að almenningslaugum er einstakt. Undanfarin ár hafa verið gerðar nokkrar íslenskar rannsóknir á áhrifum ungbarnasunds á krílin og foreldrar eru meðvitaðir um kosti þess. Reksturinn hefur gengið vel en við finnum fyrir samdrætti núna eins og fleiri í svipaðri þjónustu. Það er greinilegt að ungar fjölskyldur þurfa að horfa meira í krónurnar en oft áður. Það er enn þannig að menntaðir for- eldrar eru líklegri til að koma með börnin sín á námskeiðin og koma á fleiri námskeið. Ég finn einnig fyrir því að það er að aukast að börn séu að koma í ungbarnasund vegna ábendinga lækna og sjúkraþjálfara. En ungbarnasundið getur hjálpað börnum að styrkjast og það er gaman að fylgjast með því,“ segir Harpa. n Gott mótvægi við stjórnunarstarfið Harpa segist finna fyrir aukn- ingu í því að sjúkraþjálfarar og læknar bendi foreldrum á að ungbarnasund geti hjálpað við að auka styrk barna. Fréttablaðið/ Ernir Berglind Jónsdóttir hefur starfað sem hönnuður og sérfræðingur í markaðs- málum hjá Unimaze síðast- liðið ár og hefur orðið vitni að hröðum og spennandi vexti fyrirtækisins á inn- lendum sem og erlendum mörkuðum. Unimaze er spennandi íslenskt fyrirtæki sem býður upp á breitt vöruúrval af lausnum tengdum bókhaldi og bókhaldskerfum. „Lausnir Unimaze byggja á skýja- lausn sem aðstoðar notendur við að senda og móttaka rafræna reikninga og önnur stöðluð við- skiptaskjöl,“ segir Berglind Jóns- dóttir. Fjölbreytt starf í alþjóðlegum geira Berglind er með menntun í „Advertising“ og „Art Direction“ frá Willem de Kooning Academie í Rotterdam og Istituto Europeo di Design í Barcelona. Hún hefur starfað við allt sem tengist markaðssetningu og hönnun í að verða ellefu ár. „Meðal annars var ég listrænn stjórnandi hjá dóttur- fyrirtæki fjölmiðlafyrirtækisins Conde Nast í Þýskalandi, tók þátt í að koma AD Design Award á laggirnar, starfaði sem hugmynda- smiður samfélagsmiðla fyrir Icelandair og Vodafone, og margt fleira,“ segir Berglind. „Hjá Unimaze tek ég þátt í öllu sem tengist markaðssetningu fyrirtækisins. Ég sé um heima- síðuna, auglýsingahönnun og UX/ UI á vefsíðunni, leitarvélabestun, hugmynda- og textavinnu, sé um samfélagsmiðlana, sölu, viðburði, almannatengsl, kynningarefni og tek þátt í stefnumótun.“ Unimaze er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar í tveimur Evr- ópulöndum og með viðskiptavini um allan heim. „Við erum mjög þétt og samstillt teymi og þó við séum ekki stödd í sama landinu þá vinnum við vel saman. Það er ótrú- lega gaman að vinna með svo fjöl- breyttu teymi með mismunandi skoðaðnir og menningu og að læra um ólíkar áherslur í alþjóðlegri markaðssetningu. Ég hef unnið að markaðssetningu í Danmörku, Sviss, Bretlandi, Þýskalandi, Hol- landi og Spáni áður en ég hóf störf hjá Unimaze. Nú fæ ég tækifæri til að sinna því enn víðar, í Serbíu og nærliggjandi löndum sem ég hef ekki fengist við áður.“ Kynjamál í réttum farvegi „Rafræni viðskiptageirinn er ekki stór á Íslandi og líklega er ég eina eða ein af fáum konum sem vinn fyrir skeytamiðlun hér á landi. Hins vegar erum við þrjár konur í alþjóðlega teyminu sem spilum lykilhlutverk í að kynna Unimaze á erlendum mörkuðum. Ég kann ágætlega við það að vera „ein af strákunum“ hér heima þótt auð- vitað vilji ég sjá fleiri konur í raf- ræna viðskiptageiranum á Íslandi. Hins vegar starfar hátt hlutfall af konum í bókhaldi og fjármála- deildum sem ég á í tíðum sam- skiptum við í mínu starfi. Sameiginlegt markmið mitt með viðskiptavinum mínum snýst um sjálfvirkni í fjármálateymi og bókhaldi, góða og örugga þjónustu og að þróa nútímalegar lausnir, til dæmis notumst við mikið við gervigreind í vöruþróun. Rafrænir reikningar og bókhald snýst um rökvísi, gæði og raunverulegan sparnað. Ef þú ert með góða vöru í höndunum þá skiptir engu máli hvort þú sért kona eða karl að kynna vöruna. Sem kona í tæknigeiranum, þá hef ég séð jákvæðar breytingar innan hans og konum fer fjölgandi. Þeir karlmenn sem ég starfa með eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa jafnara kynjahlutfall á vinnustöðum og deila ábyrgðar- stöðum jafnt. Karlmenn og konur eru bæði lík og ólík á margan hátt og við erum sífellt að læra að skilja styrkleika hvors annars, því öll kynin hafa margt fram að færa. Vonandi heldur sú þróun áfram að við lærum að meta styrkleika hvort annars í stað þess að líta á hvert annað sem ógn eða minni- máttar. Þetta snýst um samvinnu, virðingu og betri samskipti.“ Einstök tækni á heimsvísu Unimaze hefur þróað þessa tækni í tuttugu ár og hóf að láta vita af sér fyrir tæplega þremur árum. „Á stuttum tíma höfum við náð góðum árangri á erlendum mörkuðum og enn betri á íslenska markaðnum. Heimasíðan sem við settum í loftið í sumar, sem er og var mitt helsta verkefni, hefur sýnt 300 prósenta aukningu á milli ára í heimsóknum og upp- lifun inni á síðu. Þegar ég byrjaði hjá Unimaze fannst mér magnað að læra hve fátt hefur gerst í bókhaldsheim- inum síðan árið 1985. Helsta breytingin er sú að bókhaldið færðist yfir í tölvurnar. Í dag taka notendur eftir hraðri uppsveif lu með tilkomu rafrænna reikninga og við sjáum ótrúlega jákvæðar sparnaðartölur fyrirtækja sem nýta sér okkar þjónustu. Einnig er þetta umhverfisvænni leið í bók- haldi, en notendur eru almennt meðvitaðri um umhverfið í dag.“ Unimaze er á meðal topp fyrirtækja í heiminum sem bjóða upp á þessa þjónustu. „Við erum í hröðum vexti þessa stundina og gæði og framsetning á Uni- maze kerfinu skiptir öllu máli. Við kappkostum að vera á undan kúrfunni við að þróa aðferðir til að straum línulaga vinnuferli við- skiptavina okkar. Þessi metnaður leiðir til þess að stórir aðilar hafa samband við okkur að fyrra bragði. Til dæmis má nefna að Microsoft hafði samband við okkur og bað okkur um að þróa með þeim lausn til að bjóða upp á rafræna reikn- inga í Teams. Það að geta skoðað og rætt reikninga beint í gegnum kerfið er eiginleiki sem önnur fyrirtæki í heiminum, á borð við Unimaze, bjóða ekki upp á.“ Þjóðarstolt „Unimaze byggir á íslensku hug- viti og ég viðurkenni alveg að það hellist ákveðið þjóðarstolt yfir mig þegar ég er í vinnunni. Það er óneitanlega spennandi að vera með vöru í höndunum sem fær jafn mikla athygli erlendis og er talin með því besta sem er í boði í heim- inum. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri í vinnunni er að taka viðtöl við núverandi kúnna. Þá sé ég svart á hvítu hvað varan sem við bjóðum upp á, breytir miklu fyrir fjármála- teymi fyrirtækja í sparnaði, og hagræðingu.“ n Alþjóðlegt fyrirtæki byggir á íslensku hugviti Berglind segir það heiður að starfa hjá fyrirtæki sem er jafn mikils metið á alþjóðavísu og Unimaze er. mynd/maría Guðrún rúnarsdóttir 14 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélAG kvennA í AtvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.