Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 65
 Við höfum um árabil veitt styrki og stuðn- ing til réttinda- náms í faginu og eru margir búnir að nýta sér þann möguleika. Jenný Dagbjört Það er stefna Hafnarfjarðar- bæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnu- staðir endurspegli fjöl- breytileika samfélagsins. Hildur Sigþórsdóttir Helga Stefánsdóttir, Hildur Sigþórsdóttir og Jenný Dag- björt Gunnarsdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera öflugir og metnaðarfullir stjórnendur og fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar á sviði umhverfis- og skipulags- mála, fjármála og dagvist- unar- og menntamála. Helga og Jenný hafa starfað hjá sveitarfélaginu til fjölda ára og búa að gríðarlegri reynslu og þekk- ingu, en Hildur er nýr og ungur stjórnandi sem ber með sér ferska vinda og sér tækifæri til umbóta og vaxtar í hverju horni og þá ekki síst á sviði stafrænnar þróunar. Árið 2019 skrifaði Hafnar- fjarðarbær undir viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafn- vægisvogar FKA og árið 2022 hlaut sveitarfélagið viðurkenninguna eftir að hafa náð þeim árangri að jafna hlutfall kynja í efsta lagi. „Það er stefna Hafnarfjarðar- bæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnu- staðir bæjarins endurspegli fjöl- breytileika samfélagsins. Hæfasti einstaklingurinn er ráðinn hverju sinni óháð kyni, en þegar hæfnin er sú sama þá gæti kyn haft áhrif ef það hallar á annað kynið í geir- anum. Það var þó ekki tilfellið hjá mér enda konur í miklum meiri- hluta í minni deild. Ég var einfald- lega hæfust,“ segir Hildur Sigþórs- dóttir, deildarstjóri launadeildar hjá Hafnarfjarðarbæ, og hlær. Hjá bænum starfa um 2.200 starfsmenn á 73 starfsstöðvum. „Fjölbreytileikinn í þjónustu sveitarfélagsins er mikill, stéttar- félögin mismunandi, kjarasamn- ingar ólíkir og störfin fylgja kjara- samningum. Starfið mitt kallar á góða yfirsýn, þekkingu og skilning og kannski ekki síst á hæfni í mannlegum samskiptum og áhuga á fólki.“ Hildur, sem er viðskiptafræð- ingur að mennt, tók við núverandi starfi í lok árs 2022 en var búin að vera ráðgjafi innan launadeildar síðan 2021. „Ég er enn að koma mér inn í starfið. Ég þekki teymið mitt vel og aðlögunin gengur framar vonum. Við vorum fyrir með frábæran deildarstjóra sem var duglegur að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Við sem teymi búum vel að því og ég er dugleg að leita í reynslubrunn þeirra sem lengi hafa starfað hjá bænum.“ Hafnarfjarðarbær innleiddi nýlega mannauðs- og launakerfið Kjarna og tók Hildur í sínu nýja starfi meðal annars við því kefli að vera potturinn og pannan í þeirri innleiðingu. Kjarni hefur opnað á ný tækifæri og möguleika og verið mikilvægur hlekkur bæði í staf- rænni vegferð sveitarfélagsins og við innleiðingu á jafnlaunastaðli sem kallar á reglubundna úttekt á launum og kjörum. „Kjarni frá Origo er frábært heildstætt kerfi sem heldur utan um öll mannauðs- og launamál. Kerfið er einstaklega notendavænt og sú staðreynd hefur skipt sköpum fyrir árangurs- ríka innleiðingu sem kallar á þátttöku allra stjórnenda Hafnar- fjarðarbæjar,“ segir Hildur. Við erum að efla og mennta fulltrúa framtíðarinnar „Mikilvægur grunnur og veg- vísir barna okkar til framtíðar er lagður innan leikskóla landsins með faglegu og skapandi starfi,“ segir Jenný Dagbjört Gunnars- dóttir, þróunarfulltrúi leikskóla hjá Hafnarfjarðarbæ. Jenný vann sem leikskólakennari og leik- skólastjórnandi í 21 ár áður en hún byrjaði í núverandi starfi fyrir tæpum áratug og er hún nú tengiliður leikskólastjóra og starfsfólks 16 leikskóla í bænum við miðlægan stuðning á sviði mennta og lýðheilsu. „Ég á í miklu og virku samtali og samstarfi við kollega á sviðinu og meðal annars þar kvikna hugmyndir að fram- þróun, lausnum og leiðum sem eru málaflokknum til framdráttar. Hafnarfjarðarbær er leiðandi á svo mörgum sviðum og þar held ég að þessi virka hlustun skipti miklu máli og að láta verkin tala.” Hafnarfjarðarbær kynnti nýlega tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi sveitarfélags- ins með ákvörðun um aukinn sveigjanleika og aukið samræmi milli fyrstu skólastiganna. Þannig hefur leikskólastarfið verið fært nær starfi grunnskólanna bæði í skipulagi skólaársins og vinnu- tíma. „Það liggur að baki mikil vinna við útfærslu aðgerða með öllum hlutaðeigandi aðilum, þar með talið Félagi leikskólakenn- ara. Þegar samþykkt var árið 2019 að eitt leyfisbréf gilti til kennslu á bæði leik- og grunnskólastigi þá fórum við að upplifa flutning á milli skólastiga og fækkun á fagfólki innan leikskólanna. Við höfum um árabil veitt styrki og stuðning til réttindanáms í faginu og eru margir búnir að nýta sér þann möguleika. Það hefur hjálpað mikið en það er ljóst að mikilvægt var að stíga enn stærri skref til að snúa þróuninni við. Nú hefur þetta skref verið stigið í Hafnarfirði og munu næstu vikur og mánuðir bera vitni um árangur aðgerða. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Jenný. Markmiðið með aðgerðum sveitarfélagsins er að fjölga fag- fólki í leikskólum bæjarins og jafna starfsaðstæður í leik- og grunnskólum. Frá 1. janúar 2023 hefur bærinn einnig boðið upp á heimgreiðslur til foreldra barna sem hafa náð 12 mánaða aldri og eru ekki hjá dagforeldrum eða í leikskóla auk þess að bjóða upp á stofnstyrk til dagforeldra og hærri niðurgreiðslu. „Ég hef lifað og hrærst í málaflokki leikskólamála í áratugi og brenn fyrir fram- gangi starfsfólks, þróun starfsins og eflingu þess í takti við þarfir samfélagsins hverju sinni. Ég fæ að atast og blómstra í mínu starfi og fyrir það er ég þakklát.“ Áhugi kvenna á tæknigreinum virðist vera að aukast „Á mínu sviði starfa mun fleiri karl- ar en konur en mér finnst hér ríkja jafnræði þegar horft er til launa, aðbúnaðar og framgöngu í starfi. Rík áhersla er lögð á jafnrétti og jöfn laun kynjanna fyrir sambæri- leg störf,“ segir Helga Stefánsdóttir, Virk hlustun, virðing og vellíðan í starfi Helga Stefánsdóttir, forstöðumaður á umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar. Hildur Sig- þórsdóttir, deildarstjóri launadeildar hjá Hafnar- fjarðarbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINk Jenný Dagbjört Gunnarsdsóttir, þróunarfulltrúi leikskóla hjá Hafnarfjarðar- bæ. forstöðumaður á umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar. „Kynjahlutföllin eru smám saman að jafnast samhliða því að aukin og fjölbreyttari þjónusta hefur færst undir sviðið auk þess sem áhugi kvenna á tæknigreinum virðist vera að aukast. Á tímabili var ég eina konan í um 40 manna hópi en þetta hefur breyst mjög mikið með árunum.“ Helga sem er verkfræðingur og skipulagsfræðingur að mennt, talar um að fleiri konur fari í nám í tæknigreinum en áður og að ekki eigi að láta kyn eða umhverfi hafa áhrif á val sitt til náms eða starfa. Helga hóf störf hjá bænum fyrir 25 árum við úttektir hjá byggingar- fulltrúa en er í dag staðgengill sviðsstjóra og forstöðumaður framkvæmda hjá bænum. „Sviðið okkar telur í dag um 50 starfsmenn og ber mín deild ábyrgð á öllum verklegum fram- kvæmdum á vegum sveitarfélags- ins og rekstri, hvort sem það eru götur, húsnæði eða opin svæði,“ segir Helga, sem þekkir vel alla uppbygginguna sem er að eiga sér stað í Hafnarfirði þessa dagana, bæði í nýjum hverfum og þéttingu byggðar. Helga kemur einnig að skipu- lagsmálum sveitarfélagsins og fleiri spennandi verkefnum sem hafa áhrif á allt samfélagið. „Við veltum nokkrum milljörðum á ári í tengslum við þessar fram- kvæmdir. Vinnudagarnir geta verið ansi langir, áreitið mikið og ákvarðan- irnar stórar með tilheyrandi keðjuverkandi áhrifum. Ég er mjög skipulögð að eðlisfari, rökföst og vil að allt mitt starfsfólk fái að njóta sín í sínum verkefnum. Þann- ig vinnast hlutirnir best. Teymið mitt er öflugt, verkefna- skipting skýr, starfsandinn góður og það er alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ n kynningarblað 49FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kVenna í atVinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.