Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 48
 Í dag er fram- kvæmda- stjórn skipuð þremur konum og einum karli. Verkfræðistofan Lota er verkfræðistofa með sögu sem nær allt aftur til ársins 1960. Í dag er Lota framar- lega í orkumálum og iðnaði með áherslu á rafmagn, lýsingu, hönnun, verkefna- stjórn, eftirlit og fleira. Árið 2020 var ráðist í gagngerar breytingar á innra skipulagi fyrir- tækisins og áhersla lögð á að fá konur meira að borðinu í ákvarð- anatöku. Í dag er framkvæmda- stjórn skipuð þremur konum og einum karli. Þau Ásta Logadóttir verkfræðingur og sviðsstjóri, Erlen Björk Helgadóttir mannauðsstjóri, Ólöf Helgadóttir, verkfræðingur og sviðsstjóri, og Trausti Björgvinsson framkvæmdastjóri eru sammála um að einkar vel hafi tekist til við breytingar á framkvæmdastjórn og að kynblönduð stjórnun sé lykillinn að farsælum stjórnarhátt- um. Enn í dag virðist erfitt að fá konur til starfa á verkfræðistofum, svo við byrjum á að spyrja verk- fræðingana í hópnum af hverju þær völdu verkfræðina. Ólöf: „Mér fannst stærðfræði og eðlisfræði skemmtilegustu fögin í menntaskóla, við fengum kynningu frá rafmagns- og tölvu- verkfræði inn í stærðfræðitíma og það virkaði áhugavert þann- ig að ég ákvað að prófa. Það sem heillaði var samt félagsskapurinn í náminu en ekki námið sjálft, til Berskjöldun og hlátur góð verkfæri Framkvæmda- stjórnarteymið hjá Lotu leggur áherslu á hlátur og berskjöldun í samskiptum. Frá vinstri: Erlen Björk Helgadóttir mannauðsstjóri, Ásta Logadóttir sviðsstjóri, Ólöf Helga- dóttir sviðs- stjóri og Trausti Björgvinsson framkvæmda- stjóri. Frétta blaðið/Ernir að byrja með. En síðan fékk ég að vinna í háspennu með skóla og þá komst ég að því hvað rafmagn er skemmtilegt.“ Ásta: „Ég ætlaði að verða flug- maður, en það er yfirleitt minna að gera í f luginu á veturna þannig að ég sá að ég myndi þurfa eitthvað varastarf til að sinna á veturna og valdi verkfræði. Svo sá ég að verk- fræðin hentaði mér bara prýði- lega.“ Ólöf: „Konur eru í miklum meirihluta í verkfræðinámi en ekki í starfi á verkfræðistofunum. Okkur gengur erfiðlega að ná stelpunum í vinnu eftir námið. Ég hugsa að þar ráði mestu gamlar mýtur um mikið álag og yfirvinnu á verkfræðistofum og að þær séu ekki fjölskylduvænir vinnustaðir, en staðan er allt önnur í dag. Verk- fræðistofan okkar er frábær staður fyrir konur og við erum að vinna í því að fá fleiri konur til starfa til dæmis með því að bjóða þeim í starfsnám. Verkfræðistofur eru frá- bær starfsvettvangur fyrir konur ef þær bara opna á það.“ Ásta: „Í Lotu höfum við lagt til atlögu við þetta vandamál með því að setja konur í stjórnunar- stöður og vonast til þess að þær séu fyrirmyndir fyrir ungar konur úr verkfræðingastétt sem eru á leið út á vinnumarkaðinn.“ Erlen: „Að undirlagi Trausta, núverandi framkvæmdastjóra, voru gerðar breytingar árið 2020. Þá var sviðum fækkað úr fjórum í tvö og þeim stjórna tvær konur, Ásta og Ólöf, en áður voru það karlar sem stýrðu sviðunum fjórum. Það var svo gaman að það voru allir mjög til í þessar breyt- ingar, líka karlarnir og það studdu okkur allir í þessu.“ Trausti: „Með þessu er ekkert endilega verið að segja að konur séu almennt og alltaf betri yfir- menn en ég tel að fjölbreytileikinn sé mjög mikilvægur. Verkfræði- geirinn hefur orð á sér fyrir að vera karllægur bransi og hann hefur alveg verið það en er það ekki lengur og til að breyta viðhorfum þarf að breyta til. Og það er það sem við viljum gera. Það er ekkert í eðli starfs verkfræðinga sem segir að því þurfi að vera sinnt af karl- mönnum.“ Fjölbreyttur hópur betri Hver er kosturinn við að hafa jafn- hlutfall kynja á vinnustað? Trausti: „Mín reynsla er sú að ef þú hleypir konum að borðinu þá fer út af borðinu þetta neikvæða karllæga sem hefur verið ráðandi í áratugi á atvinnumarkaði. Karlar eru líklegri til að vera kurteisari og orða hlutina öðruvísi í blönduðu teymi sem breytir dýnamíkinni og það koma aðrir vinklar fram heldur en ef það væru bara karlar eða kannski bara konur, það er heldur ekki endilega betra. Það er betra að hafa þetta blandað þannig að allir eiginleikar og sjónarmið komi að borðinu. Við erum að vinna dálítið með berskjöldun og hlátur sem er betra að ná fram í blönduðum hóp.“ Erlen: „Sem mannauðsstjóri þá sé ég mikla kosti í því að vera með fjölbreyttan hóp starfsmanna og ekki síður stjórnenda. Við erum 13 konur á stofunni af 48 starfsmönn- um og við höfum verið að reyna að hækka það hlutfall. Við reynum til dæmis að fá stelpur í sumarstörf sem vonandi skila sér svo til okkar þegar þær útskrifast.“ Ólöf: „Mér finnst stundum að ég hafi fengið tækifæri innan verk- fræðigeirans af því að fólk hefur verið opið fyrir því að fá fleiri konur. Konur eru enn í minni- hluta í verkfræðistörfum, sérstak- lega í rafmagninu, og í náminu í háskólanum, þannig að mér finnst þarna vera tækifæri fyrir fullt af stelpum.“ Minni yfirvinna og færri tarnir Af hverju haldið þið að konur séu ekki að skila sér úr náminu inn á stofurnar? Ásta: „Ég hreinlega veit það ekki. Ég fór sjálf úr akademíunni inn á stofu af því mér fannst meira spennandi verkefni þar. En þetta var ekki eitthvað sem við stelp- urnar vorum að ræða í skólanum, vorum ekki búnar að ákveða að við vildum ekki fara á stofur frekar en eitthvað annað.“ Ólöf: „Mér fannst praktíkin töluð niður þegar ég var í náminu og þess vegna var ég ekki að horfa á að fara á stofu. Ég held að þar hafi kennararnir verið að hugsa um akademíuna sem þeim fannst eina rétta leiðin, fara alla leið í námi og fara svo að kenna einhverjum öðrum. Sem endar kannski ekki vel ef allir mennta sig til að kenna öðrum en enginn fer síðan út í praktíkina.“ Trausti: „Ég held líka að þetta séu leifar frá fyrri tíð þegar var mikil yfirvinna á stofunum og langar og miklar tarnir. Núna er Okkur gengur erfiðlega að ná stelpunum í vinnu eftir námið. Ég hugsa að þar ráði mestu gamlar mýtur um mikið álag og yfir- vinnu á verkfræðistofum og að þær séu ekki fjöl- skylduvænir vinnustaðir en staðan er allt önnur í dag. Ólöf Helgadóttir 32 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.