Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 44
Bónus rekur 31 verslun á landsvísu. Alls sjö konur gegna störfum verslunar- stjóra hjá fyrirtækinu. Gunn- ur Sveinsdóttir, fræðslu- og starfsmannastjóri fyrir- tækisins, er spurð hverju þurfi að breyta í samfélaginu að hennar mati til að konur hasli sér frekari völl í stjórn- unarstöðum. Gunnur segir að sér finnist konur hafa getuna og tækifærin til að ná langt. „Það þarf metnað og viðkomandi þarf að velta fyrir sér hvaða markmið hún er með. Ég held að það sé nóg af tæki- færum til þess að koma sér áfram ef maður bara einsetur sér að ná markmiðum sínum. Hjá Bónus hafa allir tækifæri til þess að þróa sinn starfsferil og við fögnum fjöl- breytileikanum,“ segir Gunnur. „Ég tel að grunnhugmyndin með jafnlaunavottun sé ágæt nálgun fyrir fyrirtæki varðandi að inn- leiða og vakta jöfnuð hjá sér en svo getur maður líka spurt sig hverju þetta er búið að skila í ákveðnar stéttir en ég held að það sé enn óréttlæti í launum hjá ákveðnum stéttum innan samfélagsins; það er viðloðandi að vinnan hjá svo- kölluðum hefðbundnum kvenna- stéttum sé enn þá talin minna virði en hjá karlastéttum. Þennan mun þurfum við sem samfélag að halda áfram að skoða.“ Starfsmenn Bónuss eru 968 á launaskrá í 410 stöðugildum. Konur eru 42% þeirra. „Ég hef ekki haldbæra skýringu á því hvers vegna ekki fleiri konur sækja um þau störf sem eru í boði hverju Við konur getum þetta allt Gunnur Sveins- dóttir, fræðslu- og starfsmanna- stjóri Bónuss. „Ég hef ávallt trúað því að ef maður er duglegur og fær í því sem fengist er við muni tækifærin koma og þá er bara að grípa þau.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Bónus er oft fyrsti vinnu- staður ungs fólks þannig að það er mikilvægt að við getum tekið vel á móti því svo að starfsfólk nái að vaxa og dafna í starfi og taki gott verklag með sér áfram í starfi. sinni en það er ávallt gætt jafn- ræðis í öllu. Hjá okkur er algengt að okkar fólk vinni sig upp í þessar stöður og við hvetjum fólk til að sækja um – karla sem konur. Við erum búin að vera dugleg að ráða fólk með fjölbreyttan bak- grunn og það hefur gengið mjög vel. Einnig erum við í samstarfi með Vinnumálastofnun varðandi verkefnið „Atvinna með stuðningi“ og erum að reyna að leggja okkar af mörkum og ráða fólk með skerta starfsgetu.“ Ellefu manns starfa á skrifstofu Bónuss og þar af eru sex konur, eða um 55% af heildinni. „Þetta er fáliðaður og samheldinn hópur fólks og flestir með margra ára reynslu af störfum hjá Bónus. En fagleg stjórnun og metnaður fyrir því að bjóða viðskiptavinum okkar sem lægst verð hverju sinni er það sem svífur yfir vötnum. Við erum ákaflega stolt og ánægð með starfs- fólkið okkar í heild. Við erum öll að vinna að sama markmiði.“ Það þarf metnað Gunnur er spurð hverju þurfi að breyta í samfélaginu að hennar mati til að konur hasli sér frekar völl í stjórnunarstöðum. „Mér finnst við konurnar alveg hafa tækifærin til að ná langt. Það þarf metnað og viðkomandi þarf að velta fyrir sér hvaða markmið hún er með. Ég held að það sé nóg af tækifærum til þess að koma sér áfram ef maður bara einsetur sér að ná markmiðum sínum. Ég hef ávallt trúað því að ef maður er duglegur og fær í því sem fengist er við muni tæki- færin koma og þá er bara að grípa þau. En það er grundvallaratriði að hafa stuðning frá baklandinu sínu, maka og fjölskyldu. Að eiga sér fyrirmyndir er líka mikil- vægt – þannig að ég hef horft á þau og speglað mig í þeim: „Þau fóru svona að þessu“. Maður lærir líka af því að spyrja hvernig viðkomandi komst í stöðuna og hvaða leið hún eða hann fór. Ég tel að við konur séum alltaf að verða betri í að hafa trú á okkur og þar hjálpar að sjá aðrar konur sem hafa náð langt.“ Fræðslumálin mikilvæg Gunnur segir að í starfi sínu sem fræðslu- og starfsmannastjóri felist alls konar áskoranir. „Ég hóf störf hjá Bónus í fyrra- sumar og er búin að vera að koma mér inn í hlutina og hefur aðal- áherslan hjá mér verið að einblína á fræðslumálin en fræðsla og upp- lýsingaflæði eru mikilvægir þættir þegar allir eru að vinna að sömu markmiðum. Að starfsfólk viti hvers er ætlast til af því er mikilvægt bæði fyrir starfsánægju starfsfólks og fyrir- tækið. Bónus er oft fyrsti vinnu- staður ungs fólks þannig að það er mikilvægt að við getum tekið vel á móti því svo að starfsfólk nái að vaxa og dafna í starfi og taki gott verklag með sér áfram í starfi. Ég fer í reglulegar heimsóknir út í verslanir Bónuss til að hlusta á starfsfólkið. Þannig heyri ég hvernig allt gengur og þá í fram- haldinu fínpússa ég hluti til sem má enn bæta. Í þessu erum við ekki bara að sjá hvernig fólk finnur sig í starfi heldur viljum við að okkar fólk sé meðvitað um réttindi sín og þau gildi sem Bónus stendur fyrir.“ Gunnur lærði tækniteiknun á sínum tíma og útskrifaðist rétt fyrir hrun og segir að í kjölfar þess hafi fáir verið að ráða tækniteiknara. Hún hóf síðan störf hjá Actavis sem skráningarfulltrúi. „Mig langaði að þróast í starfi og spurði yfirmann minn hvað ég þyrfti að gera til þess að verða verkefnastjóri. Hún sagði mér að innan Actavis þyrfti maður að vera með háskólagráðu.“ Gunnur ákvað að fara í háskólanám og læra líftækni við Háskólann á Akureyri. Að námi loknu fékk hún vinnu hjá líftækni- fyrirtækinu Saganatura og vann þar sem gæðastjóri. Árið 2019 fékk hún starf sem gæðastjóri hjá Kjöt- kompaní og þaðan lá síðan leiðin til Bónuss. Ánægja með sjálfsafgreiðslu Gunnur segir að það séu spennandi og krefjandi tímar fram undan í Bónus. „Við erum alltaf að leita leiða til að bæta þjónustuna án þess að það hafi áhrif á verð hjá okkur. Stafræn þróun hefur verið viðfangsefni hjá okkur, líkt og hjá öðrum verslunum. Þá erum við búin að setja upp sjálfsafgreiðslu í nær allar verslanir sem hefur gefist mjög vel og eru viðskiptavinir ánægðir með þessa breytingu. Bónus er að skoða nýjar tækni- lausnir á þessu ári og það verður gaman sjá hvernig það mun falla í kramið hjá okkar viðskiptavinum. Það er forgangsatriði hjá okkur að hafa hagsmuni kúnnans að leiðar- ljósi.“ n 28 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kVenna í atVinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.