Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 78
Við leggjum ríka áherslu á jafnréttis- málin hjá TR. Hluti af því er að stjórnendateymið gangi á undan með góðu fordæmi og við erum mjög meðvituð um þetta í öllum okkar ráðning- um að fjölbreytni í öllu er góð. Huld Magnúsdóttir Tryggingastofnun er ein stærsta þjónustustofnun landsins, en þar starfa um 100 einstaklingar við úrvinnslu fjölbreyttra mála varðandi réttindi í almanna- tryggingakerfinu og veita stórum hópi landsmanna þjónustu. Tryggingastofnun (TR) leggur ríka áherslu á jafnréttismál og jafn- réttisstefna stofnunarinnar stuðlar að jafnri stöðu, jafnri virðingu og jafnrétti kynjanna. „Við leggjum mikinn metnað í jafnréttismálin og höfum gert til margra ára. Við fylgjum vitaskuld öllum þeim leikreglum sem settar hafa verið varðandi jafnréttismál og erum með jafnréttisstefnu, jafnlaunavottun og aðgerðir ef það kemur upp einelti, kynferðisleg áreitni eða önnur ótilhlýðileg háttsemi,“ segir Hólmfríður Erla Finnsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- mála hjá TR. „Við leggjum einnig mikla áherslu á fjölbreytileika í víðu samhengi og að við séum ekki að mismuna á grundvelli litarháttar, fötlunar, stjórnmálaskoðunar eða trúabragða. Það er ekki nóg að setja sér stefnur því stundum vill það nú verða hjá fyrirtækjum og stofnunum að mikil vinna er lögð í alls kyns undirbúning en svo er hlutunum ekki fylgt eftir. Það er gott að starfsfólk viti hvernig við bregðumst við ef upp koma einhver mál er varða mismun eða áreiti og að við fylgjum stefnum okkar vel eftir,“ segir Hólmfríður. Afþreying er mikilvæg Hólmfríður bendir á að jafnréttis- mál geti líka snúið að leik. „Karl- menn hafa gjarnan haldið í leikinn í sjálfum sér, þeir fara í veiðiferðir, golfferðir, í gufubað með félög- unum og fleira. Þar eru ákvarðanir oft teknar. Konurnar missa oft tilhneiginguna til leiksins og ég hef velt því fyrir mér hvort það geti verið orsökin fyrir því að konur séu að fara í meiri kulnun í lífinu. Eitt sem við höfum gert hjá Tryggingastofnun nýlega er að setja upp afþreyingaraðstöðu fyrir starfsfólk. Það er mikið álag hérna, þannig að þegar þú þarft aðeins að slaka á þá er gott að hafa aðstöðu fyrir afþreyingu. Með því erum við jafnframt að hvetja konur til að vera virkari í afþreyingu. Þó við séum gömul stofnun erum við nútímaleg í leik og starfi.“ Í jafnlaunastefnu Trygginga- stofnunar segir að allt starfsfólk stofnunarinnar njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafn- verðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. „Okkur ber að fara eftir ákveðn- um jafnlaunastaðli og við fengum jafnlaunavottun árið 2020. Þetta er árleg úttekt sem við uppfærum næst í febrúar og er ákveðið gæða- stjórnunarkerfi. Við erum með jafnlaunakerfi og jafnlaunahand- bók sem fólk getur alltaf rýnt í. Það er samt ekki alveg nóg að hafa þennan ramma því það er einnig gott að vita hvert þú þarft að leita ef eitthvað kemur upp á og hvernig á að bregðast við. En þetta snýst líka um viðhorf okkar og gildis- matið í þessum málum. Það þarf ákveðið hugrekki til að framfylgja viðbragðsáætluninni þegar upp koma erfið mál og það gerum við hjá TR,“ segir Hólmfríður. Tökum alltaf upp jafnréttisgleraugun Það er stefna Tryggingastofnunar að einelti, kynferðisleg áreitni, kyn- bundin áreitni og annað ofbeldi verði ekki liðið á vinnustaðnum og telst brot á starfsskyldum. „Þessi stefna er alltaf virk hjá okkur og við förum yfir hana með starfsfólkinu okkar á hverju ári. Við vinnum markvisst gegn hvers konar áreitni og spyrjum um þessi mál tvisvar á ári í viðhorfskönnun innanhúss. Undanfarin ár hafa mál af þessum toga ekki komið upp hjá okkur. Það er alveg skýrt að ef slík mál koma upp er tekið strangt á þeim. Þegar kemur að jafnréttis- málum snýst málið oft um að taka ákvörðun, setja skýra stefnu og fylgja henni eftir. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með forstjórum hér sem hafa lagt mjög mikla áherslu á jafnréttismál og það hefur áhrif á alla starfsemi stofnunarinnar. Við tökum alltaf upp jafnréttisgleraugun þegar verið er að setja saman vinnuhópa eða skipa í nefndir. Ég vona að jafn- réttishugsjónin komist inn í DNA hjá fólki í samfélaginu þannig að það þurfi ekki áratug eftir áratug að vera í einhverri baráttu,“ segir Hólmfríður. „Við þurfum jafnframt meira jafnrétti inni á heimilunum og þar kom þessi vitundarvakning um þriðju vaktina svo rosalega flott inn. Við hjá TR reynum að koma til móts við þarfir starfs- fólksins okkar eins og að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma. Það er stórt skref til að auðveldara sé að samræma vinnu, frítíma og heimilislíf.“ Jafnt kynjahlutfall í stjórnenda- teymi TR Huld Magnúsdóttir er forstjóri Tryggingastofnunar en hún tók við starfinu í júní á síðasta ári. Hún var settur forstjóri stofnunarinnar 2015-16 en starfaði í fimm ár sem framkvæmdastjóri Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins og þá starfaði hún í 15 ár hjá Össuri hf. Tryggingastofnun fékk seint á síðasta ára viðurkenningu Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnurekstri, fyrir hlutfall kynja í stjórnendateymi stofnunarinnar, en hjá TR er hlutfall kvenna í fram- kvæmdastjórn 50%. „Við kynntum nýtt skipurit í lok nóvember og út frá jafnréttissjónarmiði er sérstakt við það að það er jöfn skipting kynja í stjórnendateyminu. Þetta eru átta einstaklingar, fjórar konur og fjórir karlar. Við leggjum ríka áherslu á jafnréttismálin hjá TR. Hluti af því er að stjórnendateymið gangi á undan með góðu fordæmi og við erum mjög meðvituð um það í öllum okkar ráðningum að fjölbreytni í öllu er góð,“ segir Huld. Kvennastörf verði metin jafnt á við karllæg störf Nýlega var Tryggingastofnun valin í spennandi þróunarverk- efni á vegum forsætisráðuneytis- ins um virðismat starfa. Verkefnið á að þróa og móta virðismatskerfi starfa meðal valinna stofnana rík- isins, þ.m.t. stuðning, fræðslu og þjálfun við þær stofnanir meðan á þróunarverkefni stendur. Huld telur þetta verkefni mikilvægt skref á þeirri vegferð að leggja hlutlægt mat á ólík störf þannig að hægt sé að meta virði þeirra. „Þróun á virðismatskerfi þarf að ná yfir fjölbreytt störf sem stað- sett eru á ólíkum vinnustöðum. Er það von okkar að þessi vinna leiði til þess að kvennastörf verði metin jafnt á við karllæg störf.“ segir hún. „Það eru spennandi tímar fram undan hjá stofnuninni“ segir Huld „Við erum til dæmis að vinna í mjög stóru verkefni um fram- tíðina í stafrænni þróun. Kerfin okkar eru mjög stór en við erum að borga á milli 70-80 þúsund manns á mánuði og það er mikið verkefni sem krefst öflugrar tækni. Við erum að f lytja vefinn okkar, tr.is og Mínar síður á TR yfir til Stafræns Íslands, island.is, og við erum mjög spennt fyrir því. Samhliða þessu öllu erum við að vinna í alls kyns úrbótaverkum svo sem að straumlínulaga ferla og leggjum mikla áherslu á fræðslu og kynningarmál sem og upplýs- ingaskyldu stofnunarinnar gagn- vart viðskiptavinum,“ segir Huld, sem segir Tryggingastofnun vera líf legan og frábæran vinnustað. „Hér er mjög skemmtilegt og duglegt fólk sem gefur allt í vinnuna við oft krefjandi og erfiðar aðstæður og langan vinnu- dag. Starfsandinn er mjög góður. Starfsmannafélagið er öflugt og liðsheildin er virkilega góð þar sem allir róa í sömu átt.“ n Mikill metnaður í jafnréttismálum hjá TR  Frá vinstri: Anna Elísabet Sæmundsdóttir, sviðsstjóri þjónustu, Hólmfríður Erla Finnsdóttir mannauðsstjóri, Sigrún Jónsdóttir, sviðsstjóri samskipta, og Huld Magnúsdóttir forstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ekki greinarmunur á kynjum Huld tók á móti viður- kenningu alþjóðlegu almannatrygginga- samtakanna (ISSA) fyrir Íslands hönd fyrir framúrskarandi árangur í jafnréttismál- um er varða almanna- tryggingar, en Ísland fékk verðlaunin afhent á þingi samtakanna í Marokkó í október sl. „Þetta eru alþjóðleg samtök nánast allra tryggingastofnana í heiminum með tengingu við Alþjóða vinnumálastofnunina. Það var mikill heiður að taka við þessum verðlaunum. ISSA hefur kynnt jafnrétti sem eitt- aðalstefnumál næstu ára og Ísland þykir gott fordæmi sem ISSA vildi kynna sérstaklega. Á Íslandi er ekki munur á upphæðum í almannatryggingakerfinu eftir kynjum. Það eru sömu upphæðirnar óháð kyni og þegar ég flutti þakkarræðu á þingi samtakanna þá sá ég að mörgum þótti það sér- stakt því í mörgum öðrum löndum er ekki þannig jafnræði á milli kynja,“ segir Huld. n Huld Magnúsdóttir og Anna Elísabet Sæ- mundsdóttir með viðurkenningu Íslands á þingi almannatryggingasamtakanna. 62 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í aTvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.