Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 55
Landsnet er langt á undan sinni samtíð. Það er til fyrir- myndar hjá fyrir- tækinu að vera með leiðtoga breytinga í sínu liði. Maríanna Magnúsdóttir er leiðtogi breytinga hjá Lands- neti. Hún segir tímabært að konur fái að vera þær sjálfar með öllu því sem þeim fylgir. „Mín ástríða felst í því að hjálpa fólki að vera hamingjusamt í lífi og starfi. Ég hef sterka tengingu við æðri tilgang og það mótaði mig að bróðir minn fyrirfór sér þegar ég var unglingur. Það er ástæða þess að hamingja og lífsgæði eru svo stór hluti af mér.“ Þetta segir Maríanna Magnús- dóttir, leiðtogi breytinga hjá Landsneti. Leiðtogahæfileikar hennar komu snemma fram og hún hefur verið umbótasinni síðan á barnsaldri. „Ég er alltaf í umbótahugsun, ég vil gera gott enn betra, laga og skilja við hlutina betur en ég kem að þeim,“ segir Maríanna. Þrífst í fjölbreytileika Maríanna er fædd árið 1985 og hefur lengst af búið austan megin við Elliðaárnar. „Ég er uppalin í Árbænum fyrir utan sex ár í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum þar sem pabbi var forstjóri Iceland Seafood. Þegar við fluttum heim lauk ég skyldunám- inu í Árbæjarskóla og stúdents- prófi frá náttúrufræðibraut FB. Eftir það tók ég mér ársleyfi til að temja hesta og reka bú í sveitinni, rétt eins og maður gerir þegar maður er tvítugur,“ segir Maríanna og skellir upp úr. „Ég æfði handbolta og fótbolta með Fylki þar til hestamennskan náði yfirhöndinni. Hún er í blóð- inu en eftir að ég eignaðist krakk- ana er ég aðallega í henni andlega. Ég hef alltaf verið sjálfstæð, fylgin minni ástríðu og dugleg að redda mér. Ég er mikill dýravinur og fáir vita að ég ætlaði mér að verða dýralæknir en þegar til kastanna kom hugnaðist mér ekki tilhugs- unin um að afmarka mig við eina starfsgrein. Ég er í tvíburamerkinu og þrífst í fjölbreytileika og ákvað í staðinn að læra rekstrarverkfræði við HR til að halda sem flestum dyrum opnum.“ Leiðtogi breytinga Maríanna segir Landsnet vera langt á undan sinni samtíð. Hún tók við sem leiðtogi breytinga í byrjun árs 2022. Í starfinu felst að ná árangri í starfseminni og byggja um leið upp hamingjusöm teymi í vinnuumhverfi sem fær fólk til að blómstra. „Það er til fyrirmyndar hjá Landsneti að vera með leiðtoga breytinga í sínu liði. Síðan ég útskrifaðist úr háskóla fyrir um áratug hef ég unnið víða sem breytingarafl og ávallt heyrt undir framkvæmdastjóra. Hjá Landsneti heyri ég hins vegar beint undir forstjóra og hef umboð til athafna,“ segir Maríanna. Það er jákvæð vitundarvakning í gangi og skilningur í fyrirtækjum er að aukast fyrir hlutum sem þessum. „En það flækist fyrir mörgum með hvaða hætti unnið er með fólk. Til að þróa fólk þarf að skapa umhverfi og traust til að skapa tilfinningalegt öryggi. Það þarf að sýna fólki einlægan áhuga, með viðveru og virkri hlustun. Einnig að ýta undir virðissköpun hvers og eins, að finna út hvað nærir við- komandi,“ útskýrir Maríanna, en hjá Landsneti starfa rúmlega 150 manns. Allt starfsfólk er dýrmætt Leiðtogar breytinga geta ýtt undir hamingju starfsfólks á vinnustað. „Það skiptir öllu máli að fólki líði vel. Það er algjör grunnforsenda að við horfum á styrkleika hvers og eins, nýtum hugvitið og drifkraft- inn; hvað það er sem nærir okkur og lætur okkur tikka. Hver einasti starfsmaður er dýrmætur og þess vegna skiptir persónuleg þróun Vil að fólk sé hamingjusamt í lífi og starfi Maríanna Magnúsdóttir er leiðtogi breytinga hjá Landsneti. Í starfinu felst að ná árangri í starfseminni og byggja upp hamingju- söm teymi í vinnuumhverfi sem fær fólk til að blómstra. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI svo miklu, því teymi er safn af ein- staklingum,“ greinir Maríanna frá. Hún segir breytingar koma öllum í fyrirtækinu við. „Þetta er margslungið verkefni, en til að byrja með þarf að mæta fyrirtækjamenningunni sem er til staðar, hverju einasta teymi og einstaklingi. Fyrst og fremst snýst þetta um að vera meðvituð um leiðtogahæfni okkar, stjórnun og verkefnastýringu. Erfiðast er svo að breyta út af vana, en það sem hefur áunnist hjá Landsneti er að nú er komin ný stefna og hefur stuðningur við innleiðingu hennar verið mitt helsta hlutverk.“ Menning innleiðir stefnu Tölfræði breytingaverkefna hefur hingað til ekki verið árennileg, þar sem allt að 80 prósent þeirra hefur misheppnast. „Maður heyrir gjarnan frasa eins og „menning étur stefnu í morgunmat“ og mér líður stundum eins og fólk andi léttar við að slíkir frasar séu til. Þá skilur það hvers vegna þeim hefur ekki tekist betur upp. Ég vil bjóða fólki að vera meðvitað um að velja breytingar og breyta þessu hlut- falli,“ segir Maríanna og heldur áfram: „Af hverju samþykkjum við að þetta sé bara svona? Til þess að virkja hugvit starfsfólks þurfum við að setja okkur markmið um að sækja þann eldmóð og kraft sem býr í hverjum og einum. Þann- ig virkjum við áhuga, nýsköpun, framfarahugsun og helgun starfs- fólks. Það er fyrir mér A) frábært fyrir fyrirtækið að fá fólk með huga, hendur og hjarta til starfs, og B) það eykur lífsgæði fólks að líða vel og þykja gaman í vinnunni.“ Hún segir húmaníska nálgun og umhyggju fyrir mannauði mikinn styrk hjá Landsneti. „Ef við hlúum ekki að þessum þáttum mætir fólk bara með höfuðið eða hendur til vinnu. Það felst mikil sóun í því að nýta ekki kraftinn og hugvitið sem býr í mannauðinum.“ Meðvituð stjórnun Maríanna er stolt af Landsneti og hefur trú á að fleiri vinnustaðir taki sambærileg skref. „Það fyllir mig stolti að Landsnet sé tilbúið að fara í menningarveg- ferð, sem og skilningur stjórnenda á þörfinni fyrir hana. Hér eru allir með það á hreinu, jarðvegurinn er frjór og meðbyrinn mikill. Landsnet hefur verið með umbóta- hugsun, verið að bæta verkferla, strúktúr, tækni og allt þetta týpíska í stefnu fyrirtækisins, en það var eitthvað sem vantaði. Þá var kveikt á perunni um að hugar- fars- og viðhorfsbreyting þyrfti að eiga sér stað til að komast þangað sem við viljum fara,“ upplýsir Maríanna. Hún segir það forréttindi að til- heyra mannauði Landsnets. „Fyrirtækið fjárfestir nú í þjálfun stjórnenda og býður öllu sínu starfsfólki í markþjálfun og fræðslu. Það leynir sér ekki að það hefur orðið breyting á fólki og það er enn skemmtilegra í vinnunni. Við viljum að starfsfólkið upplifi sig mikils virði, að það sé metið að verðleikum, og að það fái verkefni við hæfi en til þess þarf meðvitaða stjórnun.“ Eitt af þremur lykilmarkmiðum Landsnets er einmitt að auka helgun starfsfólks. „Mér finnst fallegt að helgun starfsfólks sé í brennidepli. Við viljum að fólkinu okkar líði vel og mæti til leiks í öllu sínu veldi, um leið og við sköpum eftirsóknar- verðan vinnustað. Við viljum að horft sé til Landsnets og hugsað: „Mig langar að vinna hjá Lands- neti.“ Við erum í samkeppni við alla vinnustaði á Íslandi og í heim- inum um hæfileikaríkt fólk. Við erum að skapa okkur ímynd, sér- stöðu og vinnustað þar sem hlúð er að öllum og fengist er við krefjandi og skemmtileg verkefni.“ Grjóthörðu málin Maríanna segir eftirsóknarvert að vera leiðtogi breytinga. „Hvert einasta fyrirtæki ætti að hafa leiðtoga breytinga í sínu liði. Stundum eru samskipti og til- finningar sögð vera mjúku málin í fyrirtækjarekstri en að mínu mati eru þau grjóthörðu málin. Hvers vegna eru erfið starfsmannamál ein helsta hindrun leiðtoga? Hvers vegna er búið að sýna fram á að menning vinnustaða, eða mann- legi þátturinn, er helsta ástæða þess að breytingaverkefni heppn- ast ekki? Það er nefnilega grjóthörð viðskipta- og rekstrarákvörðun að setja mannrækt og tilfinningar markvisst í starfsemi fyrirtækja. Það sýnir sig að fyrirtæki sem hlúa að mannauði sínum með þessum hætti skila betri rekstrar- niðurstöðu, meiri framleiðni, færri veikindadögum, minni slysatíðni og meiri helgun í starfi.“ Þegar kemur að konum í stjórnun kallar Maríanna eftir viðhorfsbreytingu. „Það er mikilvægt að breyta því viðhorfi að konur sem taki pláss séu athyglisjúkar. Við erum full- færar um að reka fyrirtæki og taka ákvarðanir þótt við gerum það með öðrum hætti en karlmenn. Við þurfum ekki að verða eins og karlar heldur eigum við að mæta til leiks, fyllilega við sjálfar og láta ljós okkar skína, því þannig nýtum við hæfileikana best. Það er kominn tími til að mega vera við sjálfar með öllu því sem okkur fylgir.“ Er minn eigin leiðtogi Þegar vinnu sleppir ver Maríanna mestum tíma með fjölskyldunni og börnunum fimm sem eru á aldrinum fjögurra til ellefu ára. „Ég hef yndi af því að vera úti í náttúrunni, í útivist, fjallgöngum og á skíðum. Ég legg jafnframt mikla áherslu á andlega rækt og vinn með lífsorkuna með hug- leiðslu og heilun. Ég gef því pláss á hverjum degi til að halda mér í jafnvægi,“ segir Maríanna. „Ef einhver ætti að lýsa mér væri það örugglega opin, hress og mannblendin, og það er ég svo sannarlega, en það vita ekki margir að ég þarf minn tíma til að hlaða mig andlega til að gera mitt besta á hverjum degi. Ef streita leynist í kerfinu er ég ekki að mæta heil til leiks. Ég er minn eigin leiðtogi og skapa mér umhverfi sjálf til að geta þróast sem manneskja.“ n Landsnet er að Gylfaflöt 9 í Reykjavík. Sími 563 9300. Sjá meira um Landsnet á landsnet.is kynningarblað 39FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kVenna í atVinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.