Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 14
Ef það yrði gerð bíó- mynd um líf mitt held ég að George Clooney ætti að leika mig. Hann er frábær leikari og eiginkona mín telur að hann væri tilvalinn í hlutverkið. Það skiptir ekki máli hvernig við spilum. Ef þú ert á Ferrari og ég á litlum bíl þarf ég að brjóta stýrið þitt eða setja sykur í bensín- tankinn þinn til að sigra. Ef félagið ákveður að reka mig vegna slæmra úrslita er það bara hluti af leiknum. Ef það gerist verð ég milljóna- mæringur og fæ annað starf nokkrum mán- uðum síðar. 4 Mourinho hefur fjórum sinnum verið valinn besti þjálfari heims og það fyrir störf sín hjá fjórum mis- munandi félagsliðum. 6 Mourinho er altalandi á sex mismunandi tungumálum. Portú- gölsku, ensku, kata- lónsku, ítölsku og frönsku. 60% Portúgalinn státar af 60% sigurhlutfalli í ensku úrvalsdeild- inni en af þeim 363 leikjum sem hann hefur stýrt í deildinni vann hann 217. 100% Knattspyrnustjórinn knái er sannkallaður Evrópumeistari enda aldrei tapað úrslita- leik í Evrópukeppnum félagsliða, 100% sigur- hlutfall. Sá einstaki sextugur Portúgalski knattspyrnu- stjórinn José Mourinho er 60 ára í dag. Fáir knattspyrnu- stjórar hafa komið inn af jafn miklum krafti og Mourinho gerði í knattspyrnuheiminn á sínum tíma. sport@frettabladid.is Fótbolti Temmilegur skammtur af hroka og húmor varð til þess að ferskir vindar blésu um helstu deildir heims með tilkomu Mour- inho, hann setti markið hátt og náði árangri. Titlaði sjálfan sig „Hinn einstaka“, gælunafn sem fór honum vel. Sparkspekingurinn Jóhann Már Helgason er stuðn- ingsmaður Chelsea. Hann segir Mourinho hafa breytt miklu með komu sinni til félagsins 2004. „Móri, eins og ég vandi mig strax á að kalla hann, kom með ákveð- inn metnað og hroka sem Chelsea hafði vantað. Hann sparkaði upp hurðinni á Brúnni og sagði á fyrsta blaðamannafundinum að nú hefði Chelsea einstakan stjóra. Hann þorði að gera kröfur og þorði að segja það upphátt að Chelsea ætti að vinna deildina. Hann kom með sigur hugarfar í félag sem hafði ekki unnið deildina í 50 ár.“ Chelsea vann ensku úrvalsdeild- ina á fyrstu leiktíð Mourinho. „Maður áttaði sig mjög f ljót- lega á því að það væri eitthvað sérstakt að fara að gerast. Liðið byrjaði frábærlega, hann fann strax mjög sterkan kjarna af leik- mönnum sem voru bókstaklega til í að henda sér fyrir liðsrútuna fyrir liðið og Móra. Þetta voru John Terry, Frank Lampard, Petr Cech, Didier Drogba og auðvitað Eiður Smári Guðjohnsen. Mourinho breytti leikmönnum eins og Lampard og Terry úr því að vera góðir úrvals- deildarleikmenn yfir í heimsklassa fótboltamenn. Árangurinn á fyrsta tímabilinu var auðvitað lygilegur, segir Jóhann, en þá vann Chelsea deildina örugglega, setti stigamet og fékk aðeins á sig fimmtán mörk.“ Þegar Jóhann var beðinn um að nefna sína uppáhaldssögu af hinum skrautlega Mourinho kom margt upp í hugann. „Fyndnasta sagan er auðvitað þegar hann faldi sig í þvottagrind- inni til að geta hitt liðið í hálf leik þegar hann var í banni gegn FC Bayern í 8- liða úrslitum Meistara- deildarinnar,“ segir hann. „Af því sem maður sá beint var þegar hann og hans erkióvinur, Arsene Wenger, lentu hreinlega í áflogum á hliðar- línunni í leik Chelsea og Arsenal árið 2014. Móri er miklu minni en Wenger en lét það ekki stoppa sig og ýtti honum úr boðvanginum.“ n Tuttugu og sex titlar til þessa: Porto 2002–2004: 1x Meistaradeild Evrópu 2x Portúgalska úrvalsdeildin 1x Evrópubikarinn 1x Portúgalski bikarinn 1x Portúgalski ofurbikarinn Chelsea 2004–2007, 2013–2015: 3x Enska úrvalsdeildin 1x Enski bikarinn 3x Enski deildarbikarinn 1x Samfélagsskjöldurinn Inter Milan 2008–2010: 1x Meistaradeild Evrópu 2x Serie A 1x Ítalski bikarinn 1x Ítalski ofurbikarinn Real Madrid 2010–2013: 1x La liga 1x Spænski bikarinn 1x Spænski ofurbikarinn Manchester United 2016–2018: 1x Evrópudeildin 1x Enski deildarbikarinn 1x Samfélagsskjöldurinn 14 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 26. jAnúAR 2023 FiMMtUDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.