Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 11
Mikilvægt að íslensk fyrirtæki átti sig á reglum um virðisauka- skatt erlendis. Stöðum sem ganga út á lægra þjónustustig hefur fjölgað mjög mikið. Mathallir eru gott dæmi um það. Bragi Skaftason, veitingamaður Veitingamaður með yfir 20 ára reynslu af rekstri segir hljóðið þungt í stéttinni um þessar mundir. Mörg fyrir- tæki eigi í rekstrarerfiðleikum og einhver þeirra muni leggja upp laupana. Hann segir erfiðu rekstrarumhverfi og breyttu neyslumynstri helst um að kenna. Auðvitað væri ofsagt að segja að fram undan sé einhver dómsdagur en það er sannarlega áskorun að vera veitingamaður á Íslandi í dag. Það eru sviptingar fram undan og veitingastöðum mun fækka. Það er alveg ljóst og ég óttast það,“ segir Bragi Skaftason veitingamaður. Bragi hefur yfir 20 ára reynslu af rekstri veitingastaða í Reykjavík og segist ekki muna eftir að hljóðið hafi verið jafn þungt í veitinga- mönnum og nú. „Við fórum í gegnum faraldur þar sem allt botnfraus en þá voru þó einhverjar varnir til staðar. Núna stöndum við frammi fyrir verð- og launahækkunum, sem engin inni- stæða er fyrir í greininni að mínu viti.“ Bragi segir að einfaldast væri auð- vitað að hækka verð til neytenda en að hans mati gangi það ekki upp við núverandi aðstæður. „Það þýðir bara að við missum viðskiptavini,“ segir Bragi. Nú er þetta atvinnugrein sem nýtur góðs af mikilli fjölgun erlendra ferðamanna. Af hverju er rekstr- arumhverfið samt svona erfitt? „Fyrir því eru margar ástæður,“ segir Bragi. „Launin leika stórt hlutverk. Þau eru í raun teljandi á fingrum ann- arrar handar, löndin sem greiða hærri laun en hér þekkjast. Fyrir sambærileg störf. Auðvitað á starfs- fólk veitingastaða skilið að fá góð laun en staðreyndin er samt sú að veitingahús á Íslandi greiða að jafn- aði yfir 50 prósent af sinni innkomu í laun. Sem er langt yfir því sem heil- brigður rekstur í þessu umhverfi þolir,“ segir Bragi. Við þetta bætist, að mati Braga, að veitingastaðir greiði jafnan mun hærri húsaleigu en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum á sama svæði. Allt skipti þetta máli. „Fyrir utan auðvitað svimandi háar álögur til hins opinbera. Sem birtust núna síðast í þessari fásinnu Hrina gjaldþrota fram undan í veitingageiranum Hljóðið er þungt í veitinga- mönnum um þessar mundir. Rekstrarerfið- leikar eru farnir að gera vart við sig víða. fréttablaðið/rut sigurðardóttir Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is að hækka áfengisgjaldið um heil sjö komma fimm prósent,“ segir Bragi Að hans mati er samt mikilvægt að horfa líka til annarra þátta en verðhækkana og rekstrarkostn- aðar. Miklar breytingar hafi orðið í neyslumynstri að undanförnu og mögulega séu veitingastaðir í Reykjavík of margir. „Það getur bara vel verið og við þurfum að horfa til þess með tilliti til þessara rekstrarerfiðleika.“ En mun veitingastöðum þá ekki bara fækka? Týna tölunni eða fara í gjaldþrot? „Það er þegar hafið og við höfum horft upp á marga úr okkar röðum annað hvort loka eða draga úr rekstri. Staðan er erfið mjög víða. Meira að segja hjá fyrirtækjum og veitingastöðum sem maður hefði ekki búist við að þyrftu að hafa áhyggjur,“ segir Bragi. „Við erum sennilega í ein- hverju millibilsástandi hvað samsetningu veitingastaða varðar. Þeim stöðum sem ganga út á lægra þjónustustig hefur fjölgað mjög mikið. Allar þessar mathallir eru gott dæmi um það. Að einhverju leyti er þetta viðbragð við háum rekstrarkostnaði en svo er þetta líka bara breyting til að mæta breyttum þörfum og kröfum neytenda.“ Bragi segist eiga von á því að hefð- bundnum fínum veitingastöðum með fullri þjónustu og háum stand- ard muni fækka verulega af þessum sökum. „Svo verðum við með ákveðinn fjölda staða þar sem þjónustustigið er lægra. Færa okkur yfir í meiri sjálfvirkni til að hafa eitthvað upp úr þessu. Þannig myndast örugglega eitthvað jafn- vægi þegar fram í sækir. Eins og gjarnan gerist. Í öllu,“ segir Bragi. n helgisteinar@frettabladid.is Gwendoline Cazenave, f ram- kvæmdastjóri Eurostar, segir að lestir fyrirtækisins ferji nú 30 pró- sentum færri farþega á milli Bret- lands og Parísar en 2019. Hún segir að aukið landamæraeftirlit sökum Brexit hafi skapað f löskuháls við lestarstöðvarnar. Eurostar býður upp á 14 daglegar lestarferðir á milli London og Par- ísar, en fyrir Brexit og Covid voru þær ferðir 18 talsins. Framkvæmda- stjórinn segir fyrirtækið ekki hafa getuna til að bæta við fleiri ferðum. „Helsta vandamálið eru nýju reglurnar sem við þurfum að fylgja þegar farþegar ferðast á milli Bret- lands og Evrópusambandsins. Þar að auki hafði Covid mikil áhrif á starfsmannafjölda okkar,“ segir Gwendoline. Framkvæmdastjórinn segir það markmið Eurostar að vera bak- hjarl í ferðalögum milli evrópskra stórborga eins og London, Parísar, Amsterdam og Brussel. Gwendoline vonast til að geta leyst vandamálin við stöðvarnar en bjóða jafnframt upp á sömu þjónustu og áður, ef ekki betri. n Farþegum fækkar um þrjátíu prósent Brexit og heimsfaraldurinn hafa bæði haft mikil áhrif á starfsemi Eurostar. fréttablaðið/EPa helgisteinar@frettabladid.is Kynningarfundur um atriði sem snúa að meðhöndlun á virðisauka- skatti við sölu á vörum eða þjónustu til ESB-landa og Bretlands verður haldinn 8. febrúar í húsi Grósku. Fundurinn verður haldinn af Delo- itte Legal og Íslandsstofu. Íslandsstofa leggur áherslu á að mikilvægt sé fyrir íslensk fyrirtæki að átta sig á hvaða reglur gilda um meðhöndlun á virðisaukaskatti áður en viðskipti á milli landa eiga sér stað. Mismunandi reglur gilda eftir því hvort selt er til fyrirtækis eða einstaklings, hvar varan er framleidd og afhent, hvort varan eða þjónustan er seld í vefsölu eða jafnvel afhent á rafrænu formi. Í tilkynningu minnir Íslands- stofa einnig á nýjar reglur um vef- sölu sem kynntar voru árið 2021. Söluupphæð getur jafnframt skipt máli varðandi hvaða reglur gilda og í sumum tilvikum myndast endur- greiðsluréttur. Deloitte Legal hefur í samstarfi við Íslandsstofu tekið saman ýmis dæmi sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir við sölu vöru og þjón- Vilja vitund um skatta erlendis Nýjar reglur um vefsölu innan ESB voru meðal annars kynntar árið 2021. fréttablaðið/stEfÁN ustu til Evrópusambandslanda og Bretlands. Á kynningarfundinum munu sérfræðingar Deloitte einn- ig fara yfir helstu dæmi og svara spurningum fyrirtækja um einstök tilvik. Fulltrúar Íslandsstofu munu jafnframt kynna starfsemi útflutn- ingsþjónustu og mögulega aðstoð til fyrirtækja. n Fréttablaðið markaðurinn 1126. janúar 2023 FimmTuDaGur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.