Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 35
Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri Syndis, var nýlega útnefnd rísandi stjarna ársins á Nordic Women in Tech Awards. Hún segir netöryggisbrans- ann verulega spennandi. „Mér þykir ótrúlega vænt um að hafa hlotið þessa viðurkenningu. Ég bjóst alls ekki við því, enda komu margar flottar og frambæri- legar konur til greina. Stór dóm- nefnd af norrænu tæknifólki valdi sigurvegara út frá tilnefningum frá öllum Norðurlöndunum. Það var því mjög mikill heiður að vera tilnefnd til verðlaunanna, hvað þá að vinna.“ Þetta segir Guðrún Valdís Jóns- dóttir sem nýlega hlaut viðurkenn- inguna „Rising Star of the Year“ á Nordic Women in Tech Awards í Gautaborg. Viðurkenninguna hlýtur kona sem hefur sýnt fram- úrskarandi hæfni og frumleika í tæknigeiranum og þykir hafa til að bera það sem þarf til að verða einn af leiðtogum framtíðarinnar. „Viðburður sem þessi er frábær vettvangur til að vekja athygli á og kynnast norrænum tækni- konum. Ég hef reynt að setja mér markmið og stefna nákvæmlega þangað sem mig langar, burtséð frá staðalímyndum eða viðhorfum samfélagsins, og taka virkan þátt í að auka sýnileika kvenna í tækni. Mér þykir ótrúlega vænt um að fá staðfestingu á að það sé að skila sér,“ segir Guðrún Valdís. Ævintýri í Princeton Guðrún Valdís er fædd og uppalin á Akranesi. Þar spilaði hún fót- bolta, eins og góðum Skagamanni sæmir, og átti yndislega æsku með fjölskyldu og vinum. Í dag býr hún í Reykjavík með kærasta og kisu, sem hún segist elska meira en eðli- legt getur talist. „Ég fékk ekki áhuga á net- öryggismálum fyrr en í háskóla. Í grunnskóla elskaði ég stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði, og vissi alltaf að ég færi í raungreinar. Á fyrsta árinu í Princeton-háskóla tók ég svo af einskærri forvitni grunnáfanga í tölvunarfræði og þá small eitthvað í hausnum á mér. Úrið hélt að ég væri að hamast í líkamsrækt Guðrún Valdís Jónsdóttir er netöryggissérfræðingur og öryggisstjóri Syndis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Netöryggisfyrirtækið Syndis býr yfir framúrskar- andi hökkurum af báðum kynjum en kallar eftir enn fleiri konum í sitt lið. „Syndis fagnaði á dögunum tíu ára afmæli sínu. Við erum þekktust fyrir að vera „hakkarar“ sem reyna að brjótast inn í fyrirtæki og höfum frá fyrstu tíð stuðlað að auknu upplýsingaöryggi fyrir íslensk og erlend fyrirtæki. Þetta hefur þó breyst því Syndis býður einnig upp á sólarhringsvöktun árið um kring á kerfum viðskipta- vina, ráðgjöf þegar kemur að ferlum og hlítingum, ásamt því að stunda rannsóknir og þróun á sviði upplýsingaöryggis.“ Þetta segir Hörn Valdimars- dóttir, mannauðsstjóri Syndis. Hún bætir við að þótt Syndis sé þekktasta fyrirtækið í þessum geira á Íslandi hafi upplýsinga- öryggi engin landamæri. Því séu verkefnin alþjóðleg og starfsfólk Syndis komi víða að. „Netöryggismál eru í gífurlegum vexti, bæði á Íslandi og á heims- vísu. Þar af leiðandi fjölgar ört í starfsmannahópum fyrirtækja innan geirans og hefur starfsfólki Syndis fjölgað úr níu í 48 á aðeins tveimur árum. Slíkri aukningu fylgja alltaf einhverjir vaxtar- verkir en í mínum huga er allra mikilvægast að skapa sálfræðilegt öryggi á vinnustaðnum. Ég tel það sérstaklega mikilvægt í þessum bransa vegna þess að netöryggi og tækni breytist nú á ógnarhraða. Því er nauðsynlegt á vinnustað eins og Syndis að starfsfólk sé óhrætt við að tjá skoðanir sínar, spyrja erfiðra spurninga og koma með nýjar hugmyndir. Það gerir okkur svo miklu betri og sam- keppnishæfari á markaði sem breytist nær daglega.“ Hlutfall kvenna fer hækkandi Í dag starfa sex konur hjá Syndis, en það er 500 prósenta aukning á tveimur árum, þegar ein kona starfaði hjá fyrirtækinu. „Sannleikurinn er þó sá, þegar við skoðum heildaraukningu í starfmannahópnum, að hlut- fall kvenna er nánast það sama og þegar Guðrún Valdís var eina konan. Þá var hlutfall kvenna hjá Syndis 11 prósent en í dag er það 12,5 prósent. Ég fagna því auðvitað að hlutfallið hafi hvorki staðið í stað né minnkað en það má klár- lega gera betur og Syndis stefnir að því að auka hlutfall kvenna enn frekar á næstu árum,“ segir Hörn. Hún segir lágt hlutfall kvenna í starfi haldast í hendur við hlutfall útskrifaðra kvenna úr tækni- greinum háskólanna. „Það hlutfall hefur sorglega lítið breyst síðastliðinn áratug. Mér finnst þó núna eins og samfélagið allt, og sérstaklega upplýsinga- tæknisamfélagið á Íslandi, sé að taka við sér. Það hefur verið mun meiri umræða um flottar konur í tæknigeiranum og ég trúi því einlægt að öll slík umræða skipti máli. Þetta snýst um að kynna flottar fyrirmyndir fyrir ungu fólki í dag og leyfa því að sjá að það er hægt að vera annað en lög- fræðingur eða læknir þegar maður er orðinn stór.“ Konurnar í Syndis eru snillingar Konurnar hjá Syndis starfa í mis- munandi deildum. „Þrjár konur tilheyra stjórnunar- legu öryggisteymi, ein er verkefnis- stjóri vöktunarteymisins, önnur sinnir nýju og spennandi teymi sem snýr að þróun, rannsóknum og nýsköpun og sjálf sé ég um mannauðsmálin. Segja má að öll störfin séu þau sömu eða svipi til starfa sem karlar hjá Syndis sinna, en þessi dreifing sýnir okkur að það eru ótrúlega fjölbreytt störf innan netöryggis og ekkert ákveð- ið box sem konur passa betur í en annað. Þetta er persónubundið og konurnar í Syndis eru snillingar í því sem þær gera; svoleiðis hver neglan á eftir annarri,“ segir Hörn. Spurð hvort eitthvað einkenni konur umfram karla í þessum geira, svarar Hörn: „Nei, í rauninni ekki. Konurnar hjá Syndis starfa á breiðu sviði og okkur vantar bara fleiri konur til að fylla hin teymin af aðeins meira estrógeni,“ segir Hörn og hlær. „Hæfni er einstaklega per- sónubundin og í raun enginn einn hæfnisþáttur sem mér finnst eiga eingöngu við um konurnar í fyrirtækinu. Strákarnir okkar eru nefnilega líka frábærir og ótrúlega færir í því sem þeir gera. Því finnst mér hæfni og áhugi birtast alveg óháð kyni innan Syndis.“ n Syndis er í Borgartúni 37. Sími 415 1337. Netfang syndis@syndis.is. Nánar um Syndis á syndis.is Þekktust fyrir að vera hakkarar Hörn Valdimarsdóttir er mannauðsstjóri Syndis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég ákvað því að leggja tölvunar- fræðina fyrir mig og í náminu tók ég netöryggisáfanga þar sem ég heillaðist gjörsamlega af við- fangsefninu. Í framhaldinu vann ég þrjár annir að rannsóknarverk- efnum tengdum öryggismálum, sem juku áhuga minn enn frekar, og þá var orðið borðleggjandi fyrir mig að sækja um vinnu í þeim geira,“ segir Guðrún. Eftir stúdentspróf við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi langaði hana til náms í útlönd- um og sótti um skólavist í tveimur bandarískum háskólum. „Mér þótti alltaf skemmtilegt í skóla og gekk vel í námi þannig að ég vissi að mig langaði í háskóla sem gerði miklar akademískar kröfur. Ég endaði á að komast inn í báða skólana en valdi á endanum Princeton. Það var ekki sérstak- lega erfið ákvörðun enda einn besti háskóli í heimi. Mér fannst líka heillandi að Princeton er tiltölulega lítill skóli á amerískan mælikvarða, háskólasvæðið er ævintýralegt og lítur út eins og klippt út úr Harry Potter-mynd, allar byggingar í gotneskum stíl. Í Princeton eru um 8.000 nemendur í grunnnámi og tæp 3.000 í fram- haldsnámi. Það þýðir að nemendur í grunnnámi fá aðgang að öllum fremstu prófessorum skólans, Turing- og Nóbelsverðlauna- höfum, sem er mun óalgengara í skólum með mikinn fjölda nem- enda í framhaldsnámi,“ greinir Guðrún frá. Hún segist hafa vaxið og þrosk- ast gríðarlega þau fjögur ár sem hún stundaði nám við Princeton, bæði sem manneskja og nemandi. „Það sem ég tók einna helst með mér úr náminu er að ég er fær um svo miklu meira en ég hélt áður, og að öll erfið og krefjandi verkefni stækka þægindarammann aðeins meira og gera næstu erfiðu verk- efni mun viðráðanlegri. Það varð mér líka mjög skýrt hversu mikil- vægt er að umvefja sig skemmti- legu og styðjandi fólki.“ Siðprúðir hakkarar Eftir útskrift frá Princeton fékk Guðrún Valdís vinnu sem hakkari hjá Aon í New York. „Hakkari er nú ekki lögverndað starfsheiti og oft erum við kölluð „öryggissérfræðingar“ eða álíka óspennandi. Við í Syndis höfum líka reynt að markaðssetja hug- takið „siðprúður sniðgengill“ en við frekar dræmar undirtektir. Sið- prúðir hakkarar gera eiginlega það sama og óprúttnir hakkarar, nema löglega og í samráði við fyrirtækin sem verið er að hakka. Við reynum að komast í viðkvæmar upplýsing- ar fyrirtækja eða annarra notenda, og misnota virkni kerfa okkur í hag, til dæmis með því að sleppa að borga fyrir vörur ef við erum að prófa netverslanir. Þegar ég starf- aði sem hakkari var ég langmest í að hakka heimasíður og snjall- forrit en við hökkum líka net- kerfi fyrirtækja og framkvæmum raunlægar öryggisprófanir þegar við brjótumst inn í byggingar og fleira,“ útskýrir Guðrún. Ein fyrsta minning hennar frá því að vinna sem hakkari er frá Bandaríkjunum. „Þá fann ég mjög alvarlegan öryggisgalla við prófun á heima- síðu. Sá veikleiki leyfði hverjum sem var á internetinu að sækja per- sónuupplýsingar og kortaupplýs- ingar viðskiptavina fyrirtækisins. Ég var þá nýbyrjuð og aðstoðaði reyndari aðila við að hakka þessa heimasíðu. Þar sem ég var að fikta og prófa mig áfram fann ég þennan öryggisgalla eiginlega alveg óvart, en tilfinningin er eftirminnileg. Þetta var svo ótrúlega spennandi og skemmtilegt og adrenalínið fór á fullt. Úrið mitt titraði því það hélt að ég væri í líkamsrækt vegna þess hve hjartslátturinn jókst mikið,“ segir Guðrún og hlær. Í dag er hún starfandi öryggis- stjóri Syndis, sem felur í sér ábyrgð á öryggismálum fyrirtækisins. „Grundvallarhæfnin í starfið er að hafa góða yfirsýn yfir verkefnin og eiga gott samband við fólk. Ég er heppin að starfa í netöryggis- fyrirtæki þar sem starfsfólk hefur mikinn áhuga og skilning á mikil- vægi öryggis og það gerir mitt starf óneitanlega töluvert einfaldara. Hjá Syndis vinn ég líka með mörgum reynsluboltum sem eru duglegir að deila þekkingu sinni og reynslu. Karlar eru enn í miklum meirihluta í netöryggisgeiranum og staðalímynd netöryggissér- fræðinga er klárlega enn mjög karllæg. Ég hef upplifað nokkur ansi fyndin augnablik á þessum fimm árum sem ég hef starfað í netöryggi – viðskiptavini sem beina ítrekað öllum tæknilegum spurningum að karlkyns verkefna- stjóra – þótt ég svari þeim öllum, eða óþarflega ítarlegar útskýringar á grundvallaratriðum netöryggis frá forriturunum, sem ég skil lík- lega töluvert betur en þeir sjálfir. En þá setur maður bara hausinn undir sig og lætur verkin tala. Þá komast þeir fljótt yfir þetta,“ segir Guðrún glettin. n Siðprúðir hakkarar gera eiginlega það sama og óprúttnir hakk- arar nema löglega og í samráði við fyrirtækin sem verið er að hakka. kynningarblað 19FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.