Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 37
Að baki hverju fyrirtæki sem gengur vel og er í vexti er blóð, sviti og tár ásamt fórnum. Í dag erum við líka komin með allar lausnir sem veitinga- staður þarf til að hægt sé að starfrækja hann. Inga Tinna Sigurðardóttir stofnaði Dineout árið 2017. Í upphafi var hugmyndin að þróa lausn fyrir borða­ bókanir á veitingastöðum, en þegar heimsfaraldurinn skall á þurfti hún ásamt teyminu sínu að hugsa út fyrir boxið. Inga Tinna stofnaði Dineout ásamt bróður sínum, Magnúsi Birni Sigurðssyni. Hún er verkfræði- menntuð í grunninn og útskrifað- ist úr rekstrarverkfræði árið 2010. Ári fyrir útskrift byrjaði hún að vinna í eignastýringu í banka. Þar segist hún hafa eflt tengslanetið sitt og fengið ómetanlega reynslu sem hún býr að í dag. „Ég starfaði þar í nokkur ár og fikraði mig upp metorðastigann eins og gengur og gerist. Þar kynntist ég frábæru samstarfsfólki sem margir hverjir eru góðir vinir mínir í dag. En með hverju árinu fór innri röddin að óma hærra og hærra og ég fann það betur og betur að vettvangurinn var ekki að uppfylla þá þörf sem ég hafði fyrir að skapa eitthvað sjálf. Eins og sönnum verkfræðingi sæmir átti Excel að leysa þetta verkefni svo að sjálfsögðu var hafist handa við að lista upp kosti og galla þess að segja starfinu lausu,“ útskýrir Inga Tinna. Hún segir að niðurstaðan hafi verið afgerandi. Excel mælti alls ekki með því að segja starfinu lausu, sérstaklega þar sem hún hafði ekki hugmynd um hvað hún ætlaði að gera í staðinn. En að lokum lét Inga Tinna innsæið ráða og sagði upp. Hún fór að vinna sem flugfreyja, sem hún hafði gert sam- hliða náminu, til að gefa sér góðan tíma til að ákveða næstu skref. „Í f lugfreyjustarfinu var maður oft spurður að því hvaða veitinga- staðir væru góðir á Íslandi ásamt því hvað væri sniðugt að gera. Ég fór að gefa þessu gaum og úr varð að ég stofna fyrirtækið Icelandic Coupons árið 2015. Ég byrja að gefa út afsláttarbækling fyrir ferðamenn sem innihélt leiðarvísi að vinsælum veitingastöðum og afþreyingu. Í þessari vinnu hitti ég oft veitingahúsaeigendur og á fundum mínum með þeim var oft mikil truflun því þeir voru stans- laust að svara símanum og taka við bókunum sem þeir skrifuðu niður í stílabækur eða excel forritið góða,“ segir Inga Tinna, en þannig kviknaði hugmyndin að Dineout. „Til að gera langa sögu stutta þá stofna ég Dineout árið 2017 og í dag á ég, ásamt bróður mínum Magnúsi Birni Sigurðssyni, meiri- hluta fyrirtækisins. Hann kláraði rekstrarverkfræði og tölvunar- fræði og er snillingur lífs míns. Í upphafi flökkuðum við á milli kaffihúsa ásamt því að heimilið mitt var skrifstofan okkar þar sem við unnum hörðum höndum frá morgni til kvölds,“ segir hún. „Ekkert af því sem orðið er hefði orðið nema fyrir það ótrúlega flotta og magnaða fólk sem starfar hjá Dineout. Hópurinn saman- stendur í dag af 14 einstaklingum. Hver og einn þessara einstaklinga skipar mikilvægan sess í fram- þróun fyrirtækisins. Andinn í hópnum er frábær og vinnustaður- inn í takt við það.“ Skortir kvenkyns fyrirmyndir Þar sem Inga Tinna er kona og eigandi hugbúnaðarfyrirtækis hefur hún oft verið fengin til að halda fyrirlestra um konur í hug- búnaðargeiranum. Hún hefur kynnt sér vel stöðu kvenna í þeim geira og í frumkvöðlastarfi, en staðreyndin er að þar eru konur í miklum minnihluta. „Það hafa mýmargar rannsóknir verið gerðar á þessari staðreynd. Niðurstöður eru margþættar en rauði þráðurinn virðist vera sá að ímynd nýsköpunar og frum- kvöðlastarfsemi tengist áhættu. Um helmingur fyrirtækja sem stofnuð eru deyr innan fimm ára. Karlar eru í eðli sínu áhættusækn- ari en konur og eiga því auðveldara með að taka ákvörðun um að feta þessa leið. Vissulega er áhætta fólgin í nýsköpun en eins og fræðin segja er jákvæð fylgni á milli áhættu og væntrar ávöxtunar. Ef hugmyndin reynist góð er áhættan svo sannarlega alltaf þess virði,“ segir Inga Tinna með áherslu. „Önnur ástæða fyrir skorti á konum í frumkvöðlaheiminum er að þar skortir kvenkyns fyrir- myndir. Mannskepnan er hjarðdýr þannig að því fleiri reynslusögur sem koma frá konum og því fleiri áberandi kvenfyrirmyndir, því líklegra er að konur nái að spegla sig og horfa á þennan vettvang sem tækifæri.“ Inga Tinna segist oft fá spurning- ar um hvernig það er að vera kona í nýsköpunarheiminum, hvort hann sé ekki meira fyrir karla. Hvort hægt sé að eignast börn í þessu starfi og hvort hún eigi sér eitthvað líf. „Vissulega eru þetta allt spurn- ingar sem eiga rétt á sér og sumar hverjar hitta beint í mark. Að baki hverju fyrirtæki sem gengur vel og er í vexti er blóð, sviti og tár ásamt fórnum. En við höfum öll val um hvernig við nýtum tímann okkar og hvernig við forgangsröðum hlutum. Það er sorglegt að verja tíma sínum og orku í það að passa inn í einhverja ákveða ímynd sem samfélagið hefur búið til. Númer eitt er að upplifa sannlega að maður sé að gera hluti sem veita manni fyllingu og gleði, hvort sem það er nýsköpun eða eitthvað annað. Vera óhræddur við að lifa. Það að vera að sinna því sem í dag- legu máli kallast vinna er eitthvað sem ég horfi á sem áhugamál. Það eru ákveðin forréttindi.“ Skrápurinn þykkari Síðastliðin ár hefur Inga Tinna fundið fyrir breytingu í áherslum á frumkvöðlastarfsemi og þar nefnir hún sérstaklega að stjórnvöld hafi markvisst búið til góða umgjörð fyrir fólk í nýsköpun. „Til dæmis er þvílíkt flott setur og vettvangur fyrir nýsköpun í húsi Grósku, breyttir lagarammar og áherslur styrkveitinga. Það eru ótal fleiri tækifæri og nú höfum við titlaðan nýsköpunarráðherra sem er atorkumikil og ofuröflug kona sem lætur verkin tala,“ segir Inga Tinna. Hún bætir við að til að kom- ast áfram í nýsköpunarheiminum þurfi frjóa hugsun, góða hugmynd, óbilandi trú á að hugmyndin leysi þörf eða vandamál, gott og öflugt teymi, mikið keppnisskap, mikla þolinmæði og sterkan skráp. „Svo er gulls ígildi að hafa góðan ráðgjafa og klappstýru sem hægt er að leita til og fá lánaða dómgreind frá. Faðir minn á klappstýru- titilinn skuldlausan. Hann er minn helsti ráðgjafi og á heiðurinn af því að blása hita til mín. Það sem er svo fallegt við nýsköpun er að hún spyr ekki hverra manna þú ert, hvaða menntun þú hefur eða stöðu í samfélaginu. Þú sérð alfarið sjálf eða sjálfur um að skapa þá veröld sem þú hefur trú á,“ segir hún. „Út frá minni reynslu er ekkert til sem heitir heppni. Árangur verður ekki til á einni nóttu. Þetta snýst allt um að taka fyrsta skrefið, taka svo næsta rétta skref og svo næsta rétta skref. Vera viðbúin því að hlutirnir munu alls ekki þróast nákvæmlega eins og þú leggur upp með í byrjun og það er margt sem mun koma á óvart. Ekki horfa of mikið í baksýnisspegilinn eða hugsa um hvað aðrir eru að gera og ekki láta höfnun draga úr þér,“ heldur hún áfram. „Hlutir eru hættir að koma mér á óvart eins og þeir gerðu fyrir einhverjum árum og skrápurinn orðinn töluvert þykkari. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að fólk hugsi eins og maður sjálfur, það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir séu heiðarlegir, það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að utanaðkomandi þættir spili með þér. En það sem mestu máli skiptir er að þú missir ekki sjónar á trú þinni og gildum. Það eina maður getur haft áhrif á er maður sjálfur og hvernig maður bregst við í ákveðnum aðstæðum.“ Hugsuðu út fyrir boxið „Þegar heimsfaraldurinn skall á, veitingastöðum var lokað og tak- markanir voru alveg gríðarlegar, þá var borðabókunarkerfið eina varan okkar og hún varð óvirk þegar engir gátu bókað borð. Þá var ekkert annað í stöðunni en að annað hvort sitja og bíða af okkur storminn eða rísa upp og þróa fleiri lausnir. Við völdum seinni kostinn,“ segir Inga Tinna. „Nýjasta varan okkar, rafræn gjafabréf, leit dagsins ljós í nóvem- ber síðastliðnum. Gjafabréfin má nota á fjölda veitingastaða og hefur því sá sem fær gjöfina val um hvar hentar að nota inneignina. Þú getur verið með gjafabréfið raf- rænt í farsímaveski eins og Google Wallet og Apple Wallet, fengið það sent í tölvupósti eða fengið það útprentað. Gjafabréf slógu alveg í gegn fyrir jólin.“ Lausnin er afar einföld að sögn Ingu Tinnu. Fólk fer einfaldlega inn á dineout.is og smellir á tengil sem heitir „Gjafabréf“ efst á for- síðunni til að kaupa gjafabréf. Þau eru svo send í tölvupósti en við- skiptavinir geta hakað við að þeir vilji fá gjafabréfið í gjafaöskju. „Við erum komin með um 95% markaðshlutdeild á Íslandi þegar kemur að borðabókunum. Í gegn- um dineout.is og Dineout appið getur fólk séð, út frá þeim fjölda sem ætlar saman út að borða, degi og tíma dags, hvaða veitingastaður er með er laust borð og bókað það á staðnum,“ segir Inga Tinna. „Í dag erum við líka komin með allar lausnir sem veitingastaður þarf til að hægt sé að starfrækja hann, hvort sem þar er borðabók- unarkerfi, matarpöntunarkerfi, kassakerfi eða rafræn gjafabréf. Við höfum líka búið til vefsíður fyrir veitingastaði og erum með viðburðakerfi. Í viðburðakerfinu er meðal annars verið að selja aðgang að pitsuskóla, vínsmökk- unarnámskeiðum og fleira og f leira. Við tengjum öll þessi kerfi til almennings í gegnum dineout. is og Dineout appið. Þannig tala veitingastaðirnir og almenningur auðveldlega saman.“ Hagræðingin í þessu, að sögn Ingu Tinnu, er að veitingarekstr- araðilar geta núna sýslað með allan sinn rekstur í einu og sama kerfinu. Hún segir það einnig mikla hagræðingu fyrir starfsfólk að þurfa ekki að læra á mörg kerfi. „Þess má geta að 680.000 manns settust til borðs í gegnum Dineout í nóvember síðastliðnum og í sama mánuði varð 10 milljónasta f lettingin í gegnum dineout.is frá upphafi. Tugir þúsunda hafa aðgang að Dineout appinu, en þar er mjög auðvelt að sjá laus borð og bóka þau. Þannig að þetta er orðið stærsta markaðstorg fyrir veitingastaði á Íslandi og fer ört vaxandi. Það virðist vera komið inn í vöðvaminni landans að fara inn á markaðstorgið og bóka þaðan.“ n Árangur verður ekki til á einni nóttu Inga Tinna Sigurðardóttir stofnaði Dineout ásamt bróður sínum. Hún segir að það vanti kvenkynsfyrirmyndir í frumkvöðlastarfi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kynningarblað 21FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.