Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 29
 Suzuki Vitara, Swift og Jimny hafa verið mjög vinsælir bílar síðustu áratugi sem og margar aðrar týpur af bílum, hjólum og utan- borðsmótorum sem við erum að selja. Sonja G. Ólafsdóttir, mark- aðsstjóri Suzuki bíla hf. og Vatt ehf., segir að gott starfs- fólk sé mesti auður hvers fyrirtækis. Suzuki bílar hf. hafa verið mjög farsælir frá stofnun fyrirtækisins, starfs- mannaveltan er afar lág sem skapar traust á markaði. Sonja segist vera í draumastarfinu og að hún sé óendanlega þakklát fyrir að geta unnið við það sem hún elskar. „Ég mæti í vinnuna alla daga full tilhlökkunar,“ segir hún. „Ég er fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum og æska mín var full af gleði, hlýju og ævintýrum. Flutt- ist síðan til Reykjavíkur rúmlega tvítug, byrjaði að vinna í Suzuki 23 ára gömul og hef unnið þar síðan í hinum ýmsum störfum. Fyrir tíu árum dreif ég mig í markaðs- og sölunám en að því loknu bauðst mér staða sem markaðsstjóri Suzuki og hef verið í því drauma- starfi síðan,“ bætir hún við. „Grunnur að góðum árangri er sterk liðsheild og lausnamiðað hugarfar. Í dag starfa 27 starfs- menn hjá Suzuki bílum hf. og fyrirtækið hefur frá upphafi verið rekið sem fjölskyldufyrirtæki með áherslu á jákvæða og per- sónulega þjónustu. Þrátt fyrir mikinn og góðan vöxt fyrir- tækisins hefur tekist að viðhalda þeim sérkennum. Gott starfsfólk er stærsti auður hvers fyrirtækis, Suzuki bílar hf. hafa verið mjög farsælir frá stofnun fyrirtækisins, starfsmannaveltan er afar lág sem skapar traust á markaði. Við erum eins og ein stór Suzuki-fjölskylda.“ Enn betra og stærra fyrirtæki „Árið 2008 juku Suzuki bílar hf. starfsemi sína með kaupum á Suzuki umboðinu ehf. (mótorhjól og utanborðsmótorar) sem þá var staðsett í Hafnarfirði en fluttist við kaupin í Skeifuna 17. Við kaupin voru bílar, mótor- og fjórhjól og utanborðsmótorar allt komið á sama stað, þar með talin öll þjón- usta og sala á vara- og aukahlutum. Kaupin voru frábær viðbót og fyrirtækið stækkaði. Suzuki-merkið er og hefur ávallt verið þekkt fyrir áreiðanleika og mjög lága bilanatíðni. Suzuki Vitara, Swift og Jimny hafa verið mjög vinsælir bílar síðustu ára- tugi sem og margar aðrar týpur af bílum, hjólum og utanborðsmót- urum sem við erum að selja. Fyrsti Suzuki plug-in hybrid-bíllinn, Across 4x4 jeppi, kom á markað 2020, glæsilegur sportjeppi. Allir okkar bílar eru orðnir umhverfis- vænir með strong hybrid eða plug-in hybrid-kerfi nema Jimny- töffarinn.“ Traustir viðskiptavinir „Ég er viss um að við eigum skemmtilegustu og lífsglöðustu viðskiptavinina. Ég stofnaði og sé um allar samfélagsmiðlasíður fyrir Suzuki á Íslandi. Facebook-síðan okkar er langstærsta Facebook- bílaumboðssíða á Íslandi en um 19 þúsund manns fylgja okkur þar. Facebook-síðan er mjög fjölbreytt, ég set þar inn myndir af bílum, hjólum, utanborðs- mótorum, starfsmannafjöri og því sem við á hverju sinni. Það allra skemmtilegasta við síð- urnar okkar er öll jákvæðnin sem kemur frá viðskiptavinum okkar, þeir senda okkur líka reglulega alls kyns Suzuki-myndir og fleira skemmtilegt sem við setjum inn á síðurnar og eru að „merkja“ okkur á myndir/myndbönd hjá sér. Við værum ekkert án okkar frábæru og traustu viðskiptavina,“ segir Sonja. Suzuki gerir lífið skemmtilegra „Meðal viðburða er hinn árlegi Hjóla dag ur Suzuki í Skeifunni 17. Hayabusa-klúbburinn á Íslandi, Gaflarar, Raftarnir og fleiri mótorhjólaklúbbar mæta þá á svæðið með sín hjól, sum hver gömul Suzuki-hjól. Þegar sem mest er eru um 40 mótorhjól á planinu og er stemningin gífurleg. Hjóla- dagur Suzuki hefur verið haldinn í yfir tíu ár,“ bendir Sonja á. „Fyrsta jeppa- og jepplinga- ferð Suzuki var haldin 2019. Þá söfnuðust eigendur slíkra bíla saman og óku Krísuvíkurhringinn í Reykjanesfólkvangi í dásemdar veðri undir forystu starfsmanna Suzuki. Mætingin var mjög góð og frábær stemning. Ökuleiðin er fær bæði jeppum og jepplingum. Á áfangastað, við Kleifarvatn, sá Grillvagninn um að elda gómsæta hamborgara og franskar ofan í þátttakendur í boði Suzuki. Í lok ferðar voru þátttakendur kvaddir með Suzuki-glaðningi. Þessi fyrsti jeppa- og jepplingadagur var svo vel heppnaður að þátttakendur hafa beðið í ofvæni eftir næstu ferð.“ Miðnæturhlaup Suzuki „Suzuki-hlaup hefur verið haldið á Jónsmessunótt undanfarin 29 ár í samstarfi við ÍBR og fleiri samstarfsaðila. Hlaupið nýtur mikilla vinsælda og er núorðið annað stærsta hlaup á Íslandi á eftir Reykjavíkurmaraþoninu. Einnig hafa Suzuki bílar hf. verið styrktaraðili í Reykjavíkurmara- þoni Íslandsbanka í áratugi og sett þar árlega upp skemmtistöð með tónlist, góðgæti fyrir hlaupara og góða skapið alltaf í fyrirrúmi. Þá má nefna „Suzuki Clean up campaign“ sem er spennandi og umhverfisvæn herferð sem Global Suzuki stendur fyrir um allan heim. Söluaðilar Suzuki utan- borðsmótora og starfsmenn þeirra fara saman og tína rusl á bökkum og í sjó á sínum heimaslóðum. Við erum mjög spennt að taka þátt í þessu flotta og mikilvæga verkefni næsta sumar. Covid-ástandið tók því miður af okkur öll völd síðustu tvö, þrjú ár, fresta þurfti sumum af þessum viðburðum en vonandi getum við endurvakið þá alla á ný 2023 með pompi og prakt. Það myndi gleðja okkur mjög og án efa einhverja fleiri.“ Vatt – umhverfisvænir bílar „Í september 2020, í miðjum Covid-faraldri, var Vatt ehf. stofnað. Það var krefjandi tími til að opna nýja verslun á þannig tímum en líka afar lærdómsríkur. Vatt selur eingöngu 100% raf- magnsbíla og býður nú upp á þrjú mjög flott bílmerki: BYD, Maxus og Aiways, sem öll koma frá Kína. BYD er stærsti rafbílaframleiðandi í heiminum, SAIC Motors (Maxus) er stærsti bílaframleiðandinn í Kína. Aiways er frekar nýtt bíl- merki en er að slá í gegn víða um heim. 100% rafmagnsbílar eru orðnir mjög vinsælir hér á Íslandi, þróunin að verða umhverfisvænn og grænn er mjög hröð hér á landi,“ segir Sonja og heldur áfram: „Þeim bílamerkjum sem við erum að selja í Vatt hefur verið tekið mjög vel og hefur fyrir- tækið vaxið hratt. Það hefur verið ómetanlegt að fylgjast með góðum viðtökum og ævintýralegum vexti Vatts sem nýs merkis á markaði í miðjum heimsfaraldri. Okkar mesta áskorun hefur verið sú sama eins og flest önnur umboð glíma við, það er bílaskortur í kjölfar Covid og er sú staða enn erfið víða um heim en við finnum þó að betri tímar eru fram undan. Eftir- spurnin er mjög mikil og því miður fengum við ekki nærri því alla þá bíla sem við pöntuðum á Covid- tímum en það stefnir allt í að ástandið lagist með vorinu, þannig að við horfum björtum augum á framtíðina.“ Líf og fjör í Vatt „BYD er nýjasta merkið í Vatt, það er hágæðamerki sem beðið hefur verið eftir. Við erum líka að fara að frumsýna Maxus-pallbíl á næst- unni sem verður fyrsti 100% raf- magnaði pallbíllinn í heiminum. Aiways er líka að bæta við sig nýrri týpu Aiways U6 sem er mjög spennandi. Vatt er einnig með eitt stærsta úrval Íslands af 100% rafknúnum atvinnubílum, það eru fáir með jafn mikið úrval og við í þeim flokki.“ Persónuleg og góð þjónusta „Markmið Vatt og Suzuki eru þau sömu, að veita viðskiptavinum sínum persónulega, góða og fag- lega þjónustu á öllum sviðum. Einnig gildi fyrirtækjanna beggja: Virðing, samvinna, áreiðanleiki og persónulegt viðmót. Framtíðarsýn fyrirtækjanna er að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur og byggja undir traust viðskiptavina á vörumerkjunum. Fram undan eru spennandi tímar með nýjum týpum af bílum í hinum ýmsu merkjum, 100% rafmagnaður Suzuki-jeppi mun mæta á svæðið í lok árs 2024 og margt fleira.“ Fjölbreytt og skemmtilegt „Að vera markaðsstjóri Suzuki og Vatt er mjög fjölbreytt og skemmti- legt starf, þróunin er hröð og alltaf eitthvað nýtt og spennandi að ger- ast. Ég hef umsjón með allri aug- lýsingagerð, markaðs- og söluáætl- unum og styrkjaumsóknum. Ég stýri einnig allri hugmyndavinnu, undirbúningi, uppsetningu og framkvæmd sýninga og viðburða á vegum fyrirtækjanna og ýmislegt fleira. Suzuki hefur átt stóran hluta af hjarta mínu frá mínum fyrsta degi í fyrirtækinu og Vatt er svo sannarlega búið að komast á þann stað líka. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í frekari uppbyggingu á öllum vörumerkjunum okkar, sjá þau vaxa og dafna og halda áfram að þjónusta okkar góða viðskipta- vinahóp.“ n Gott starfsfólk er mesti auður fyrirtækis Sonja G. Ólafs- dóttir, markaðs- stjóri hjá Suzuki, segir að fyrir- tækið standi fyrir mörgum skemmtilegum og vel sóttum viðburðum. MYND/AÐSEND Sonja segist vera í draumastarfinu en hún hefur unnið lengi hjá Suzuki. kynningarblað 13FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 FélaG kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.