Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 94
Venus í feldi Leikritið Venus in Fur eftir David Ives veltir upp spurn- ingum um undir- gefni, drottnun og völd í snörpum og spennuþrungnum texta. Verkið var frumsýnt á Broad- way í janúar 2010 og Roman Polanski kvikmyndaði það þremur árum síðar og uppskar fyrir vikið fimm til- nefningar til César- verðlauna 2014. Verkið á sér þó mun lengri sögu þar sem rætur þess liggja frá sadó/masókísku skáld- sögunni Venus in Furs frá 1869 eftir austurríska rithöfundinn Leopold Ritter von Sacher- Masoch. Áhrif skáldsögunnar verða seint ofmetin og þannig blasir til dæmis við að eftirnafn höfundarins er enn hátt á lofti þar sem hvorki meira né minna en hinn sívinsæli sadó/masókismi er kenndur við hann. Leikverkið hefst á erfiðum degi í lífi leikskáldsins og leikstjórans Tómas Novachek. Áheyrnar- prufur fyrir aðlögun hans á hinni þýsku sadó-masókísku skáldsögu, Venus in Furs, hafa gengið hræðilega. Þangað til Vanda, ýtin og þrjósk leikkona, skjögrar inn á sviðið. Þótt hún beri sama nafn og aðalsöguhetjan skortir Vöndu fágun hennar. En þegar Tómas fellst á að leyfa Vöndu að prófa hlutverkið sýnir hún óvæntan skilning á efniviðnum. Á meðan sam- lestri þeirra stendur verða samskiptin spennuþrungin og erótísk, og skilin milli skáld- skapar og veruleika verða óljósari. K V I K M Y N D E F T I R ÓSKARS3 BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI BRENDAN FRASER ÞAR Á MEÐAL TILNEFNINGAR FRUMSÝND 27. JANÚAR HJARTNÆM OG STÓRBROTIN MYND SEM FENGIÐ HEFUR EINRÓMA LOF GAGNRÝNENDA Leikritið Venus í feldi í leik- stjórn Eddu Bjargar Eyjólfs- dóttur er frumsýnt í Tjarnar- bíói í kvöld. Hún ætlaði sér upphaflega sjálf að klæðast djörfum feldi Venusar á sviðinu en endaði með að fá Söru Dögg Ásgeirsdóttur, eftir smá umhugsun, til þess að takast á við mjög svo ögrandi aðalhlutverkið. toti@frettabladid.is Leikkonan og leikstjórinn Edda Björg Eyjólfsdóttir frumsýnir leik- ritið Venus í feldi í Tjarnarbíói í kvöld. Tveimur rennisléttum árum eftir að hún fagnaði því á síðum Fréttablaðsins að hafa hlotið styrk til þess að koma þessu margrómaða og kynferðislega spennuþrungna verki Davids Ives á svið. „Textinn er svo flottur en þetta er ekki bara skemmtilegt og sniðugt heldur er þetta svo snjallt einhvern veginn. Þetta er svo brilljant en samt svo töff og fyndið og dálítið sexí,“ sagði Edda Björg í Fréttablaðinu 26. janúar 2021 og ætlaði sér þá sjálf að leika aðalhlutverkið. „Jú, mikið rétt,“ segir Edda Björg en þegar á hólminn er komið í kvöld stígur hins vegar leikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir fram í djörfum leikbúningum Venusar. Stóðst ekki freistinguna „Síðan kom til mín stærðarinnar rulla sem Vinní í Hamingjudögum,“ heldur Edda Björg áfram. „Þannig að ég hugsaði að nú væri tækifæri til að „mastera“ betur leikstjórann í mér og það hefur verið ótrúlega gaman, mjög gefandi ferli.“ „Þetta verður eitthvað. Þetta verður eitthvað sko,“ segir Sara Dögg og hlær dátt og viðurkennir síðan fúslega að þótt henni hafi litist vel á handritið þá hafi hún hugsað sig aðeins um áður en hún þáði boðið um að taka við feldinum af Eddu. „Ég hugsaði mig alveg um. Eins og maður þarf alltaf að gera. Þetta er svolítið stór biti að kyngja,“ heldur leikkonan áfram enn hlæjandi. „Og þetta er heilmikið verk en það var bara of freistandi og spennandi til að gera eitthvað annað en að segja já.“ Dálítið fáklædd Leikritið er í eðli sínu þannig að vart verður hjá því komist að spyrja leik- konuna hvort ákveðin spéhræðsla hafi ráðið einhverju um að hún þurfti að hugsa sig um. „Ég svona … já,“ hlær Sara Dögg. „Segjum þetta bara eins og þetta er. Það koma þarna nokkur vel valin augnablik þar sem maður er dálítið fáklæddur. En það var nú, samt sem áður, merkilega lítið mál. Aðal ögr- unin fólst kannski frekar í því að fara inn í þetta verk og það sem við erum að gera. Mér fannst það liggja meira þar en jú, jú … þetta er alltaf þannig að maður þarf að spyrja sig að því hvað manni líði vel með og allt það,“ segir Sara Dögg og bendir á að allt þjóni þetta tilgangi sögunnar. „Það er að sjálfsögðu ástæða fyrir þessu og það er svo sannarlega það sem maður heldur í,“ segir Sara Dögg og bendir á að öðrum þræði fjalli verkið um hlutgervingu kon- unnar og hvernig hún birtist þegar karllæga augnaráðið beinist að henni. „Það er soldið verið að fást við það.“ Þægindaramminn brotinn Sara Dögg segir allt ferlið hafa verið mjög skemmtilegt þótt mikið gangi á á sviðinu þar sem spennan kraumar milli persónanna, þar sem snert er á blæti og komið er inn á klassísk átök karla og kvenna þar sem valdið færist stöðugt fram og til baka á femínískum forsendum. „Jú, Guð minn góður. Ég er náttúrlega alveg með eðal fólki og frábæran mótleikara,“ segir hún um Svein Ólaf Gunnarsson. „Við erum búin að reyna að gera þetta skemmtilegt og hafa gaman af þessu. Leikgleðin er svona svolítið okkar drifkraftur í þessu og það sem mér finnst algerlega vera lykillinn að þessu. Okkur hefur svo sannarlega ekki leiðst get ég sagt þér,“ hlær Sara Dögg. „Og maður hefur alveg þurft að fara út úr þægindarammanum og bæði komið hvert öðru á óvart og ekki síst sjálfum sér.“ n Djarfur leikur Söru Daggar í ögrandi Venusarfeldinum Sara Dögg hugsaði sig aðeins um áður en hún tók við feldi Venusar af Eddu Björgu. Fréttablaðið/Ernir Edda Björg Eyjólfsdóttir leikstýrir verkinu en maðurinn hennar, Stefán Magnússon, þýddi. Fréttablaðið/Ernir Hönnun plakats/HElga gErður Magnúsdóttir 26 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 26. jAnúAR 2023 fiMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.