Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 74
Við hjá Nova höfum verið efst í ánægjuvoginni á fjar- skiptamarkaði 14 ár í röð. Svona viðurkenn- ingar eru aldrei í áskrift og við vitum að þær eru ekki sjálfsagðar. Þær eru uppskera þrotlausrar vinnu. Margrét Tryggvadóttir FKA hefur undanfarin ár staðið fyrir Jafnvægis- voginni, mikilvægu verkefni þar sem tilgangurinn er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja að minnsta kosti 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi, og að virkja íslenskt við- skiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Yfir 200 fyrirtæki tóku þátt í verkefn- inu í ár og af þeim hlutu 76 viður- kenningu Jafnvægisvogarinnar. „Ég hef stundum verið spurð um jafnvægisvogina og hvort þetta sé verkefni sem þörf er á. Að mínu mati er jafnvægisvogin mikil- vægur þáttur í því að vekja fyrir- tæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreyti- leika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum,“ segir Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova. „Konur eru til dæmis aðeins forstjórar í þremur af þeim 27 fyrirtækjum sem skráð eru á Aðalmarkað og First North markað Kauphallar Íslands og af framkvæmdastjórum íslenskra fyrirtækja eru konur 24% en voru alls 66% brautskráðra úr háskóla árið 2020. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja á Íslandi voru samþykkt árið 2010 og voru inn- leidd að fullu árið 2013. Í lögunum segir að fyrirtæki sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri þurfi að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40%. Sam- kvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands, fyrir árið 2021, kemur fram að um 27% stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum séu konur. Þetta hlutfall var 24% árið 2010. Þannig finnst mér svarið liggja í augum uppi þegar ég er spurð hvort þörf sé á þessu verkefni.“ Besta liðið skilar besta árangrinum! „Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvort afkoman sé betri hjá fyrirtækjum þar sem jafnrétti og fjölbreytni er til staðar? Er ánægja Fyrirtæki með fjölbreytni að leiðarljósi ná betri árangri Skemmtana- og framkvæmdastjórn Nova. Þórhallur, Margrét, Þuríður og Ólafur. MYNDIR/AÐSENDAR Nova-liðið þegar tekið var á móti Íslensku ánægjuvoginni 14. árið í röð.  viðskiptavina og starfsfólks meiri?“ spyr Margrét. „Við hjá Nova höfum haft fjöl- breytni liðsins okkar í fyrirrúmi enda erum við þeirrar skoðunar að það sé forsenda fyrir góðum árangri. Það er virkilega áhuga- vert að skoða niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar og bera saman árangur fyrirtækja sem hafa hugað að jöfnuði kynja og þeirra sem hafa ekki lagt eins mikla áherslu á það.“ Íslenska ánægjuvogin er mæli- kvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mæli- kvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Í ár voru 40 fyrirtæki í 14 atvinnugreinum mæld en þetta var 24. árið sem verkefnið var unnið. Margrét segir að af þeim fyrirtækjum þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um kynjahlutföll hjá stjórnendum séu 20 af þessum 40 með 40% eða hærra hlutfall kvenna í efsta stjórnunarlagi. „Það er svo virkilega áhugavert að þegar við skoðum þau fyrirtæki sem eru með ánægðustu við- skiptavinina í hverri atvinnugrein fyrir sig í ánægjuvoginni breytist myndin. Þar sem upplýsingar um kynjahlutföll stjórnenda eru aðgengilegar eru öll fyrirtæki sem hafa ánægðustu viðskiptavinina í hverri atvinnugrein fyrir sig, fyrir utan eitt, með nokkuð jöfn kynja- hlutföll, eða 40% stjórnenda eða meira af öðru hvoru kyni,“ upplýsir hún. „Við hjá Nova höfum verið efst í ánægjuvoginni á fjarskipta- markaði 14 ár í röð. Svona viður- kenningar eru aldrei í áskrift og við vitum að þær eru ekki sjálf- sagðar. Þær eru uppskera þrot- lausrar vinnu, og að baki liggur samheldni, keppnisskap, liðsheild og skýr markmið ásamt dassi af gleði, stuði og síðast en ekki síst viljanum til að veita toppþjónustu. Í Nova-liðinu eru 157 einstaklingar og eru kynjahlutföll 60/40, þrátt fyrir að við störfum í því sem hefur verið kallað karllægur geiri í gegnum tíðina. Hlutföllin eru jöfn í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og hafa þau verið í jafnvægi frá stofnun. Við vitum hins vegar að við getum gert betur á sumum sviðum fyrirtækisins og það ætlum við að gera.“ Margrét segir að þessi óformlega rannsókn styrki sig í þeirri trú að þar sem fjölbreytni er til staðar nái fyrirtæki og starfsfólk betri árangri og uppskeri ánægðari við- skiptavini. „Ísland hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir góða þátttöku kvenna í stjórnmálum, hér eru konur bæði forsætisráðherra og biskup. Þrátt fyrir það má segja að fjölbreytileikinn í stjórnum fyrir- tækja sé frekar lítill. Þar þurfum við að fá aukna fjölbreytni til dæmis út frá aldurssamsetningu, uppruna, trú, kynhneigð og kyn- vitund,“ segir hún. „Eins frábært verkefni og Jafn- vægisvogin er verð ég að viður- kenna að ég vona einlæglega að þegar ég verð spurð um verkefnið í framtíðinni geti ég sagt að það hafi verið mikilvægt verkefni sem var hreyfiafl til jákvæðra breytinga í samfélaginu. Það hafi svo sannar- lega skilað sínu en þörfin sé ekki lengur til staðar. Þangað til þurfum við öll að vera meðvituð um að auka fjölbreytileika stjórn- enda. Jafnrétti er nefnilega bara ákvörðun þar sem við öll getum lagt okkar á vogarskálarnar sam- félaginu til heilla!“ n 58 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.