Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 20
Dómnefnd FKA 2023 Fimm efstu í flokki FKA Hvatningarviðurkenningar 2023Það er dómnefnd sem velur konur úr hópi tilnefndra sem hljóta FKA þakkarviður- kenningu, FKA viðurkenn- ingu og FKA hvatningar- viðurkenningu. Við skipan dómnefndar er leitast við að einstaklingar hafi sem breiðastan bakgrunn. FKA þakkar dómnefnd fyrir sinn dýrmæta tíma og þátttöku í ferlinu, sem var afar ánægju- legt. Árni Sigfússon Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og fyrr- verandi bæjarstjóri Reykjanes- bæjar. Fæddur í Vestmannaeyjum, kennaramenntaður í grunninn og telur málefni barna vera stærsta málaflokkinn í sveitarstjórnar- málum. Hann vakti máls á ólíkri forgjöf er kemur að uppsöfnuðum lífeyrisréttindum hjóna nýverið, sem vakti athygli. Chanel Björk Sturludóttir Chanel Björk Sturludóttir, fjöl- miðlakona í dagskrárgerð í Kast- ljósi á RÚV, var á topplista yfir „Framúrskarandi unga Íslendinga“ fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda. Mannflóran, fræðsluvettvangur um fjölmenn- inguna á Íslandi, er í hennar umsjá og er hún meðstofnandi „Hennar rödd“ sem eru félagasamtök sem starfa með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum upp- runa í íslensku samfélagi. Guðrún Gunnarsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir, formaður dómnefndar, stjórnarkona FKA og deildarstjóri Fastus, hefur komið að stofnun fjölmargra fyrirtækja, bæði hér á landi og í Bandaríkj- unum. Guðrún hóf innflutning á heilbrigðisvörum árið 1992, stofnaði Fastus ásamt félögum sínum en starfar nú sem deildar- stjóri heilbrigðisdeildar Fastus eftir að hún seldi fyrirtækið. Kathryn Gunnarsson Kathryn Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Geko Con- sulting, ráðgjafar- og ráðningar- fyrirtækis sem sérhæfir sig í að vinna innan tækni- og nýsköp- unargeirans á Íslandi. Logi Pedro Stefánsson Logi Pedro Stefánsson, lista- maður og fyrrum liðsmaður hljómsveitarinnar Retro Stefson. Logi hefur unnið að tónlist fyrir fjölmargt fremsta tónlistarfólk landsins og hlotið 17 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Logi er stjórnarmaður og með- eigandi framleiðslufyrirtækisins 101 Productions, sem framleitt hefur seríur eins og Æði, Áttavillt og Hugarró með GDRN. Magnús Harðarson Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, Kauphallarinnar. Magnús hefur starfað hjá Nasdaq síðan 2002 en áður var hann hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun og efnahagslegur ráðgjafi. Hann hefur Ph.D. gráðu í hagfræði frá Yale University. Margrét Guðmundsdóttir Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður og fyrrverandi forstjóri Icepharma. Margrét hefur setið í stjórn ýmissa félaga innan- lands sem erlendis og situr í dag í stjórn Eimskip, Festi og Heklu. Það eru í stafrófsröð þær Edda Konráðs- dóttir, ein af stofnendum Nýsköpunarvik- unnar, Grace Achieng, stofnandi og eigandi Grace landic, Inga Tinna Sigurðardóttir, hugmyndasmiður Dineout, Laufey Lín Jóns- dóttir tónlistarkona og Þórey Vilhjálms- dóttir Proppé, eigandi og stofnandi Empo- wer, sem skipa fimm efstu sætin í flokki FKA Hvatningarviðurkenningar 2023. Hvatningarviðurkenning FKA er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar. Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, þakkar almenningi og atvinnulífinu fyrir tilnefningarnar sem bárust í ár í öllum flokkum og dómnefnd hefur metið. Þær konur sem hafa verið heiðraðar í gegnum árin á hátíðinni hafa fundið á eigin skinni hvernig Viður- kenning FKA verður hreyfiafl í lífi þeirra í stóru og smáu. Aðgengi að fjármagni má nefna í þessu sambandi sem og sýnileika fyrir hlutaðeigandi sem skiptir máli í f lugtaki nýrra hugmynda. Það er kjarkur, þor, kraftur og úthald sem einkennir konurnar sem hér eru nefndar þegar við birtum annað árið í röð lista yfir fimm efstu, að mati dóm- nefndar, í f lokki Hvatningarviðurkenningar FKA. Takk fyrir að ryðja brautir, vera góðar fyrirmyndir og gangi ykkur öllum sem best! n Edda Konráðsdóttir sérfræðingur nýsköpunarsamfélagsins og stofn- andi Iceland Innovation Week Edda hefur starfað innan íslenska nýsköpunarsam- félagsins í nokkur ár, hefur stýrt frumkvöðlakeppn- inni Gullegginu, skipuleggur ferðir fyrir íslensk startup-fyrirtæki til dæmis í Kísildalinn, hefur verið að kenna nýsköpunarnám við Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Hún starfar í dag hjá Foobar, fjárfestingasjóði með fókus á loftslagsmál. Edda hefur stýrt mörgum alþjóðlegum nýsköpunarverkefnum, hún er einnig meðstofnandi Iceland Innovation Week, rekur eigið ráðgjafarfyrirtæki með áherslu á viðskiptaþróun fyrir frumkvöðla og listamenn og var hjá Icelandic Startups um tíma þar sem hún vann náið með frum- kvöðlum og fjárfestum. Grace Achieng stofnandi og eigandi Gracelandic Grace Achieng er fædd og uppalin í Kenía og þegar hún flutti til Íslands vildi hún starfa við tískugeirann en fékk hvergi slíka vinnu. Hún gerði sér þá lítið fyrir og keypti sér saumavél, efni, lærði að sníða og byrjaði að sauma og hanna og rekur nú tískumerkið Grace- landic sem hefur ratað í breska Vogue. Grace hefur orðið mikil fyrirmynd fyrir konur af erlendum upp- runa, fyrir allar konur á Íslandi og vakið athygli fyrir hönnun sína, meðal annars þegar Eliza Reid forseta- frú klæddist fatnaði úr hennar smiðju þegar Friðrik, krónprins Danmerkur, mætti á Bessastaði og þannig mætti lengi telja. Inga Tinna Sigurðardóttir hugmyndasmiður Dineout Inga Tinna er meðal annars hugmyndasmiðurinn að Dineout sem ruddi gormabókum, Excel og tölvupóst- um út úr veitingageiranum með borðabókunarkerfi sem hefur stökkbreyst í hugbúnaðarhús sem byggðist upp í takt við þörf á markaði og stækkar hratt. Hún hefur heldur betur sótt í sig veðrið og er í dag með miklu meira en hugbúnað fyrir veitingastaði, komin í útrás og virðist njóta sín vel í umhverfi sem breytist jafnvel á einni nóttu. Mögnuð vegferð þar sem hún byrjar með autt blað en stýrir hugbúnaðarfyrirtæki sem stækkar ört og tekið er eftir. Laufey Lín Jónsdóttir listakona og djass-söngkona Laufey Lín hefur náð mjög langt á sínum tónlistarferli og er hvatning fyrir aðrar ungar konur til að þróa sinn einstaka stíl og vera samkvæmar sjálfum sér. Hún byrjaði að spila á píanó þegar hún var fjögurra ára og á selló einhverju síðar, fór svo að syngja mjög ung. Hún útskrifaðist frá Berklee College of Music 2021, er með nokkur hundruð fylgjenda á miðlum og komst á topp- lista Spotify. Sinfóníuhljómsveit Íslands og plánetan jörð eru hennar leikvöllur enda búið að vera magnað að fylgjast með henni skjótast uppá stjörnuhimininn með einlægni. Platan Everything I Know About Love heyrist víða og hefur hún flutt tónlist sína í spjallþætti Jimmy Kimmel og hjá okkar eina sanna Gísla Marteini. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé stofnandi og framkvæmdastjóri Empower Þórey hefur lengi verið fyrirmynd annarra kvenna og verið með persónulegan stíl með mikinn drifkraft. Hún stofnaði fyrirtækið EMPOWER sem selur lausnir á sviði jafnréttis, sérhæfir sig í jafnrétti og fjölbreytni á vinnustöðum og hefur starfað með leiðandi fyrir- tækjum og stofnunum. Hug búnaðarlausn in Empower NOW ger ir fyr ir tækj um og stofn un um kleift að ná yf ir sýn yfir stöðu jafn rétt is mála, setja sér mæl an leg mark mið og fræða starfs fólk í gegn um sta f ræn ar leiðir sem eru góðar fréttir. Það er gríðarleg eftirspurn eftir lausnum er varða jafnrétti og fjölbreytni og Empower stefnir að því að verða leiðandi á þeim markaði. Fyrir- tækið er stofnað af konum og rekið af konum. 4 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélAg KvennA í AtvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.