Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 66
Dagný Jónsdóttir og Lilja Magnúsdóttir gegna mikil- vægum störfum hjá HS Orku sem deildarstjóri Auðlinda- garðs og yfirforðafræðingur. Í störfum þeirra beggja er rík áhersla lögð á að nýta auð- lindir HS Orku sem allra best. HS Orka er stærsti orkufram- leiðandi á Íslandi í einkaeigu og leiðandi í framleiðslu endurnýjan- legrar orku. Nýsköpun hefur ætíð verið hluti af starfsemi fyrirtækis- ins og er grunnurinn að Auðlinda- garðinum. Þar leggur fyrirtækið áherslu á að allir auðlindastraumar séu nýttir. Störf í orkugeiranum eru almennt séð fremur karllæg en HS Orka hefur náð verulegum árangri í að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar. Stjórn félags- ins er með jafnt kynjahlutfall og yfirstjórn skipa 40% konur. HS Orka var viðurkenningarhafi Jafn- vægisvogarinnar á síðasta ári og er stefna fyrirtækisins að halda áfram á þessari vegferð og tryggja fjölbreytta samsetningu starfs- fólks, fyrirtækinu til heilla. Óhefðbundinn bakgrunnur Dagný Jónsdóttir starfar sem deildarstjóri Auðlindagarðs HS Orku. „Ég endaði eiginlega alveg óvart í orkugeiranum. Ég er með frekar óhefðbundinn bakgrunn í mitt starf enda lögfræðingur að mennt, með BA og ML í lögfræði frá HR. Í kjölfarið fór ég í Master of Management í Duke University í Bandaríkjunum og útskrifaðist 2016. Eftir útskrift fékk ég starf hjá Landsvirkjun og starfaði þar í markaðs- og samskipta- málum, viðskiptaþróun og síðast í nýsköpun. Ég vann að verkefnum tengdum þróun grænna iðngarða og var afar spennt þegar mér bauðst að vinna að uppbyggingu Auðlindagarðs HS Orku sem er sterkasti vísirinn að grænum iðn- garði á Íslandi í dag. Það sem kom hvað mest á óvart þegar ég byrjaði að starfa í orkugeiranum var hvað hann er skapandi og býr til mörg tækifæri til að hafa bein áhrif á samfélagið,“ segir Dagný. Áhugi á verkfræði Lilja Magnúsdóttir er yfir forða- fræðingur hjá HS Orku. „Það lá lengi fyrir að ég færi í verkfræði og lá áhugi minn helst í verk- fræðilegri hönnun og bestun við ákvarðanatöku með líkanagerð að vopni. Mér hefur alltaf fundist spennandi að herma eftir raun- verulegum kerfum með því að beita verkfræðilegum aðferðum og reiknilíkönum, hvort sem ég er að greina varmaþenslu, álag og spennur í hlutum eða streymi og hitastig vökva sem flæðir í gegnum heilu jarðhitageymana. Í meistaranámi í vélaverkfræði frá HÍ bauðst mér styrkur til að vinna meistaraverkefni tengt þessu. Ég hafði tekið ýmis nám- skeið í skólanum tengd jarðhita sem kveiktu áhuga minn á orku- geiranum og urðu til þess að ég sótti um styrk til doktorsnáms í jarðhitahóp orkuverkfræðideildar Stanford-háskóla í Bandaríkj- unum, þaðan sem ég útskrifaðist með doktorsgráðu 2013. Næst lá leiðin í nýdoktorsstöðu hjá Lawrence Berkeley National Laboratory. Eftir það fór ég að vinna hjá sólarrafhlöðudeild Tesla í Kaliforníu. Hlutverk mitt var að finna nýjar lausnir varðandi hönnun, efnisval og allt fram- leiðsluferli sólarpanelanna, og leiddi ein hönnun mín til einka- leyfis. Ég fékk að kynnast rekstri þekkts fyrirtækis þar sem hlutirnir gerast hratt og nauðsynlegt er að taka skjótar ákvarðanir við krefjandi aðstæður. Að auki hef ég unnið með gervigreind í rannsóknum við Háskóla Íslands. Árið 2020 flutti ég til Íslands og fór að vinna hjá HS Orku. Ég er einnig að ljúka í vor diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogafærni hjá Endur- menntun Háskóla Íslands og svo er ég varaformaður í stjórn Jarðhita- félags Íslands,“ segir Lilja. Samfélag án sóunar Dagný tók við nýrri stöðu deildar- stjóra Auðlindagarðs í nóvember 2021. Þar sinnir hún fjölbreyttu starfi í markaðs- og kynn- ingarmálum fyrir garðinn auk við- skipta- og iðnaðarþróunar. „Þetta er draumastaða enda vildi ég alltaf starfa í alþjóðlegu umhverfi og fá tækifæri til að taka þátt í að byggja upp innlend og erlend fjárfestinga- verkefni,“ segir Dagný. „Auðlinda- garðurinn er samfélag fyrirtækja sem eiga það sameiginlegt að nota bæði raforku og aðra strauma beint frá jarðvarmavirkjunum HS Orku. Nú eru yfir tíu fyrirtæki í Auðlindagarðinum og fleiri að bætast í hópinn. Auðlindagarður- inn er samfélag án sóunar því við búum til verðmæti úr því sem sóað er í jarðvarmavinnslu. Við vinnslu jarðvarma verða til ýmsir auðlindastraumar sem vanalega fara til spillis. Í okkar tilfelli eru það auk raforku: heitt vatn, kalt vatn, jarðsjór, ylsjór, varmaorka/gufa og koltvísýringur. Þessa auðlindastrauma má þó nýta, eins og fyrirtækin í garðinum gera. Hringrásarhugsunin er ávallt hluti af heildarmynd Auðlinda- garðsins og því höfum við í huga hvernig fyrirtækin passa inn í garðinn. Hvort hægt sé að nýta úrgang sem aðföng í starfsemina og enn fremur hvort úrgangur frá þeim bjóði upp á tækifæri til enn annarrar framleiðslu. Stærsta verkefnið okkar núna er uppbygging Auðlindagarðsins. Framtíðarsýnin er sú að þarna verði fyrsta hringrásarhagkerfið á Íslandi í svokölluðum „grænum iðngarði“ þar sem úrgangur bæði frá virkjun og viðskiptavinum verður að verðmætum fyrir annan rekstur. Í dag er ekki til nein fyrirmynd að hringrásargarði byggðum á jarðvarma svo þetta er skemmtileg og skapandi þróunar- vinna sem krefst þess að hugsa út fyrir kassann. Mitt starf snýst ekki bara um að selja Auðlindagarðinn sem aðlað- andi kost, heldur einnig Ísland. Ég sinni samskiptum og samningum við erlenda og innlenda viðskipta- vini, en það er mikil vitundar- vakning um sjálfbæra framleiðslu um allan heim. Stöðugir langtíma- samningar um raforku verða líka sífellt eftirsóttari, sérstaklega eftir óstöðugleika raforkumarkaða í Evrópu í vetur. Viðskiptaþróun í orkugeiranum er langhlaup og það getur tekið mörg ár þar til samn- ingar nást við fyrirtæki og verkefni kemur til framkvæmda. Starfið krefst því mikillar þrautseigju og þolinmæði. Í ljósi þess að við erum á leið í þriðju orkuskiptin, með allri þeirri hröðu þróun og nýsköpun sem þeim fylgja, er orkugeirinn á fullri ferð og það er virkilega spennandi að taka þátt í þeirri vegferð,“ segir Dagný. Hugmynda- og reiknilíkön fyrir hagkvæmari jarðhitavinnslu Lilja var ráðin inn hjá HS Orku sem sérfræðingur í forðafræði árið 2020 og var orðin yfirforðafræðingur innan við ári síðar. „Mitt fyrsta verkefni sem yfirforðafræðingur var að hanna nýtt reiknilíkan frá grunni af jarðhitakerfinu á Reykja- nesi. Vel tókst til og var dýrmætt að fá reiknilíkan innanhúss með góðri samsvörun við mælingar af svæðinu. Nú leiði ég öflugt teymi í þróun hugmyndalíkana og reikni- líkana innan deildar Auðlinda- stýringar. Til að vinna orku úr jarðhita eru boraðar holur ofan í jörðina til að sækja bæði heitt vatn fyrir hitaveitur og gufu sem knýr áfram hverfla til að framleiða rafmagn. Jarðhitinn er endurnýjanleg auð- lind en mikilvægt er að meta fram- leiðslugetu hverju sinni svo hægt sé að stuðla að sjálfbærari vinnslu. Erfitt er að vita hvað er að gerast 2–3 kílómetrum undir yfirborði jarðar en til að fá innsýn í jarðhita- geyminn eru notuð líkön. Hjá HS Orku er metnaður til að nýta auðlindirnar sem allra best og eru þessi líkön forsenda þess að hægt sé að besta nýtingu svæðanna í sátt við umhverfið. Þau gera okkur kleift að skilja betur hvernig jarðhitakerfið bregst við ákveðinni vinnslu og hvernig þróunin mun verða í framtíðinni. Þannig stuðla þau að því að hægt sé að taka réttar ákvarðanir við rekstur virkjananna. Fram undan eru spennandi verkefni tengd borun nýrrar holu á Reykjanesi og ferilefnapróf- unum þar sem ferilefnum verður dælt niður í holu og mælingar á ferilefninu gerðar í öðrum nær- liggjandi holum. Þannig er hægt að meta samband á milli holanna sem nýtist inn í reiknilíkönin til að besta niðurdælingu á svæðinu. Við erum einnig vakandi fyrir nýjungum eins og nýtingu gervi- greindar í jarðhitanum og höfum náð góðum árangri við að tengja framleiðslulíkön við forðafræði- líkönin. Markmiðið er að hámarka notagildi líkananna til að stuðla að hagkvæmari jarðhitavinnslu.“ Björt framtíðarsýn Framtíðarsýn HS Orku er björt og er næst á dagskrá að auka raforku- framleiðslu í Svartsengi með því að skipta út nokkrum eldri vélum fyrir nýjan hverfil sem nýtir orkuna betur. „Við erum einnig að ljúka stækkun Reykjanesvirkjunar þar sem jarðhitavökvinn sem unninn er fyrir háþrýstihverfla virkjunarinnar er áframnýttur í nýjum lágþrýstihverfli til að auka afkastagetu vökvans sem tekinn er upp úr jörðinni,“ segir Lilja. „Hvað lýtur að Auðlindagarðinum þá er framtíðarsýnin að bæta við viðskiptavinum og byggja upp hringrásarhagkerfi í garðinum,“ segir Dagný. n Fullnýting auðlinda hjá HS Orku Lilja Magnúsdóttir (t.v.) og Dagný Jónsdóttir gegna báðar draumastöðu hjá HS Orku. Fréttablaðið/anton brink Framtíðarsýnin er sú að þarna verði fyrsta hringrásarhag- kerfið á Íslandi í svoköll- uðum „grænum iðn- garði“ þar sem úrgangur bæði frá virkjun og viðskiptavinum verður að verðmætum fyrir annan rekstur. Dagný Jónsdóttir Við erum einnig vakandi fyrir nýjungum eins og nýt- ingu gervigreindar í jarðhitanum og höfum náð góðum árangri með að tengja framleiðslu- líkön við forðafræði- líkönin. Lilja Magnúsdóttir 50 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.