Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 25
Fjöl- breytni verkefna frá degi til dags gerir starfið spennandi. Bryndís Blöndal Mér finnst starfið mjög skemmti- legt og vil endilega að fleiri konur leggi þetta fyrir sig. Sigfríður Pálína Konráðsdóttir Fjölbreytt og skemmtileg verkefni einkenna störf rafeindavirkjans Bryndísar Blöndal og vélvirkjans Sig- fríðar Pálínu Konráðsdóttur sem starfa hjá Rio Tinto. Rafeindavirkinn Bryndís Blöndal og vélvirkinn Sigfríður Pálína Kon- ráðsdóttir starfa hjá Rio Tinto og kunna afar vel við sig þar. Hlutfall kvenna í greininni hefur frá upp- hafi verið lágt en það er smátt og smátt að breytast. Þær eru sammála um að fjöl- breyttur hópur starfsfólks komi fyrirtækinu til góða og í álverum sé að finna fjölbreytt störf sem hæfi öllum kynjum. „Hlutfall okkar kvenna hér er mjög lágt á móti körlum,“ segir Sigfríður, sem var til dæmis fyrsta konan sem varð flokkstjóri innan fyrirtækisins. „Strákarnir eru flestir mjög skemmtilegir og það er auðvelt að vinna með þeim. Oft er ég eina konan, sem er alveg fínt, en ég vil samt hvetja aðrar til að sækja um. Mér finnst starfið mjög skemmtilegt og vil endilega að fleiri konur leggi þetta fyrir sig. Ég hef fundið fyrir einni breytingu frá því að ég byrjaði hér, sem er að starfsfólkið er hætt að spá jafn mikið í kyn iðnaðarmannsins og horfir frekar á hæfni hans.“ Bryndís segir að það sé öllum starfsstéttum hollt að hafa fjöl- breyttan hóp starfsfólks. „Það er nauðsynlegt að kvenfólk viti að þessi störf séu til og séu opin öllum kynjum. Það er skemmtilegra að vinna í fjölbreyttum hópi og það opnar nýjar víddir í starfsemi hvers fyrirtækis.“ Sigfríður Pálína Konráðsdóttir vélvirki og Bryndís Blöndal rafeindavirki starfa hjá Rio Tinto. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er gaman að mæta í vinnuna Þarf að kynna störfin betur En hvernig er hægt að gera fjöl- breytt störf í álverum meira spenn- andi, til dæmis í augum ungra kvenna sem eru að velta fyrir sér framtíðarstörfum? „Það má gera til dæmis með því að kynna störfin betur, láta þær vita af tækifærunum sem þau gefa og segja þeim frá launaörygginu sem felst í þeim,“ segir Bryndís. „Það er alltaf þörf á iðnaðar- mönnum, það er öruggt. Einnig er nauðsynlegt að sýna þeim að það eru konur í þessum störfum fyrir svo þær sjá okkur og hugsi með sér: „Fyrst hún gat þetta, þá get ég það líka.“ Svo vantar eflaust meiri kynningu á iðnaðarstörfum á grunnstigum skólagöngunnar þannig að það ýti betur undir áhugann.“ Sigfríður tekur undir orð Bryn- dísar. „Til að gera þessi störf meira spennandi í augum kvenna verður að byrja á því að fræða. Það þarf að gera þeim ljóst að vélvirki er ekki endilega einhver skítavinna. Það er endalaust af mismunandi verk- efnum og flest öll þeirra eru hvorki líkamlega erfið né skítug. Því þarf að kynna þessi störf fyrir krökkum í skóla með það í huga að þau séu möguleiki fyrir öll kyn.“ Gaman að vinna með höndunum Bryndís kláraði stúdentspróf af náttúrufræðibraut samhliða grunnnámi rafiðna. Eftir útskrift var hún óráðin með framtíðina en skráði sig þó í líffræði við Háskóla Íslands en fann sig ekki þar. „Ég ákvað þá að fara í rafeindavirkjun enda kunni ég mjög vel við fagið. Frá því ég man eftir mér hef ég haft mikinn áhuga á því að skrúfa hluti í sundur og spá í hvernig þeir virka, þó svo að þeir hafi nú ekki alltaf farið rétt saman aftur. Þegar ég kláraði námið var ég spennt fyrir því að læra meira með því að vinna sem rafeindavirki og verða þar með öflugri starfskraftur.“ Áhugi Sigfríðar á vélvirkjun kviknaði hins vegar þegar bíllinn hennar bilaði og hún fékk að laga hann sjálf á bílaverkstæði hjá bróður sínum. „Ég hafði aldrei gaman af bóklegum fögum þegar ég var ung og iðnnám hljómaði svo skemmtilega. Bara það að losa nokkra bolta, skipta út því sem er bilað og herða aftur. Að fá að gera allt með höndunum hljómaði skemmtilega.“ Hún kláraði síðar véliðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Oft krefjandi verkefni Í störfum sínum hjá Rio Tinto takast þær báðar á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni. „Helstu verkefnin felast að mestu leyti í fyrirbyggjandi viðhaldi, kvörð- unum og prófunum á til dæmis vogum og mælum, en einnig í bilanagreiningu og uppsetningu á búnaði,“ segir Bryndís. Hún segir starfið vera mjög fjölbreytt og oft og tíðum krefjandi þegar leysa þarf f lóknar bilanir. „Fjölbreytni verkefna frá degi til dags gerir starfið spennandi. Ég er alltaf að koma á nýja staði, sjá eitthvað nýtt og læra meira. Það skemmir heldur ekki fyrir hvað mórall- inn er góður, samstarfsfólkið skemmtilegt og að við hjálpumst að þegar þess þarf.“ Sigfríður byrjaði sem nemi hjá álverinu í Straumsvík, fór milli hópa og segist hafa lært hægt og rólega á alla verksmiðjuna. „Ég man alltaf fyrsta daginn minn hér því mér fannst þetta vera eins og lítið bæjarfélag með mörgum húsum, götum, bílum og slökkvi- stöð. Nú í dag er ég orðin f lokks- stjóri yfir einum hóp hér á aðal- verkstæðinu.“ Hlutverk hennar er að útdeila beiðnum til fjórtán starfsmanna, þar á meðal vél- virkja, rafvirkja og málara, plana verk sem eru fyrir næstu viku með planara mínum og verkstjóra. Svo sinni ég einnig vélvirkjavinnu eins og uppgerð á varahlutum, bilanagreiningu og fyrirbyggjandi viðhaldi. Það eru einnig bakvaktir hér þar sem við erum hringd út á kvöldin og um helgar og sinni ég því fimm sinnum á ári.“ Framtíðin björt Þær eru því báðar mjög sáttar í starfi og horfa björtum augum til framtíðar. „Þegar ég var búin að vinna við rafeindavirkjun í fjögur ár ákvað ég að bæta iðn- meistaranáminu við mig. Þá fór ég á mörg skemmtileg námskeið hjá Rafmennt auk þess að vera í bók- legu námi. Iðnmeistaranámið var skemmtileg viðbót sem gerir mér kleift að vera með nema og miðla þekkingu minni áfram. Ég stefni á að halda áfram að fara á nám- skeið, bæði hérlendis og erlendis.“ Sigfríður segir sér hafa gengið vel að vinna sig upp hjá fyrir- tækinu. „Það er gaman að mæta í vinnuna og verkefnin eru fjöl- breytileg. Framtíðin mín er óljós en það verður bara gaman að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“ n kynningarblað 9FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.