Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 70
Félag kvenna í atvinnulíFinu Ein stærsta vertíð ársins er fram undan hjá Nóa Síríusi, tímabilið þegar páskeggja- framleiðslan fer fram. Gríðar- legur fjöldi eggja rennur af færiböndunum yfir þann tíma því fyrirtækið fram- leiðir rúmlega eitt páskaegg fyrir hvern Íslending á ári hverju. Starfsmenn Nóa Síríusar eru um 130, þar af helmingurinn konur. „Við leggjum mikið upp úr fjöl- breytileika en hjá okkur starfar fólk af yfir tíu þjóðernum. Starfsaldur er almennt hár og starfsánægja mælist mikil,“ segir Harpa Þor- láksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Nóa Síríusi. „Enda eru það forréttindi að fá að vinna með vörur eins og okkar. Það sést vel á áhuga almennings á starfinu hér, flestir vilja komast í hinn fræga bragð panel sem er hópur fólks sem sér um að smakka fyrir okkur nýjungar,“ bætir Helga Beck markaðsþróunarstjóri við. „Það spillir sannarlega ekki fyrir,“ segir Harpa og brosir. „Við leggjum mikla áherslu á fjöl- breytileika í sinni víðustu mynd og leggjum okkur fram um að mæta fólki á þeim stað sem það er statt á hverju sinni. Við þurfum breiðan starfsmannahóp sem endurspeglar margbreytileika viðskiptavina okkar. Til þess að ná háleitum markmiðum okkar um vöxt þurfum við að ná til eins breiðs hóps og mögulegt er. Með fjöl- breyttum starfsmannahópi aukum við möguleikana á að mæta kröfum sem flestra. Þar fyrir utan er svo miklu skemmtilegra að vinna í fjöl- breytilegum hópi fólks því þannig víkkar maður sjóndeildarhringinn og verður betri manneskja.“ Áhersla á samfélagslega ábyrgð Þó að Nói Síríus hafi verið samferða þjóðinni í rúma öld þýðir það ekki að fyrirtækið fylgi ekki stefnum og straumum. „Páskaeggjafram- leiðslan okkar er gott dæmi um samfélagslega vitund en við höfum reynt að gera hana umhverfisvænni undanfarin ár,“ segir Helga. „Við viljum fjarlægja allt óþarfa plast og því er plast utan um nammi innan í egginu í algjöru lágmarki. Að auki hefur flestum plastfígúrum verið skipt út fyrir ætar kanínur. Svo breyttum við ytri kössum eggjanna og fjarlægðum millispjöld sem sparaði umtalsverðan pappa í þeim rúmlega 18.000 kössum sem við sendum frá okkur.“ Allt súkkulaði frá Nóa Síríusi ber Cocoa Horizons-vottun sem tryggir betri lífsgæði fyrir kakóræktarsam- félögin þaðan sem kakóið kemur. „Síðan 2013 höfum við eingöngu keypt kakóhráefni sem bera þessa vottun en það er okkur mikilvægt að mannréttindi séu höfð að leiðar- ljósi í gegnum alla virðiskeðjuna. Með Cocoa Horizons er verið að stuðla að aukinni menntun bænda, vinna með valdeflingu kvenna og efla skólagöngu barna. Að auki eru samfélögin frædd um ræktunar- aðferðir til að koma í veg fyrir eyðingu skóga og ofræktun lands, sem skiptir miklu máli í baráttunni við loftslagsvána,“ segir Helga. „Svo má bæta við að þar sem við erum íslenskt fyrirtæki þá reynum við að sjálfsögðu að versla sem mest við innlenda birgja. Einn þeirra er Örvi starfsþjálfun sem sér um fram- leiðslu á páskaeggjaformunum sem notuð eru til að steypa eggin,“ bætir Harpa við. Stórt hlutverk kvenna og aukin tækifæri til starfsþróunar Ein fyrsta konan til að gegna stjórn- arformennsku í íslensku fyrirtæki var Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir sem tók við sem stjórnarformaður Nóa Síríusar árið 1954 og gegndi þeirri stöðu allt til ársins 2004 þegar dóttir hennar, Áslaug Gunn- arsdóttir, tók við. „Það er mikil hefð innan fyrirtækisins fyrir stóru hlutverki kvenna í starfseminni og óslitin stjórnarformennska kvenna í rúm 65 ár er gott dæmi um það,“ segir Harpa. Líkt og fjallað var um í fréttum var Nói Síríus seldur til fjárfestinga- sjóðsins Orkla árið 2021. Harpa segir fyrirtækið hafa notið góðs af stuðningi Orkla og það skapi mikil tækifæri til starfsþróunar fyrir starfsfólk, jafnvel á erlendri grundu. Það séu miklir möguleikar fyrir fólk að geta sótt námskeið erlendis og sinnt endurmenntun hjá afar þekk- ingarmiðuðum eigendum. n Fjölbreytileiki og samfélagsábyrgð hjá nóa Síríusi Helga Beck markaðsþróunarstjóri og Harpa Þorláksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, leggja mikið upp úr fjölbreytileika innan starfsmannahóps fyrirtækisins. Fréttablaðið/Valli Við leggjum mikla áherslu á fjöl- breytileika í sinni víð- ustu mynd og leggjum okkur fram um að mæta fólki á þeim stað sem það er statt á hverju sinni. Harpa Þorláksdóttir Skemmtileg páskavertíð Páskaeggjaframleiðsla Nóa Síríusar er að miklu leyti drifin áfram af sterkum konum en framleiðslan er mannaflsfrek, því hvert egg er handgert. Sylwia Mal- gorzata Lichy verkstjóri og Marjulie Oquino Miano hópstjóri leiða hópinn í páskaeggjaframleiðslunni en þær hafa báðar starfað hjá fyrirtækinu í 10 ár. „Það verða allir að vinna saman ef við ætlum að ná að framleiða öll eggin í tæka tíð og þá er nú gott að hafa alla þessu öflugu vinnufélaga í framleiðslunni,“ segir Sylwia. „Það er alltaf gaman þegar páskavertíð- in hefst og skemmtileg stemning sem fylgir henni,“ bætir Marjulie við en þær Sylwia vinna náið saman. „Það er gott að vinna hjá Nóa Síríusi og vel haldið utan um starfsfólkið, enda vinna flestir hérna lengi,“ segir Marjulie og tekur fram að það sé gefandi að vinna hjá fyrirtæki þar sem starfi jafn fjölbreyttur hópur fólks. „Og öll fáum við að njóta okkar á eigin forsendum,“ bætir hún við. Sylwia nefnir að það sé frábært að hafa möguleika á að vinna sig upp og vaxa í starfi. „Svo er auðvitað mjög gaman að taka þátt í framleiðslu á vöru sem býr til páskastemning- una,“ bætir hún brosandi við að lokum. Sylwia Malgorzata Lichy verkstjóri og Marjulie Oquino Miano hópstjóri leiða páskaeggjaframleiðsluna sem er komin í fullan gang enda framleiðir Nói Sírius meira en eitt páskaegg á hvern landsmann ár hvert. Fréttablaðið/Valli 54 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.