Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 80
Vinnupallar eru sex ára gamalt fyrirtæki, stofnað af hjónunum Sigríði Hrund Pétursdóttur og Baldri Ing- varssyni. Fyrst um sinn var félagið rekið heima, en þegar þau festu kaup á Smiðsbúð 10 í Garðabæ var loksins hægt að opna verslun því aðstaðan var hin ákjósan- legasta með læstu hliðar- porti og rúmgóðum lager- geymslum. „Eðlilega óx fyrirtækinu ásmegin við góða vinnuaðstöðu. Í febrúar verður opnuð ný og glæsileg verslun Vinnupalla að Vagnhöfða 7 þar sem boðið verður upp á enn frekari breidd í vöruúrvali og rými til frekara umfangs. Það er að sjálf- sögðu þannig að fyrirtækið hefur vaxið langt út fyrir nafngiftina og ekki aðeins eru seldir og leigðir vinnupallar hjá Vinnupöllum heldur flest allt sem tengist öryggi við framkvæmdir. Auðvelt er að fá vörur heimsendar, aðstoð við uppsetningar og við að taka niður/ saman. Þjónustustig er hátt og vinnugleðin við völd. Þegar velja skal vöru til sölu hjá Vinnupöllum er grunnatriði að hún styðji við sýn fyrirtækisins og markmið, sem eru að veita framúr- skarandi þjónustu með gæða- vörum á góðu verði. Fallvarnir eru okkur ofarlega í huga sem og persónuvarnir. Það eru seldir stigar, tröppur og pallar fyrir fjöl- breyttar vinnuaðstæður, fallvarnir sem belti, línur og taugar ásamt persónuhlífum eins og hjálmum, gleraugum, rykgrímum, hönskum og ljósum. Verksvæði geta auðveld- lega verið örugg með girðingum, göngubrúm og umferðaröryggis- vörum. Stoðvörur til að auðvelda framkvæmdir eru meðal annars hitablásarar knúnir dísel, raf- magni, vatni eða gasi, iðnaðarryk- sugur og vatnssugur. Persónuleg þjónusta Vinnupallar hafa ávallt lagt mikla áherslu á öryggi vinnustaða og per- sónulega lausnamiðaða þjónustu. Viðskiptavinum er kennd rétt notkun varanna, vakin er athygli á mikilvægi öruggra lausna og árvekni við störf hverju sinni. Öryggismenning í mannvirkjageir- anum fer batnandi en er þó sífelld endurtekning, því aðstæður breyt- ast hratt á verkstöðum. Einnig er iðnaðurinn ríkur af fjölmenningu sem krefst þess að öryggisupplýs- ingar séu aðgengilegar og sýnilegar á fleiri tungumálum. Selt og leigt er jafnt til almennings sem fagaðila,“ segir Sigríður Hrund. „Það er linnulaus vinna að byggja upp fyrirtæki svo vel sé. Ehf. þýðir í raun ekkert frí og yfirlega mikil öllum stundum. Mannvirkjaiðnaður á Íslandi er orðinn heilsársiðnaður og linnu- laus umsvif í framkvæmdum – bæði hjá fyrirtækjum og svo einnig vantar íbúðir fyrir hratt aukinn mannfjölda landsins. Að reka fyrir- tæki á Íslandi er ekki fyrir hvern sem er, ekki síst lítið viðkvæmt inn- flutningsfyrirtæki. Hráefnisverð hefur margfaldast sem og flutn- ingskostnaður, launakostnaður er hár og vaxtakjör afar íþyngjandi. Þetta er raunveruleikinn. Það er athyglisvert að gott viðhorf og framúrskarandi þjónustulund er einkennismerki Vinnupalla.“ Eina konan í hópnum Sigríður Hrund bendir á að í geira sem starfar umtalsvert utandyra séu aðstæður krefjandi, enda viðrar ekki alltaf vel á landinu. Aðstæður á framkvæmdasvæðum geti hratt orðið varhugaverðar og jafnvel hættulegar, hægi á fram- kvæmdum sem eru kostnaðar- samar og framlegð tapist skjótt. Að þjónusta hratt, vel og skilvirkt með framúrskarandi þjónustu- lund og viðhorfi góðs teymis, sé því kjarni Vinnupalla. „Ég er eini kvenmaðurinn í teyminu en finn aldrei fyrir kyni, aldri eða upp- runa. Við erum frábært ólíkt teymi sem vinnur vel saman. Orðin sem birtust á töflunni á stefnu- mótunarfundi nýliðnum um hvað væri gott við að vinna saman voru: notalegt umhverfi, vinskapur, gott tempó, tölum íslensku, brosum, erum góð við hvert annað, veitum framúrskarandi þjónustu, höfum gæði ávallt í huga, með metnað og kraft. – Ég verð að viðurkenna að fyrir utan að fá ryk í augað þá er þetta hráefni í góða vinnudaga til lengri tíma. Svo má ekki gleyma hlaðvarpinu Vinnuskúrinn, sem ræðir við öll kyn óháð uppruna um margvísleg málefni tengd mann- virkjaiðnaði og framkvæmdum,“ segir Sigríður Hrund. „Vinnupallar leggja metnað í að sýna samfélagslega þátttöku, ekki aðeins með því að efla öryggis- vitund við framkvæmdir heldur með því að styrkja málefni. Vinnupallar styrkja til dæmis Lukku Mörk Sigurðardóttur Blom- sterberg, sem er besta klifurkona landsins aðeins 19 ára gömul; hugmyndasmiði sem eru að búa til námsefni um frumkvöðlafræði og sköpunargleði fyrir 6-9 ára börn og hlaðvarpið Vinnuskúrinn sem ræðir við öll kyn um margvísleg málefni tengd mannvirkjaiðnaði og framkvæmdum. Það er gefandi og gaman að tileinka hluta góðs reksturs að samfélagslegri þátt- töku og vera þannig hluti af ein- hverju sem er stærra en við sjálf,“ segir Sigríður Hrund. „Þannig erum við samferða í að vera sam- félagið sem við viljum búa í.“ n Að fjárfesta í framtíðinni Verk og vit sýningin í fyrra. Lukka Mörk sýnir listir sínar. myndir/aðsendar Sigríður Hrund fyrir utan fyrirtækið í Garðabæ. myndir/aðsendar Sighvatur og Gunnar Örn sölustjóri á góðri stundu sumarið 2022. Vinnupallar eru fjölskyldufyrirtæki þar sem áherslan er á góðan vinnuanda. Í febrúar verður opnuð ný og glæsi- leg verslun Vinnupalla að Vagnhöfða 7 þar sem boðið verður upp á enn frekari breidd í vöruúr- vali og rými til frekara umfangs. 64 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélAg kvennA í AtvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.