Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 68
Sandra Yunhong She er eigandi og framkvæmda- stjóri Arctic Star, sem selur hágæða heilsuvörur sem unnar eru úr íslenskum sæbjúgum. „Við höfum sérhæft okkur í að framleiða og selja afurðir úr sæbjúgum og Arctic Star sæbjúgnahylkin eru framleidd úr íslenskum hágæða sæbjúgum. Okkar markmið er að framleiða, markaðssetja og selja hreinar og ómengaðar heilsuvörur sem eru aðallega framleiddar úr hreinu og ómenguðu hráefni,“ segir Sandra, en sæbjúgu hafa oft verið nefnd „ginseng hafsins“ enda innihalda þau fjöldann allan af gagnlegum efnum. Sandra segir að það séu þrjár tegundir af sæbjúgnahylkjum sem eru komnar á markað, en starf- semi Arctic Star hófst árið 2015. „Í fyrstu vorum við bara með sæbjúgnahylki en nú erum við einnig komin með Marine Colla- gen sem inniheldur líka kollagen og sæbjúgnahylki, +D3 innihalda líka D-vítamín,“ segir Sandra. Innihalda mikið prótein Spurð hvað sé svona hollt og gott við sæbjúgun segir Sandra: „Sæbjúgun innihalda mikið prótein og innihalda mörg nær- ingarefni, steinefni, amínósýrur og vítamín. Efnin í sæbjúgunum eru mjög góð fyrir þá sem eru með liðverki og sæbjúgnahylkin henta þeim vel sem eru að fást við gigt, slitverki, bakverki og fyrir þá sem eru með veikt ónæmiskerfi. Þá auka þau blóðflæðið í líkamanum og þau hafa reynst sumum konum hjálpleg sem glíma við ófrjósemi,“ segir Sandra, sem sjálf segist hafa afar góða reynslu af taka inn sæbjúgnahylkin. „Ég var með mjög veikt ónæmis- kerfi og var oft lasin og fékk gjarnan flensu. Eftir að ég fór að taka inn sæbjúgnahylkin að staðaldri árið 2013 hef ég sjaldan orðið veik. Á Covid-tímanum voru margir að veikjast en ég fann aldr- ei fyrir neinum einkennum,“ segir Sandra. Hún er fædd í Anshan í Kína og ólst þar upp áður en hún færði sig til Dalian í Norðaustur- Kína áður en hún flutti til Íslands árið 2002. Sandra segir að sæbjúgun séu veidd í Atlandshafinu við strendur Íslands. „Við notum eingöngu íslensk sæbjúgu í okkar fram- leiðslu og við fáum nóg af þeim til að framleiða hylkin. Sæbjúgun eru ekki öll eins en þau íslensku innihalda meiri virk efni heldur en þau sem eru í Asíu. Til dæmis er próteinmagnið í þeim íslensku 70 prósent á móti 30 frá Asíu,“ segir Sandra, en sæbjúgu hafa í langan tíma verið þekkt sem heilsufæði með ríkan lækningamátt í löndum eins og Kína, Japan og í Indónesíu. Góð viðbrögð frá viðskiptavinum Sandra segir að viðtökurnar á sæbjúgnahylkjunum hér á landi hafi verið mjög góðar. Hágæða heilsuvörur frá Arctic Star  Sandra Yunhong She, eigandi og framkvæmdastjóri Arctic Star, sem selur hágæða heilsuvörur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Arctic Star selur sæbjúgnahylki sem eru fram- leidd úr íslensk- um hágæða sæbjúgum. Marine Collagen inniheldur líka kollagen og C- vítamín og Sæ- bjúgnahylki+D3 innihalda líka D-vítamín. Sigrún B. Gunnhildardóttir verkfræðingur starfar sem framkvæmdastjóri vöruþró- unar hjá AGR. Hún segir að fyrirtækið sé í miklum vexti og því séu tækifærin mörg fyrir starfsfólk sem vill vaxa í starfi. AGR var stofnað árið 1998 út frá meistaraverkefni í verkfræðideild Háskóla Íslands og frá upphafi hefur fyrirtækið ráðið til sín mikið af ungu fólki í gegnum samstarf við háskólana. AGR er með skrif- stofur í Danmörku, Svíþjóð, Nor- egi, Bretlandi og Bandaríkjunum en höfuðstöðvarnar eru á Íslandi. „Ég kynntist AGR í gegnum nám mitt í HR. Þá var mikið um gesta- kennara í HR sem störfuðu hjá AGR en við höfum farið reglulega inn í verkfræði- og tölvunarfræði- deildir háskólanna með fyrir- lestra. Einnig höfum við tekið á móti nemendum í starfsnám, stutt við lokaverkefni og meistaraverk- efni og f leira. Þannig sækjum við mikið af okkar tæknimenntaða starfsfólki, í vöruþróun og ráð- gjöf,“ útskýrir Sigrún. „Margar af ungu konunum sem við höfum ráðið inn beint að loknu námi eru í leiðtogahlutverkum hjá okkur í dag. Við viljum skapa umhverfi sem gerir metnaðarfullu fólki kleift að finna sína hillu og taka þátt í að drífa vöxt fyrirtækis- ins til framtíðar. Hjá okkur starfar töluvert af konum meðal annars við forritun, ráðgjöf og verkefna- stjórnun, einnig erum við með jafnt kynjahlutfall í stjórnunar- stöðum. Það er eftir okkur tekið á erlendri grundu en það þykir frekar óvenjulegt hvað við erum bæði með hátt hlutfall af ungu starfsfólki í ábyrgðarhlutverkum og jafnt kynjahlutfall.“ Hlutu viðurkenningu Jafnvægis- vogarinnar tvö ár í röð AGR hlaut viðurkenningu Jafn- vægisvogarinnar í fyrra, annað árið í röð, vegna vinnu við að jafna kynjahlutföll innan fyrirtækisins. „Í gegnum tíðina höfum við ráðið þrjá til fimm nýútskrifaða nemendur árlega, en við höfum unnið markvisst að því á síðustu fimm til sex árum. Þannig höfum við jafnað kynjahlutfallið jafnt og þétt. Nú erum við með jafnt kynja- hlutfall á íslensku skrifstofunni en 40% starfsfólks fyrirtækisins í heild eru konur,“ segir Sigrún. „Ég er framkvæmdastjóri vöru- þróunar (CPO) og leiði nýþróun á hugbúnaðinum okkar. Um það bil 20 manns starfa í vöruþróun, langflestir á Íslandi og 80 hjá fyrir- tækinu í heild. Eitt af slagorðum AGR er að þú getur skapað þín eigin örlög. Allir hafa tækifæri til að koma sínu á framfæri og þróast í þá átt sem styrkleikar þeirra og áhugasvið liggja. Við brennum fyrir vörunni og þeim áskorunum sem hún leysir fyrir viðskipta- vinina. Við erum heppin að fólk stoppar almennt lengi hjá okkur og vex í starfi með fyrirtækinu.“ Útrýma sóun í aðfangakeðjunni Aðalmarkmið AGR er að útrýma sóun í aðfangakeðjunni. Til að ná markmiðinu hefur fyrirtækið þróað hugbúnað sem reiknar út áætlað magn af vörum sem viðskiptavinurinn selur og segir honum út frá því hversu mikið hann á að panta inn af vörunni. „Við erum í raun að besta inn- kaupamagn viðskiptavinanna svo þeir panti rétt magn á réttum tíma inn á rétta staði. Auk þess að gefa yfirsýn og auðvelda stýringu aðfangakeðjunnar sparar tæknin flutningskostnað og birgðahalds- kostnað, losar fjármagn bundið í birgðum og sparar tíma við innkaup og áætlanagerð. Kerfið er í raun viðbót við viðskiptakerfi fyrirtækja. Þetta er innkaupahug- búnaður sem byrjað var að þróa árið 1998, upphaflega í samstarfi við Aðföng og Húsasmiðjuna. Fyrstu árin störfuðum við ein- göngu á íslenskum markaði, en í dag koma 90% af okkar tekjum erlendis frá, það má því segja að við séum í útflutningi á íslensku hugviti,“ útskýrir Sigrún. Ávinningur af nýrri tækni Nýlega fékk AGR styrk frá Rannís til að bæta spáaðferðir sínar og bæta gervigreind inn í þær. „Við reynum stöðugt að bæta kerfið fyrir viðskiptavini okkar og höfum fjárfest yfir 20% af okkar veltu í þróun síðastliðin ár. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að lækka óþarfa birgðir. Að meðaltali minnkum við birgðir hjá við- skiptavinum okkar um 15% frá því þeir koma í viðskipti við okkur með tilheyrandi sparnaði í f lutn- ingskostnaði, minni birgðasóun og minni fjárfestingu í birgðum. Það er töluverður ávinningur af því að nota tækni eins og okkar,“ segir Sigrún. „Með því að spá betur fyrir um sölu á þínum vörum og stýra birgðunum vel má ná betri tökum á aðfangakeðjunni, við leggjum einnig ríka áherslu á að sjáfvirkni- væða innkaupaferla til að spara tíma við innkaup og áætlanagerð.“ Stór hluti íslenskra heild- og smásala eru viðskiptavinir AGR í dag en erlendis má nefna Søstrene Grene, Toys’R’Us, Ferm Living og Didrikson. Sigrún segir að nýlega hafi fyrir- tækið fengið fjárfestingasjóðinn Vex inn í fyrirtækið sem hefur gert þeim kleift að umbreyta hug- búnaðinum svo innleiðingartími hans verði styttri. Fleiri fyrirtæki geta því nýtt sér tæknina sem AGR býður upp á og viðskiptavinum fjölgar ört. n Breyta heiminum í gegnum viðskiptavini sína Sigrún Gunnhildardóttir leiðir nýþróun á hugbúnaði AGR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Íslendingar hafa tekið mjög vel í sæbjúgnahylkin. Salan hefur verið stöðug á þeim og í fyrra bættust á markaðinn kollagen sæbjúgna- hylkin og sæbjúgnahylkin+D3. Við höfum fengið virkilega góð við- brögð frá okkar viðskiptavinum enda eru þetta frábærar heilsu- vörur.“ Artic Star Marine Collagen eru framleidd úr Atlandshafsþorsk- roði og sæbjúgum sem eru veidd í Norður-Atlantshafinu. Kollagen er þekkt fyrir að seinka öldrun húðarinnar, bæta háræðaslit- kerfi, stuðla að frásogi kalsíums, kalsíum uppbótar og styrkja ónæmiskerfið. Artic Star sæbjúgnahylki+D3 eru framleidd úr sæbjúgum en nýjar rannsóknir sýna að D3 gegnir hlut- verki í hjarta-og æðastarfsemi og styður heilbrigða bólgusvörun. n Vörur frá Arctic Star er hægt að nálgast í vefversluninni arcticstar. is, en þær eru einnig fáanlegar í flestum apótekum, heilsubúðum og í Hagkaupi og Fjarðarkaupum. 52 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélAg kvennA í AtvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.