Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 46
Hagkaup leggur ríka áherslu á framgang kvenna í fyrirtæk- inu og er stolt af því að hlut- fall kynja í stjórn- endastöð- um innan félagsins er yfir 50% Elín Valgerður Ég er hér enn og ég var fljót að vaxa innan fyrir- tækisins og var komin í stjórn- unarstöðu eftir 18 mánuði. Guðbjörg Jafnfrétti og jafnlauna- stefna er í hávegum höfð í verslunum Hagkaups úti um allt land. Elín Valgerður Gautadóttir, verslunarstjóri Hagkaups í Garðabæ og Hag- kaups í Smáralind, og Guð- björg Pálsdóttir, verslunar- stjóri Hagkaups í Spönginni, segja góða samvinnu vera lykilinn að árangri. „Ég hvet konur til að vera óhræddar við að sækjast eftir millistjórn- enda- eða stjórnendastöðum. Ef fólk hefur trú á sjálfu sér um að geta staðið undir starfinu þá á að láta vaða,“ segir Elín Valgerður. Guðbjörg segir að konur eigi að hafa fulla trú á sjálfum sér og stefna að því sem þær langar til að gera af því að þær blómstri í því sem þær hafa áhuga á. „Það er svo auðvelt að stíga það skref að sækja í það sem maður hefur áhuga á og telur sig vera góðan í. Þá gerir maður hlutina 100% ef ekki meira.“ Hagkaup leggur ríka áherslu á framgang kvenna í fyrirtækinu og er stolt af því að hlutfall kynja í stjórnendastöðum innan félagsins er yfir 50% konur. Hjá Hagkaup er lögð áhersla á að stuðla að starfs- ánægju og góðum starfsanda til að laða að hæft og traust starfsfólk sem er svo hvatt til að taka þátt í mótun meginmarkmiða sam- félagsábyrgðar. Lögð er áhersla á þjónustulund og áreiðanleika og er nýliðaþjálfun og símenntun starfsfólks mikilvægur þáttur í að tryggja framúrskarandi þjónustu yfir lengri tíma. Starfsmönnum er ekki mismunað vegna kyns, trúarbragða, skoðana, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs og stöðu að öðru leyti. Þá er jafnlauna- stefnunni ætlað að tryggja öllum starfsmönnum sem starfa hjá fyrirtækinu jöfn tækifæri eins og kveðið er á um í lögum og stjórnar- skrá um jafna stöðu og jafnan rétt einstaklinga. Hagkaup leggur áherslu á að starfsfólk eigi kost á þjálfun og fræðslu sem eykur hæfni og ánægju þeirra í starfi. Áhersla er lögð á móttöku og þjálfun nýliða. Starfs- menntasjóður Hagkaups er virkur og getur starfsfólk sótt um styrk þangað til náms og tómstunda Láta vaða „Ég legg áherslu á að vinna með fólkinu í staðinn fyrir að vera mikið að skipa fyrir; ég er meira þannig þenkjandi að ef ég er ekki til í að vinna vinnuna af hverju ætti starfsfólkið þá að gera það? Ég veigra mér ekkert við því að gera það sem þarf að gera og þá er starfs- fólkið miklu viljugra til þess að gera það,“ segir Elín. Elín er með stúdentspróf frá Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra frá viðskipta- og hagfræðibraut auk þess sem hún er viðurkenndur bókari. Hún hóf störf hjá Hagkaup árið 2009 og tók við verslunar- stjórastöðu í Garðabæ 2018 og tók við stöðu verslunarstjóra í Smára- lind samhliða Garðabæ 2021. Hvernig var að taka við sem stjórnandi? „Ég tók við Garðabæ í byrjun desember 2018, fimm mínútur í jólatörnina. Þetta var stór áskorun og á þeim tímapunkti tók ég ákvörðun um að ég myndi ráða við þetta.“ Elín segir að helstu verkefni sín yfir daginn séu að fara yfir stöðu í öllum deildum verslunar- innar og leiðbeina deildarstjórum varðandi hvar þurfi að laga til og leggja áherslu á. „Ég hef heildar- sýn yfir öllum deildum og sé hvar áherslur liggja í hverri deild fyrir sig á hverjum degi sem getur verið mismunandi á milli daga. Svo fer ég yfir tímaskýrslur, söluskýrslur og rýrnunarskýrslur, þessa algengustu rekstrarhluti.“ Um 115 manns vinna hjá Hagkaup í Garðabæ og um 130 í Hagkaup Smáralind og er kynja- hlutfall nokkuð jafnt. „Við erum meðvituð um kynjahlutfallið í verslunum bæði hjá fastráðnum starfsmönnum og þeim sem eru í hlutastarfi.Við leggjum ekki bara áherslu á jafnt kynjahlutfall heldur einnig að gefa öllum tæki- færi til þess að vaxa í starfi. Það eru margvísleg tækifæri til starfs- þróunar í verslun og legg ég mikla áherslu á að hvetja fólk áfram til vaxtar í starfi.“ Hagkaup er með jafnlaunastefnu og jafnlaunavottun. „Við greiðum öllum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Að reka stóra verslun á Íslandi er heilmikil áskorun en hlut- fall kvenna sem verslunarstjóra er enn þá of lágt. Ég hvet konur til þess að vera óhræddar við að sækjast eftir stjórnendastörfum í verslun og hvetja aðrar konur til þess að gera slíkt hið sama.“ Þá gerir maður hlutina 100% „Það eru allir jafnir og það skiptir ekki máli kyn, þjóðerni eða annað. Það eru allir metnir á sama grund- velli og ráðið bara eftir hæfni í hvert starf fyrir sig,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, verslunarstjóri Hag- kaups í Spönginni. Um 75 manns starfa í verslun- inni og þá er átt við bæði fastráðna sem og lausráðna starfsmenn. Guðbjörg hefur lengi unnið við verslunarstörf. „Ég var í Nóatúni eins og maður segir í gamla daga og í ræstingum. Ég byrjaði hjá Hagkaup árið 2003 eftir að ég var búin í barneignarleyfi með yngri soninn.“ Guðbjörg segir að auglýst hafi verið laust starf í barnadeild Hag- kaups í Smáralind og að þegar hún fékk starfið hafi hún ekki ætlað að vinna þar lengi þar sem hana hafi langað til að vinna við eitthvað annað en verslunarstörf. „En ég er hér enn og ég var fljót að vaxa innan fyrirtækisins og var komin í stjórnunarstöðu eftir 18 mánuði. Svo er ég búin að vera verslunarstjóri í Spönginni í tæp fimm ár.“ Guðbjörg stundaði versl- unarfagnám við Verzlunarskóla Íslands sem voru þrjár annir með vinnu. Hún segir þáverandi starfs- mannastjóra Hagkaups hafa boðið henni að fara í námið sem hún þáði og hefur námið hefur komið sér vel í hennar starfi. Að gera okkar besta Guðbjörg er beðin um að lýsa sér sem stjórnanda. „Ég held ég sé bara mjög góð í því. Sumir myndu kannski segja að ég sé aðeins of mild en mér finnst það ekki því ég fæ fólkið til að vinna með mér. Ég er ekki stífur stjórn- andi sem skipar fólki fyrir. Ég er ósérhlífin og vinn á gólfinu með fólkinu. Ég læt það ekki bara sjá um að vinna störfin eitt. Mér hefur haldist mjög vel á fólki og tel að það eigi auðvelt með að vinna með mér. Við erum ein heild. Við erum eins og ein lítil fjöl- skylda sem er að huga að heimili okkar. Við erum á vinnustaðnum í átta tíma á dag ef ekki lengur og við stefnum öll í sömu átt; að gera okkar besta.“ Starf verslunarstýru er alltaf líflegt Elín Valgerður Gautadóttir er verslunarstjóri í Hagkaups í Garðabæ og í Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guðbjörg Pálsdóttir er verslunarstjóri Hagkaups í Spönginni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Allt hægt Guðbjörg er spurð hvort henni finnist vanta að konur sæki fram og sæki um stjórnendastöður. „Ég held að þær hafi stundum ekki nógu mikinn kjark til þess eða hafi ekki nógu mikla trú á sjálfum sér. Fyrst hugsaði ég með mér að ég gæti aldrei sótt um verslunar- stjórastarf af því að ég er ekki með stúdentspróf en svo sýndi maður sig í starfi. Ef maður hefur áhuga og er tilbúinn að læra þá er allt hægt. Laus störf eru auglýst innan fyrir- tækisins þannig að það geta allir sótt um. Ég held að við konur höfum ekki nógu mikla trú á okkur sjálfum til að stíga fyrsta skrefið. Við eigum að hafa fulla trú á sjálfum okkur og stefna að því sem okkur langar til að gera af því að við blómstrum í því sem við höfum áhuga á, þannig að við skulum alltaf líta til þess sem okkur finnst gaman að. Það er svo auðvelt að stíga það skref að sækja í það sem maður hefur áhuga á og telur sig vera góðan í. Þá gerir maður hlutina 100% ef ekki meira.“n  30 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.