Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 88
Margrét Guðmundsdóttir hefur leikið á annað hundrað hlutverk á ferli sínum sem leikkona. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Margrét og Sigurður Skúla- son léku saman í upphaflegri uppfærslu Þjóð- leikhússins á Marat/Sade árið 1967. Mynd/ gunnlöð Jóna Margrét Guðmundsdóttir stígur á svið Borgarleikhúss- ins tæplega níræð í verkinu Marat/Sade. Hún segir það bæði vera gaman og skrýtið. tsh@frettabladid.is Stórleikkonan Margrét Guðmunds- dóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í verkinu Marat/Sade eftir Peter Weiss sem er sýnt í Borgarleikhúsinu um þessar mundir í uppsetningu Rúnars Guð- brandssonar. Í sýningunni fer Mar- grét með hlutverk Charlotte Corday, morðingja byltingarmannsins Jean- Paul Marat, sama hlutverk og hún lék í uppsetningu Þjóðleikhússins á Marat/Sade 1967. Margrét segir það hafa verið gaman að snúa aftur á leiksviðið en þótti það nokkuð sérstakt að túlka sama hlutverkið rúmri hálfri öld síðar. „Það var svolítið skrýtið satt að segja. Ég var nú svona til að byrja með svolítið svona hikandi en svo fór ég að hugsa að þetta var náttúr- lega fólk á öllum aldri hér áður þegar þetta var sýnt fyrst í gamla daga. Ég var 33 ára þá og nú verð ég níræð á þessu ári. En ég fór nú bara að hugsa að þetta fólk á þessu geð- veikrahæli getur náttúrlega alveg verið gamalt fólk að leika, svo þetta er alveg lógískt og getur alveg stað- ist,“ segir Margrét, en allir sem leika í sýningunni í Borgarleikhúsinu eru komnir yfir sjötugt. Mjög vel lukkuð sýning Marat/Sade í Þjóðleikhúsinu 1967 leikstýrði ástralski leikstjórinn Kevin Palmer en auk Margrétar léku í henni Gunnar Eyjólfsson, Róbert Arnfinnsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Bessi Bjarnason, eiginmaður Margrétar, svo nokkur séu nefnd. „Þetta var held ég mjög vel lukkuð sýning. Ég var að hugsa að ég man nú ekkert hvernig ég lék þetta þá. Ég man ekkert svo mikið eftir henni þannig séð, ég er náttúrlega búin að leika á annað hundrað sýningar og hlutverk í Þjóðleikhúsinu,“ segir Margrét, en hún var fastráðin sem leikari við Þjóðleikhúsið frá 1955- 2003. Hvernig nálgastu karakterinn Charlotte Corday? „Ja, ég bara nálgast hana. Á æfingatímabilinu þá læt ég hana bara fæðast eiginlega. Þetta kemur svona smátt og smátt.“ Flestir dánir eða hættir Einn leikari sem lék með Margréti í upphaflegu sýningunni á Marat/ Sade í Þjóðleikhúsinu 1967 leikur einnig í sýningunni í Borgarleik- húsinu nú, en það er Sigurður Skúla- son sem fer með hlutverk Jean-Paul Marat. „Annars eru nú bara f lest allir dánir sem voru í gömlu sýningunni í Þjóðleikhúsinu. Það eru bara ég og Sigurður Skúlason eftir, held ég. Þeir sem eru lifandi eru þá hættir,“ segir Margrét. Margrét hætti sjálf í Þjóðleikhús- inu árið 2006 þegar hún var 73 ára og kveðst ekki hafa leikið mikið árin þar á eftir. „Ég reyndar lék í Tjarnarbíói í leik- riti sem Erling Jóhannesson setti upp og svo var ég í nokkrum kvik- myndum. Svoleiðis að ég var eigin- lega alveg sátt við það að vera bara hætt, ég var ekkert að hafa mig eftir neinum hlutverkum. Þangað til í fyrra að Kristín Jóhannesdóttir hringdi í mig og þá lékum við í Ein komst undan, fjórar kerlingar,“ segir Margrét og vísar þar í uppfærslu Borgarleikhússins á verkinu Ein komst undan eftir Caryl Churchill frá 2022. Með Margréti í því verki léku Kristbjörg Kjeld, Mar- grét Ákadóttir og Edda Björgvins- dóttir. Þakkar fyrir heilsuna Margrét verður níræð í nóvember næstkomandi. Spurð um hvernig sé að eiga endurkomu í leikhúsið svona á efri árum segir hún: „Það er bara gaman og maður bara þakkar fyrir að hafa góða heilsu.“ Er eitthvað meira fram undan? „Ég veit það ekki, það getur vel verið, það er ekki gott að segja. Ekk- ert allavega sem er í hendi eða er ákveðið.“ n Leikur sama hlutverkið hálfri öld síðar Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir listamaður segir frá listinni sem breytti lífi hennar. „Þegar ég var sextán ára hlotnaðist mér sú gæfa að heimsækja bláa húsið hennar Fridu Kahlo í Mexíkóborg og hafði það mikil áhrif á mig. Heimili hennar er varðveitt sem safn og þar, innan um litrík hús- gögn og aðra innanstokksmuni, má finna listaverk eftir Fridu sjálfa og vini, m.a. Wassily Kandinsky. Ég man að á þeim tímapunkti skildi ég allt í einu að listamenn væru fólk en ekki bara nöfn úr listasögubókum og þá varð til sá skilningur í höfðinu á mér að ég gæti líka orðið listamaður. Súrrealisminn og dramað í mál- verkunum höfðaði til mín og ég var auðvitað líka mjög ginnkeypt fyrir sorglegu lífshlaupi frú Kahlo. Ég held að unglingar séu almennt móttækilegir fyrir drama, ég var að minnsta kosti algjörlega óð. Á næstu stoppustöð í áhrifa- mikilli list voru öskrandi páfa- málverkin eftir Francis Bacon og Ophelia eftir John Everett Millais. Enn meira drama og vesen. Svo má nefna lagið Stúlkan sem starir á hafið eftir Bubba og bókina Dýragarðsbörnin eftir Kristjönu F. Ég teiknaði endalausar myndir af starandi stúlku (stjarfri með augun mött) og unglingsstelpum með heróínfíknivanda. Það mætti jafnvel segja að ég hafi velt mér upp úr þessu. Ég má líka til með að nefna senuna í hasarmyndinni Bound eftir Wachowski-systur sem ég sá þegar ég var sautján ára. Þar er maður skotinn, hann fellur í gólfið og í sömu andrá hellist úr hvítri málningu sem lekur út um allt. Ég var dolfallin yfir fegurðinni þegar blóðpollurinn blandaðist við málninguna og fannst þetta vera hápunktur kvikmynda- gerðar.“ n lífið & listin | SÍÐASTA FIMMTUDAG Í MÁNUÐI BJÓÐA SÖFN OG SÝNINGARSTAÐIR Í MIÐBORGINNI UPP Á LENGDAN OPNUNARTÍMA. UPPLAGT TÆKIFÆRI TIL AÐ BREGÐA SÉR AF BÆ OG NJÓTA MYNDLISTAR. FJÖLBREYTTAR SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR! NÁNARI UPPLÝSINGAR UM OPNUNARTÍMA OG DAGSKRÁ Á WWW.FIMMTUDAGURINNLANGI.IS 20 menning FRÉTTABLAÐIÐ 26. jAnúAR 2023 FimmTUDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.