Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 22
Þjóðfélagið fer á mis við mikið ef það er ekki fjölbreytni í öllum stöðum þess. Þórdís Vilborgar Þórhallsdóttir Frá því foreldra- síminn var opn- aður hefur hann vart slokknað. Í hann geta foreldrar hringt í okkur í neyð og fengið fyrstu hjálp, leiðbeiningar með næstu skref, tilvísun frá félagsmálayfirvöldum og/eða bókað tíma hjá okkur. Berglind Gunnarsdóttir Strandberg tók við fram- kvæmdastjórn Foreldra- húss í janúar 2019. Hún býr að viðamikilli reynslu og menntun innan félagslega geirans í málefnum barna og foreldra þeirra. Foreldrahús býður upp á víðtæka þjónustu fyrir alla fjölskylduna. „Við erum fjórar reynslumiklar konur sem sinnum þremur og hálfu stöðugildi hjá Foreldrahúsi. Við erum með menntun í vímu- efna- og fjölskyldufræði, listmeð- ferð og uppeldis- og sálfræði- ráðgjöf og samtals með yfir 100 ára starfsreynslu. Í Foreldrahúsi bjóðum við upp á ráðgjöf, fræðslu og stuðlum að forvörnum þegar kemur að neyslu og tilfinningavanda barna og unglinga. Þá erum við með sál- fræðiráðgjöf fyrir börn og unglinga með hegðunarvanda og ýmsar greiningar. Við vinnum heildrænt með fjölskyldum í ráðgjöfinni og veitum allan nauðsynlegan stuðning,“ segir Berglind. Starfsemi síðan 1986 Foreldrahús byggir meðal annars á starfsemi samtakanna Vímu- laus æska – foreldrasamtök, sem stofnuð voru árið 1986. Sama ár opnaði foreldrasíminn. „Frá því foreldrasíminn var opnaður hefur hann vart slokknað. Í hann geta foreldrar hringt í okkur í neyð og fengið eins konar fyrstu hjálp, leið- beiningar með næstu skref, fengið tilvísun frá félagsmálayfirvöldum og/eða bókað tíma hjá okkur.“ Foreldrahús tekur við tilvís- unum frá barnavernd sveitar- félaganna og félagsþjónustunni um land allt. „Einnig bjóðum við velkomið fólk sem leitar til okkar af götunni. Okkar niðurgreiðsla fer þá að stórum hluta í að greiða niður kostnað þeirra sem leita til okkar af sjálfsdáðum. Á borð til okkar koma margbreytileg mál sem snerta fjölskyldur með allt frá fimm ára börn og uppúr, en börn eru alltaf börn foreldra sinna, sérstaklega á meðan þau búa enn í foreldrahúsum.“ Ólíkar birtingamyndir Aðalstefið í starfi Foreldrahúss er að takast á við tilfinningavanda barna og unglinga sem birtist á ýmsan máta en má almennt f lokka á þrjá vegu: „Í fyrsta lagi er um að ræða vanda sem snýr inn á við. Hann birtist ýmist í sjálfskaða, tölvufíkn eða félagslegri einangrun. Í öðru lagi kemur vandinn fram reiði og í of beldi út á við. Of beldi barna og ungs fólks hefur aukist tölu- vert síðustu ár og má oftast rekja til tilfinningavanda. Í þriðja lagi birtist tilfinningavandinn í fikti og neyslu, þá eru börnin að deyfa sig með áfengi og vímuefnum. Neyslumál barna eru alltaf bráða- tilvik hjá okkur og í forgangi því hver dagur sem barn er í neyslu skiptir máli fyrir þroska þess, framtíðarmöguleika og lífsgæði.“ Sérsniðin úrræði Foreldrahús býður upp á ólík námskeið og úrræði fyrir börn, unglinga, foreldra og fagfólk sem starfar með börnum. „Í sumum tilfellum er um að ræða hópnám- skeið og í öðrum er um að ræða úrræði sem byggja á þörfum hvers og eins. Við leiðbeinum þeim sem koma til okkar hvað hentar hverju sinni. VERA er til að mynda lang- tímaúrræði þar sem við tökum utan um foreldra og barn í nokkra mánuði í heildrænni meðferð. Tímalengdin er allt frá þremur upp í tólf mánuði og fer eftir erfið- leikastigi hvers tilfellis fyrir sig.“ Starf Foreldrahúss snýr einn- ig að fræðslu og forvörnum fyrir foreldra, því að sögn Berglindar sýnir reynslan að fyrirlestrar og hræðsluáróður til barnanna sjálfra duga skammt. „Þess í stað er mikilvægt að fræða foreldra um áhættuhegðunina, einkenni og viðbrögð, fyrsta viðbragð for- eldra er ekki alltaf heppilegast, en ráðgjöfin okkar miðast við að valdefla og styðja við foreldra á erfiðum tíma. Við erum líka með sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir for- eldra sem eiga unglinga í fikti eða neyslu. Það getur mörgum reynst mikið áfall að eiga barn í neyslu og oft þarf tíma og ráðgjöf til þess að vinna sig úr því áfalli. Foreldrahús býður einnig upp á sálfræðiráðgjöf fyrir unglinga í vanda og fjölskyldur þeirra, fjöl- skylduráðgjöf, seiglunámskeið fyrir leik- og grunnskólakennara, listmeðferð, fræðslu fyrir fagfólk og foreldra og sáttamiðlun.“ Aðsetur Foreldrahúss er að Suðurlandsbraut 50, í bláu hús- unum í Skeifunni. Foreldrasíminn 581-1799 er opinn allan sólarhring- inn. Þar svarar fagaðili og veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning. n Neyslumál barna eru alltaf í forgangi Berglind Strandberg er framkvæmdastýra Foreldrahúss. Hún segir tilfinningavanda barna birtast á afar ólíka vegu. Fréttablaðið/Ernir Verzlanahöllin er í eigu mæðgnanna Vilborgar Norðdahl, Þórdísar Vil- borgar Þórhallsdóttur og Sveindísar Önju V. Þórhalls- dóttur. Verzlanahöllin er verslun með básaleigu fyrir notuð föt og annan varning en mæðgurnar brenna fyrir umhverfisvernd og nýtingu. „Okkur hafði lengi langað til að gera eitthvað saman, enda mæðg- ur. Það eru 12 ár á milli systranna og því kannski ekki mikið sem þær hafa gert saman í gegnum tíðina,“ segir móðirin Vilborg, um ástæðu þess að þær mæðgur helltu sér út í rekstur saman. „Við brennum fyrir umhverfis- vernd og nýtingu. Yngri dóttirin hafði búið í Finnlandi og kynnst svipuðum verslunum þar og fannst okkur því tilvalið að stökkva á þennan vagn, enda sífellt meiri vitundarvakning um sóun og nýtingu.“ Mæðgurnar höfðu aldrei komið að fyrirtækjarekstri áður en þær opnuðu Verzlanahöllina skömmu fyrir jólin 2020. Það var því mjög margt sem kom þeim á óvart varðandi reksturinn. „Það kom líklega allt við hann á óvart. Hversu lifandi Laugavegur- inn er, hversu margt fólk er tilbúið í að versla notað, allur aldur, kyn, kynþættir og af öllum stigum þjóð- félagsins,“ segir Þórdís. „Það kom líka á óvart hversu gaman þetta er allt saman. Fólk er svo innlega með okkur í liði, við til dæmis notum aðeins notaða poka frá öðrum, niðurklippta miða úr pappa sem fellur til og svo fram- vegis. Fólk hikar ekki við að koma með þetta til okkar og er jafnvel að klippa fyrir okkur miða til að nýta undir verðlímmiðana,“ bætir systir hennar Sveindís við. Toppa sig í hverjum mánuði Mægðurnar segja að reksturinn hafi gengið vonum framan og að versluninni hafi verið ótrúlega vel tekið. „Búðin stækkar og stækkar, vinsældir aukast, veltan eykst og vinsældirnar toppa sig í hverjum mánuði. Við höfum þurft að bæta við starfsfólki og mátunarklefum hraðar en okkur óraði fyrir,“ segir Vilborg. „Það er mjög mikil eftirspurn eftir notuðum fötum og öðrum vörum. Það eru til dæmis mjög mörg sem koma fyrst til okkar áður en farið er annað. Til dæmis fyrir þemapartí, árshátíðir, djammið og ræktina,“ bætir Þórdís við. „Verzlanahöllin er hefðbundin básaleiga þar sem fólk leigir í ákveðinn tíma og fær greitt þegar básinn hefur verið tekinn niður. Við leyfum sölu á öllu sem er í lagi, hreint og heilt og er ekki skaðlegt. Þá má ekki selja matvæli, innflutt- ar vörur eða gamla lagera, þetta er hringrásarverslun með notuð föt fyrst og fremst.“ Á þeim tíma sem liðinn er frá því verslunin var opnuð hefur hún eignast þó nokkuð af fasta- kúnnum, bæði kaupendum og básaleigjendum. „Fastakúnnarnir okkar eru bæði fólk og hundar sem koma reglulega í búðina til okkar. Einnig eru sumir básaleigjendur að leigja aftur og aftur, jafnvel bara annan hvorn mánuð. Það er gaman að kynnast fólki og höfum við eignast vini og kunningja í gegnum Verzlanahöll- ina,“ segir Vilborg. Rödd kvenna og kvára þarf að heyrast Mæðgurnar eru allar meðlimir í FKA og segja þær að það hafi svo sannarlega hjálpað þeim í rekstri og styrkt tengslanet þeirra veru- lega. „Við höfum kynnst frábærum konum þar og við höfum kynnt okkur,“ segir Þórdís. Þeim mæðg- um finnst mikilvægt að auka fjöl- breytni fólks í stjórnunarstöðum og rekstri fyrirtækja. „Þjóðfélagið fer á mis við mikið ef það er ekki fjölbreytni í öllum stöðum þess. Rödd kvenna og kvára þarf að heyrast meira og þeirra sjónarmið í fyrirtækjarekstri og stjórnunarstöðum. Þannig vöxum við öll og þróumst.“ n Kom á óvart hvað þetta er gaman Mæðgurnar, Þórdís V. Þórhallsdóttir, Vilborg Norðdahl og Sveindís Anja V. Þórhallsdóttir reka saman Verzlanahöllina. Fréttablaðið/antOn brinK 6 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag KveNNa í atviNNulíFiNu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.