Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 43
Það er mikil verð- bólga í því hvernig fyrirtæki tala um sjálf- bærni og mikill græn- þvottur í gangi. Við trúðum því strax frá byrjun að við gætum, með góðri hjálp, skapað stað sem við getum verið stoltar af. Embla Ýr og Emma Þegar Ragna Sara Jónsdóttir stofn- aði hönnunarfyrirtækið FÓLK Reykjavík segir hún lán frá Svanna hafa skipt verulegu máli. „Ég hafði búið í Danmörku og fylgst með norrænu nýbylgjunni í innanhússhönnun, vörumerkjum eins og Muuto og Normann Copenhagen verða til. Þegar ég svo flutti heim árið 2008 tók ég eftir tvennu. Í fyrsta lagi að miðað við gróskuna í hönnun hér á landi, enduðu fá hönnunarverkefni sem söluvara í verslunum. Í öðru lagi vildi ég geta verslað vörur sem voru hannaðar og framleiddar á samfélagsábyrgan og sjálfbæran hátt. Ég fór því að kanna hvað þyrfti til til að auka framboð af sjálfbærri, íslenskri hönnun og endaði með því að stofna vöru- merkið FÓLK.“ Þetta segir Ragna Sara Jónsdótt- ir, eigand hönnunarfyrirtækisins FÓLK Reykjavík sem þróar, hannar og selur íslenska hönnun fyrir heimili og fyrirtæki. „Markmið okkar er að flýta fyrir grænu umbyltingunni. Að þróa vörur út frá hugmyndafræði sjálfbærni, þar sem vörur eru úr endurunnum eða náttúrulegum hráefnum, hafa langan líftíma og er hægt að taka í sundur og endur- vinna að líftíma loknum,“ greinir Ragna Sara frá. Við uppbyggingu FÓLKS Reykja- vík segir Ragna Sara hafa munað um styrk frá Atvinnumálum kvenna (AMK) og lán frá Svanna lánatryggingasjóði. „Við fengum styrk frá AMK fyrir nokkrum árum sem hjálpaði okkur að fara á aþjóðlega sýningu, og á tímapunkti í vexti fyrirtækis- ins fengum við lán frá Svanna sem skipti verulegu máli.“ Í dag starfa þrír hjá fyrirtækinu og nýlega var opnuð skrifstofa í Kaupamannahöfn sem sér um sölumál og vöruþróun. „Á Hönnunarverðlaunum Íslands í nóvember vorum við valin Besta fjárfestingin í íslenskri hönnun og á haustmán- uðum fengum við inn íslenska og erlenda fjárfesta. Við erum að byggja upp FÓLK Reykjavík sem alþjóðlegt vörumerki og hlökkum til að sýna nýja hönnun á alþjóð- legu vörusýningunni Stockholm Furniture Fair nú í febrúar,“ segir Ragna Sara. Mikil samkeppni er á markaði sem FÓLK Reykjavík starfar á og ekki síst ríkir samkeppni um að koma upplýsingum til neytenda. „Það er mikil verðbólga í því hvernig fyrirtæki tala um sjálf- bærni og mikill grænþvottur í gangi. Við leggjum okkur fram um að gera virðiskeðjuna okkar sýnilega svo neytendur geti sjálfir metið sögurnar á bak við vörurnar okkar. Við framleiðum eingöngu í Evrópu og margt af því sem við framleiðum er úr úrgangshráefn- um eða endurunnum hráefnum sem annars væri hent,“ upplýsir Ragna Sara. Hvar liggja tækifærin fyrir FÓLK Reykjavík? „Tækifærin felast í því að hjálpa neytendum að byggja sér heimili sem eru sjálf bærari og umhverfis- vænni. Mikið af hlutum sem eru framleiddir í dag voru hannaðir á þeim tíma þegar við sem samfélag höfðum ekki miklar áhyggjur af þeirri mengun sem framleiðsla hluta og húsgagna skapaði. Það er hægt að hanna og framleiða hluti sem hafa mun minni umhverfis- áhrif en margt sem er gert í dag. Til hagsbóta fyrir neytendur og umhverfið.“ n Vill flýta fyrir grænu umbyltingunni Ragna Sara Jónsdóttir er eigandi FÓLK Reykjavík. MYND/SAGA SIG Ljósmæðurnar Embla Ýr Guðmundsdóttir og Emma M. Swift opnuðu í haust Fæðingarheimili Reykja- víkur. Þær segja miklu hafa munað um styrk frá AMK og lán frá Svanna, lánatrygg- ingasjóði kvenna.  „Fæðingarheimilið er draumur sem rættist hjá okkur báðum. Þegar við kynntumst sáum við fljótt að við áttum mikla samleið í hugmyndum og styrkurinn sem við fundum í hvorri annarri gerði að verkum að við trúðum því strax frá byrjun að við gætum, með góðri hjálp, skapað stað sem við getum verið stoltar af.“ Þetta segja ljósmæðurnar Embla Ýr Guðmundsdóttir og Emma M. Swift á Fæðingarheimili Reykja- víkur. Áður en þær stofnuðu Fæðingar- heimilið höfðu báðar starfað á fjölbreyttum vettvangi við ljós- móðurstörf og fengið tækifæri til að sjá það sem virkar vel en líka það sem betur mætti fara. Þær kenna líka við Háskóla Íslands þar sem þær hafa tekið þátt í og leitt rannsóknir. „Við kennslu í ljósmóðurfræðum leggjum við sérstaka áherslu á mikilvægi þess að starfa eftir bestu getu og nýjustu þekkingu. Í því samhengi er mikilvægt að skoða hvaða þjónustuform skila bestri útkomu fyrir fjölskyldur sem eiga von á barni, sem og ljósmæður í starfi. Þetta eru hugtök eins og samfelld þjónusta, yfirseta ljós- móður, eðlileg fæðing, upplýst val kvenna og mikilvægi þess að gefa ítarlega og hlutlausa fræðslu,“ útskýrir Embla. Hún segir skjóta skökku við að þegar komið er út í raunveru- leikann séu fá tækifæri fyrir ljósmæður að sinna fjölskyldum í samfelldri þjónustu, og að þjón- ustuformum sem lagt hafi áherslu á eðlilegt fæðingarferli, svo sem fæðingarheimili, MFS eða Hreiðr- inu, hafi ítrekað verið lokað. „Við ákváðum því að bretta upp ermar og búa til fæðingarheimili þar sem veitt er þjónusta sem við vitum að er góð og samkvæmt því sem vitað er að skiptir fjölskyldur máli. Við lögðum áherslu á að skipuleggja alla þjónustu sam- kvæmt gagnreyndri þekkingu en einnig því sem ljósmóðurstörfin hafa kennt okkur í gegnum árin, og nú þegar Fæðingarheimili Reykjavíkur hefur opnað erum við afskaplega ánægðar með að hafa látið verkin tala. Við sjáum strax hversu mikil þörf var á þessum valkosti og finnum fyrir miklum meðbyr.“ Gríðarlega þakklátar Embla Ýr og Emma fengu styrk frá Atvinnumálum kvenna (AMK) og lán frá Svanna lánatryggingasjóði til þróa hugarfóstur sitt sem var Fæðingarheimili Reykjavíkur. „Að hljóta slíkan styrk skipti gríðarlega miklu máli. Þegar hug- mynd er bara á blaði og óvissan er mikil getur meðbyr frá AMK og Svanna orðið til þess að efla með manni kjark og tækifæri til að láta drauminn rætast. Það varð raunin hjá okkur. Styrkurinn frá AMK og lánið frá Svanna varð í raun til þess að við létum slag standa og fórum af stað með húsnæðisleit, og í kjöl- farið allar framkvæmdir á húsnæð- inu. Fyrir það erum við gríðarlega þakklátar,“ segir Emma. Viðtökurnar fóru fram úr þeirra björtustu vonum. „Þegar við opnuðum Fæðingar- heimilið í lok september fór starf- semin strax vel af stað. Við höfðum fundið fyrir miklum meðbyr í samfélaginu og fjöldi skjólstæð- inga sem sækja til okkar þjónustu er meiri en við reiknuðum með. Samfélagið okkar stækkar ört,“ segir Emma. Markmið þeirra Emblu var að Fæðingarheimilið yrði vettvangur fyrir fjölbreytta þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra. „Í dag erum við til dæmis með brjóstagjafaráðgjafa, ljósmæður sem sinna ráðgjöf um breytinga- skeið og fjölskylduráðgjöf, nám- skeið, meðgöngu- og mömmujóga. Við erum mjög áhugasamar um að halda áfram að skapa vettvang fyrir fagaðila með sérþekkingu, svo sem ljósmæður sem hafa bætt við sig námi og brenna fyrir starfi sínu, eða aðra sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í málefnum kvenna eða fjölskyldna. Fæðingar- heimili Reykjavíkur er heimili fyrir það,“ segir Emma. Gaman að sjá heimilið blómstra Embla Ýr og Emma mættu ýmsum áskorunum þegar þær hófu veg- ferð sína í átt að Fæðingarheimili Reykjavíkur. „Helsta áskorunin hefur líklega verið sú að mörg verkefni sem snúa að skipulagi og opnun fæðingar- heimilis eru mjög ólík ljósmóður- störfum. Við höfðum ekki mikla þekkingu af rekstraráætlunum, framkvæmdum á húsnæði né markaðssetningu, en við höfum leitað til sérfræðinga og lært heil- mikið á þessari leið, ekki síst að treysta á innsæi okkar og að leyfa okkur að hugsa stórt og láta hlut- ina virka,“ greinir Embla frá. Eftir að starfsemi Fæðingar- heimilisins fór af stað hafa áskor- anir verið af svipuðum toga. „Auk þess að sinna fjölbreyttum ljósmóðurstörfum erum við í öllum öðrum verkefnum sem falla til, svo sem framkvæmdastjórn, bókhaldi og daglegum rekstri. Sem betur fer þykir okkur það allt mjög skemmtilegt og sjáum hvernig þetta nær strax að blómstra. Stærsti lærdómurinn er því lík- lega að hafa trú á sjálfum sér til að takast á við ný verkefni en um leið að þekkja sín mörk og fá sérhæfða einstaklinga til að leiða ákveðin verkefni þegar þörf krefur,“ segir Embla. Fagleg þjónusta og fræðsla Fæðingarheimili Reykjavíkur er til húsa í Hlíðarfæti 17, í nýju hverfi í nágrenni Valsheimilisins, Háskóla Íslands og Landspítala. Þar starfar teymi ljósmæðra sem hefur að markmiði að veita góða fræðslu og faglega þjónustu á meðgöngu og í fæðingu. „Við ákváðum að finna strax húsnæði sem gæti rúmað alla þjónustu sem við sjáum fyrir okkur og lögðum mikið upp úr því að Fæðingarheimilið yrði heim- ilislegt og að þar sé gott að vera. Okkur finnst það hafa tekist vel. Við sjáum mikil sóknarfæri í að auka enn frekar við þjónustuna og stefnum að því að bjóða ráðgjöf um getnaðarvarnir, sem mikill áhugi er fyrir hjá skjólstæðingum okkar. Einnig viljum við stækka teymi sérfræðinga sem leigir aðstöðu hjá okkur og vonumst sérstaklega eftir sjúkraþjálfara, næringarfræðingi og sálfræðingi sem hafa sérhæft sig í málefnum kvenna á barneignaraldri. Þá væri gaman að bjóða upp á enn fleiri og fjölbreyttari námskeið í salnum,“ segja þær Embla Ýr og Emma. „Við sjáum fyrir okkur að geta tekið á móti enn fleiri börnum á næstu árum og stækkað ljós- mæðrateymið svo hægt sé að sinna fleiri skjólstæðingum á þann hátt sem við teljum mikilvægt. Við teljum tækifæri til aukinnar þjónustu bæði raunhæf og mikil- væg og finnum fyrir miklum áhuga ljósmæðra á að vinna í samfelldri þjónustu á fæðingarheimili eins og okkar.“ n Skapaði tækifæri til að láta drauminn rætast Séð inn í fæðingarstofu Fæðingarheimilisins en þar er líka baðkar til fæðinga. Embla Ýr Guð- mundsdóttir og Emma M. Swift á Fæðingarheimili Reykjavíkur eru reynslumiklar ljósmæður og kennarar í ljós- móðurfræðum við Háskóla Íslands. FRÉTTA BLAÐIÐ/ERNIR kynningarblað 27FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kVenna í atVinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.