Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 27
Krónan hlaut Hvatningar- verðlaun jafnréttismála Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands árið 2022. Viðurkenninguna hljóta fyrirtæki sem sett hafa jafn- rétti á oddinn og skapað góða fyrirtækjamenningu, þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins er í hávegum höfð. „Við erum afar stolt og þakklát fyrir hvatningarverðlaunin,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Fjölbreytileiki skiptir svo sannarlega máli og við viljum gefa starfsfólki okkar tækifæri á að vaxa í starfi óháð kyni, kyn- þætti eða þjóðerni, kynhneigð, aldri, trú, skoðunum eða fötlun. Við vitum að jafnrétti gerist ekki sjálfkrafa og því er meðvitund um málið mikilvæg.“ Guðrún segir stjórnendur Krón- unnar vera vakandi fyrir ómeð- vitaðri hlutdrægni og einsetja sér að forðast einsleitni í ráðningum. „Fjölbreytileiki leiðir af sér skapandi umræðu, aukið umburðarlyndi, skilning fyrir ólíkum sjónarmiðum og víðsýnni mynd á áskoranir og tækifæri. Fjölbreytileiki eykur einfaldlega samkeppnishæfni. Við erum alls konar í okkar samfélagi og vinnu- staðir eiga að endurspegla það í ráðningum sínum.“ Krónan og Festi hafa sýnt gott fordæmi Guðrún hóf störf í Krónunni í lok árs 2020, þá komin sex mánuði á leið með sitt annað barn. „Tímarnir eru svo sannarlega að breytast og það er aukinn skilningur og sveigjanleiki fyrir því í atvinnulífinu að það þarf að ríkja ákveðið jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það að vera kona á barneignaraldri á ekki að draga úr tækifærum þínum á að láta til þín taka í atvinnulífinu ef áhuginn liggur þar. Hér finnst mér Krónan og Festi sem móður- félag sýna frábært fordæmi,“ segir Guðrún og heldur áfram: „En það er auðvitað ekki nóg að jafna hlut- föllin fyrir konur heldur þarf að taka tillit til allra hópa og tryggja að jöfn tækifæri séu til staðar.“ Krónan hefur í tæp tuttugu ár verið í samstarfi við Vinnumála- stofnun í verkefni sem kallast Atvinna með stuðningi. „Þar fá einstaklingar sem búa við skerta starfsgetu þjálfun í starfi og stuðning. Við hjá Krónunni erum einnig með skýra stefnu, tilgang og markmið í mál- efnum starfsmanna af erlendum uppruna þar sem við meðal annars bjóðum upp á fræðslu þar sem farið er yfir menningarmun og fjölbreytileika á vinnustað og hvernig það er að vera af erlendu bergi brotnu og á íslenskum vinnu- markaði,“ greinir Guðrún frá. Fá fjölbreytt viðhorf og ólíka einstaklinga að borðinu Að sögn Guðrúnar hefur náðst sýnilegur árangur á undanförnum tveimur árum. „Kvenkyns verslunarstjórum, samkynhneigðum verslunar- stjórum og verslunarstjórum af erlendu bergi brotnu hefur fjölgað í Krónunni. Einnig stýrir kona veltuhæstu einingu Krónunnar og almennt hefur konum fjölgað í starfsmannahópi Krónunnar,“ segir Guðrún og bætir við: „Þetta er okkur mikilvægt og við ætlum svo sannarlega að halda áfram á þessari vegferð. Fyrir utan virði þess að fá fjölbreytt viðhorf að borðinu þá er líka bara skemmtilegra að vera í umhverfi þar sem ólíkir einstaklingar með mismunandi bakgrunn og skoð- anir fá að njóta sín.“ Krónan sé eftirsóttur vinnustaður Guðrún segir markmið Krónunn- ar að vera eftirsóttur vinnustaður. „Við teljum ánægt starfs- fólk vera lykilinn að því. Það er útgangspunktur okkar að starfs- fólki líði vel í vinnunni og það hlakki til að mæta og takast á við verkefni dagsins. Það eru ýmsir þættir sem við lítum til sem stuðla að þessu en í grunninn erum við til staðar fyrir hvert annað og ég held að fólk finni fyrir því þegar það hefur störf hjá okkur. Þetta, ásamt okkar einlæga vilja til að gera alltaf betur í dag en í gær, er hluti af okkar DNA og það skín í gegn.“ n Sjá allt um Krónuna á kronan.is Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2022 Frá vinstri: Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, María Guðrún Jósepsdóttir, verslunarstjóri Krónunnar í Mosfellsbæ, og Ásthildur María Jóhannsdóttir, verslunarstjóri Krónunnar í Lindum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gott að setja sér markmið og stefna hátt Ásthildur María Jóhannsdóttir hefur alla tíð verið áhugasöm um verslunarstörf. Hún var ekki nema sextán ára þegar hún hóf störf hjá Nóatúni í JL-húsinu og var ung að árum þegar hún vann sig upp í að verða vaktstjóri. „Síðan þá hef ég unnið öll störf innan verslunar, verið á kassa, í kjöti, grænmetinu og á lager. Það er einmitt fjölbreytileikinn sem gerir verslunarstörf svo skemmti- leg,“ segir Ásthildur sem nú hefur sinnt verslunarstörfum í 23 ár. „En auðvitað reikaði hugurinn í aðrar áttir. Ég lauk BS-námi í tannsmíði við HÍ og vann samhliða náminu í Nóatúni um helgar. Árið 2015 fékk ég svo tækifæri til að vinna í fullu starfi í Nóatúni, sem ég þáði. Það átti að vera í skamman tíma en verslunarstarfið er bara svo skemmtilegt að ég er hér enn,“ segir Ásthildur kát. Að mati Ásthildar er enginn dagur eins hjá verslunar- stjóra því starfið sé bæði mjög flæðandi og verkefnin fjölbreytt. „Mér finnst mikilvægt að byrja hvern dag á að heilsa starfs- fólkinu og bjóða góðan dag. Svo tekur við hringur um búðina til að athuga stöðuna og í stórri búð eins og Lindum er í mörg horn að líta. Verslunarstjóri ber ábyrgð á öllum rekstri og þarf að hafa umsjón með öllu sem viðkemur búðinni, allt frá því að ekki sé rusl á bílaplani til þess að ekki vanti vörur sem viðskipta- vini vantar og svo mætti lengi telja.“ Ásthildur segir kaflaskipti hafi orðið þegar Ásta Fjeldsted, sem nú er forstjóri Festi, var ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar. „Ásta kom inn með slíka orku að eftir var tekið og hún varð manni innblástur um að maður gæti stefnt hærra og þangað var stefnan sett.“ Ásthildur segir mikilvægt að konur fái tækifæri til jafns við karla því hæfni en ekki kyn eigi að stjórna því hvort einstaklingur sé hæfur stjórnandi. „Þegar ég var ung að hefja störf sem stjórn- andi var þetta mjög karllægur bransi. Nánast allir verslunar- stjórar voru karlmenn á miðjum aldri, konur voru frekar aðstoðar- verslunarstjórar eða vaktstjórar. Hugarfarið var á þá lund að viðvera verslunarstjóra væri það mikil að konur sem áttu börn og fjölskyldu gætu ekki með nokkru móti sinnt starfi verslunarstjóra, en með tilkomu nýrra stjórnenda og í anda Krónunnar er ég hér og var einstæð tveggja barna móðir þegar ég varð verslunarstjóri hjá Krónunni.“ Ásthildur segir Krónuna styðja vel við starfsþróun starfsfólks og að miklir möguleikar séu fyrir þá sem vilja að ná langt. „Fyrir tilstuðlan Krónunnar er ég nú í námi í viðskiptafræði og verslunarstjórnun á Bifröst. Þá sýndi Ólafur Rúnar, rekstrarstjóri Krónunnar, mér mikið traust þegar hann fól mér að stýra stærstu verslun Krónunnar í Lindum. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um því ég er metnaðar- gjörn að eðlisfari og allt sem ég tek mér fyrir hendur geri ég af heilum hug. Ég stefni alltaf á að ná lengra og þróast í starfi.“ Ásthildur telur kyn verslunar- stjóra ekki segja til um hvernig stjórnendur þeir eru. „En ég tel að konur hafi góða yfirsýn yfir rekstur verslunar sem er að mörgu leyti líkt því að reka heimili.“ Til að vaxa og dafna í starfi þykir Ásthildi mestu skipta að hafa eldmóð og áhuga á starfinu, og setja sér skýr markmið og stefna hátt. „Að hafa óbilandi trú á því sem maður gerir og standa óhrædd með ákvörðunum sem maður tekur. Það er ekki að ástæðulausu sem starfsaldur innan Krónunnar er hár. Sam- heldni og góður starfsandi er ríkjandi og unnið er markvisst að því að stuðla að vellíðan starfs- fólksins.“ Alltaf dreymt um að stýra verslun María Guðrún Jósepsdóttir hóf störf í Krónunni á Reyðarfirði í febrúar 2018. Þar starfaði hún sem aðstoðarverslunarstjóri en í dag er hún verslunarstjóri Krónunnar í Mosfellsbæ. Ætlaðir þú alltaf að verða verslunarstjóri? „Já, það hefur alltaf verið markmiðið að vaxa í starfi. Ég byrjaði í verslunarbransanum 2006 en ákvað svo að breyta um starfsvettvang. Hugurinn leitaði hins vegar alltaf aftur í verslunarbransann. Ég hef alltaf átt draum um að stýra verslun og vera hluti af flottum hóp.“ Hvernig er venjulegur dagur hjá verslunarstjóra? „Það er enginn dagur eins hjá okkur, en heilt yfir hefur verslunarstjóri yfirsýn og um- sjón með daglegum rekstri verslunarinnar ásamt því að sinna þeim mörgu og fjöl- breyttu verkefnum sem upp koma. Í þessu starfi er hægt að hafa jákvæð áhrif, hvort sem það við kemur rekstri verslunar eða samskiptum við viðskipta- vini og starfsfólk. Það höfðar mikið til mín.“ Finnst þér mikilvægt að jafna kynjahlutföllin? „Mér finnst mikilvægt að allir fái sömu tækifæri óháð kyni. Hæfni einstaklings ætti að ráð úrslitum þegar verið er að ráða inn fólk.“ Hvernig hefur Krónan stutt við þína starfsþróun? „Krónan hefur hvatt mig til þess að þróast í starfi með ýmsum leiðum, meðal annars með því að bjóða upp á nám og námskeið. Ég er til dæmis núna í námi sem heitir Fagnám versl- unar og þjónustu í Verzlunar- skóla Íslands. Einnig hef ég verið í leiðtogaþjálfun hjá KVAN.“ Hvað finnst þér skipta máli til að vaxa og dafna í starfi? „Það skiptir máli að hafa stuðning og traust yfirmanns og til að vaxa og dafna í starfi þarf maður að sinna starfinu af áhuga. Sem verslunarstjóra finnst mér mikilvægt að ná vel utan um teymið og að við séum ein liðsheild. Við erum í þessu saman og þannig náum við árangri.“ kynningarblað 11FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag Kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.