Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 31
Tin Can Factory, Dósaverk- smiðjan, er tungumálaskóli þar sem áhersla er lögð á íslenskukennslu fyrir útlend- inga á íslensku, þó þar sé einnig kennd enska á ensku, ætluð meðal annars útlend- ingum og svo spænska. Gígja Svavarsdóttir byrjaði að kenna í skólastofu í hruninu en hún hafði þá kennt íslensku sem annað mál lengi. Nemendur sem ekki hafa vestræna letrið í móðurmáli sínu fá kennslu í því auk íslensku. Kennarar við skólann hafa útbúið námsefni fyrir þennan hóp. „Við erum með haug af námsefni en við höfum ekki fengið styrki til þess að gefa það út. Þetta þyrfti að koma út vegna þess að við vitum að það er mikil þörf á öllum skólastigum fyrir námsefni þar sem fólk lærir bæði vestræna letrið og íslensku.“ Starfsmenn eru að jafnaði um 25. „Við erum með jafnlaunastefnu; það eru eiginlega allir á sömu launum hérna. Krafan er að kenn- arar séu háskólamenntaðir. Karlar og konur. Sama vinna, sama ábyrgð og svo er mikið lagt upp úr sam- vinnu. Við kennum í fjórar vikur á dagtíma og svo tökum við eina viku sem er bara endurmenntun, námsefnisgerð og fundir. Ég reyni að tryggja að kennarar fái líka að anda, þetta er svo mikið álag. Þetta er mjög krefjandi vinna. Ég fastræð fólk og með því náum við ákveðnu jafnvægi og mikilli faglegri vinnu. Oftast er fólk í verktakavinnu við þessa kennslu; ég er að reyna að búa til atvinnuöryggi innan þessa geira. Við söfnum með því reynslu og gæðum í kennslu. Kvöldkennsl- an er samt enn verktakavinna því þessi kennsla er ekki metin að verðleikum við úthlutun styrkja til hennar. Við erum að gera okkar besta í þjálfun kennara þar líka. Ég bíð samt eftir betri tíð,“ segir Gígja Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Tin Can Factory, sem á íslensku kallast Dósaverksmiðjan. Samvinna starfsfólks og hlustun Hvað með stjórnunarstíl Gígju? „Samvinna. Það er mikilvægt að skólinn sé ein heild og að við vinnum öll saman. Það á enginn að þurfa að finna upp hjólið. Við erum mikið í að miðla og læra saman nýjar aðferðir og nýjar nálg- anir. Líka að vinna með nemenda- hópnum, hlusta og finna leiðir til að vera sem oftast með nám við hæfi. Undirslagorð okkar er: „Ef við höldum að við vitum hvernig á að gera hlutina þá lokum við.“ Þá erum við hætt að hlusta og gerum allt eins og síðast. Framvinda náms og gæða er að vinna með nemend- um, vinna saman, njóta og hlusta.“ Reynslumikill kennari Gígja lærði heimspeki við HÍ en hefur starfað í áratugi við kennslu í íslensku sem öðru máli. Hún vann fyrst hjá Námsflokkum Reykjavík- ur – við kennslu og námsefnisgerð. Hún vann líka í Lingua-verkefninu Braga, sem er námsefni á netinu, í samvinnu við Humboldt-háskóla í Berlín. Hún var með sinn eigin net- skóla, Skoli.eu, í átta ár þegar hún bjó á Ítalíu og einnig Íslenskuskól- ann, skóla á neti fyrir íslensk börn í útlöndum. Þegar hrunið skall á var fjölskyldan nýkomin til Íslands og þá hófst kennsla í skólastofu og síðan hefur skólinn vaxið og dafnað. Námsefnisgerð og kennslu- fræði eru hennar megináhugamál. Gígja hefur gefið út mörg kennslu- spil og bækur fyrir kennslu í Dósa- verksmiðjunni en efnið er einnig nýtt í mörgum skólum á mörgum skólastigum. Fjölbreytt starfsemi Nemendur Dósaverksmiðjunnar voru rúmlega 2.700 í fyrra. „Kennsla hefst klukkan 9.30 og lýkur 22.15 á kvöldin. Við höfum alltaf kennt íslensku á íslensku og gert námsefni við hæfi. Það þarf ekki að kunna ensku til að læra íslensku. Við erum ekki með námskeið þar sem ekki er kennt á íslensku, þess þarf ekki ef námsefnið er gott og kennslan miðuð að því og því þjálfum við alla kennara í byrjun.“ Starfsemin er fjölbreytt. „Kennd eru átta stig og alls konar talnám- skeið. Þá er netnámið alltaf vinsælt og vinnustaðanámskeiðum fjölgar mjög mikið og er gleðilegt að sjá að fyrirtæki sjá sér mikinn hag í að vera með nám fyrir sitt starfsfólk á vinnutíma. Framhaldsfræðsla snýr að menntun fullorðinna og við höfum sérhæft okkur í að kenna íslensku sem annað mál og hafa verkefnin aukist með hverju ári. Útlendingar sækja vel í íslensku- nám en hópurinn hefur breyst mjög mikið og má segja að verkefni framhaldsfræðslunnar nái yfir öll skólastig í dag. Til okkar kemur fólk sem þarf að læra íslensku en hefur sumt aldrei notið formlegrar skóla- göngu, önnur hafa jafnvel margar háskólagráður.“ Sum lesa ekki vestrænt letur Gígja segir að þriðjungur nem- endanna þurfi að læra vestræna letrið af því að móðurmál þeirra eru rituð á öðru letri. „Við tókum ákvörðun um að sinna þessum hópi þó engir væru styrkir til. Þessi hópur er mjög fjölbreyttur. Þetta er fólk sem kemur oftast frá stríðs- hrjáðum löndum og eins og áður sagði þá hafa sum aldrei gengið í skóla á meðan önnur eru mjög vel menntuð. En það breytir því ekki að þau hafa aldrei unnið með vestrænt letur. Þessi hópur var van- ræktur mjög lengi og við hjá Dósa- verksmiðjunni þurftum eiginlega að berjast fyrir því inni í kerfinu að fá að kenna þessum hópi vestræna letrið og það væri viðurkennt sem fullgilt nám. Við erum núna komin með fimm stig í vestræna letrinu en þetta skiptir miklu máli vegna þess að það er verið að fara betur með almannafé og tíma þessa fólks af því að það var áður sett á venjuleg íslenskunámskeið og enginn skildi af hverju því gekk svona illa að læra. Það var systematískt verið að brjóta þennan hóp niður með því að kanna ekki þörf á undirbúnings- námi við hæfi. Hlusta, við verðum að hlusta.“ Eins og áður segir er um fjöl- breyttan hóp að ræða. „Sum eru vissulega hælisleitendur en þetta er líka fólk sem er komið með kennitölu og fólk sem er búið að búa hér í fjölda ára, hefur verið á vinnumarkaði, en hefur aldrei fengið þessa þjónustu. Þau geta ekki lesið launaseðilinn sinn nema með hjálp.“ Gígja segir að í sumum tilfellum hafi sum innan þessa hóps aldrei lært að lesa. „Þau höfðu aldrei farið í gegnum þetta ferli, að færa hljóð yfir á bókstaf. Þau hafa því engin tæki til að læra sjálf af því að þau eru ekki læs á sitt eigið tungumál. Við höfum því námskeið fyrir þann hóp til að læra að lesa á sínu eigin tungumáli áður en það hefur form- legt nám í íslensku og það hefur skilað frábærum árangri.“ Þarf styrki Gígja segir það hafa verið áskorun hjá Tin Can Factory í upphafi að kenna þessum hópi vestræna letrið þar sem námsefni skorti til að kenna fullorðnum. „Við getum ekki notað sama námsefni og íslensk börn nota til þess að læra að lesa. Það gefur augaleið. En hér er mikill og góður kjarni af kennurum sem hafa þróað námsefni. Við erum með haug af námsefni en fáum ekki styrki til þess að gefa það út. Þetta þyrfti að bæta því við vitum að það er mikil þörf á öllum skólastigum á námsefni þar sem fólk lærir bæði vestræna letrið og íslensku.“ n Þar sem íslenska er kennd á íslensku Gígja Svavarsdóttir kennari segir að framhaldsfræðslan snúi að menntun fullorðinna og kennarar séu sérhæfðir í að kenna íslensku sem annað mál og hafa verkefnin aukist með hverju ári. fréttablaðið/anton brink Gígja ásamt samstarfsmönnum, Aiste, Samira og Marya. fréttablaðið/anton brink Hluti náms- efnisins í Tin Can Factory eða Dósaverk- smiðjunni, sem er tungumála- skóli. Gígja segir að mjög gott samstarf sé meðal kennara í skólanum. kynningarblað 15FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.