Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 32
Stjórnarkonur FKA Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins um allt land. Félagið er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins, styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku. Félagið var stofnað árið 1999 sem Félag kvenna í atvinnurekstri en varð síðar félagasamtök fyrir konur í atvinnulífinu öllu. Hvort sem þú ert stjórnandi, leiðtogi, átt eða rekur þitt fyrirtæki – þá áttu heima í FKA. Mikilvæg verkefni hjá FKA Guðrún Gunnarsdóttir situr í stjórn FKA. Hún starfar hjá Fastus ehf., var einn stofnenda félagsins, og hefur starfað sem deildarstjóri heilbrigðissviðs alla tíð. Guðrún er tímabundið framkvæmdastjóri ásamt Arnari Bjarnasyni. „Ég hef unnið við sölu og markaðssetningu hjúkr- unar- og lækningatækja í 30 ár og tel mig því þekkja markaðinn ansi vel. Minn bakgrunnur er í viðskiptum, námi og diplóma í notkun sérhæfðra lækningatækja, og einnig í stjórnun og stjórnarmennsku,“ segir hún. Guðrún er á fyrsta ári í stjórn FKA og segist hafa kynnst mörgum öflugum konum. „Ég fékk tækifæri til að vinna með þeim að flottum verkefnum eins og Jafnvægisvog FKA sem er mikilvægt verkefni. Einnig leiði ég starfið fyrir viðurkenningahátíðina okkar sem er árlegur viðburður. Það er bæði verðugt og mikilvægt viðfangsefni að hvetja konur til starfa í efstu lögum fyrirtækja svo og stjórnum. Árið 2023 verður ár breytinga eins og öll önnur ár. Að mörgu leyti eru Íslendingar framarlega þegar kemur að jafnrétti á vinnumarkaðnum og hlutdeild kvenna á vinnumarkaðnum í stjórnunarstörfum vex jafnt og þétt. Það er mjög gleðilegt og er eitt aðal- markmið starfsins hjá FKA. Það gleður mig að sjá konur fá tækifæri við að stýra mörgum stórum fyrir- tækjum og stofnunum landsins. FKA á sinn sess í að þróa þessi mál áfram með jákvæðum hætti.“ Eðlileg framþróun Unnur Elva Arnardóttir er varaformaður FKA og situr í stjórn. Hún starfar bæði sem forstöðumaður hjá Skeljungi og sem „Senior Bunker and Fuel trader“, en það starf felur í sér sölu á vörum og eldsneyti á flutnings- og farþegaskipum. „Starfið mitt er í senn mjög skemmtilegt, fjölbreytt og jafnframt krefjandi þar sem ég bæti stöðugt í reynslubankann. Þá hef ég komið víða við, starfaði í bílaumboðinu Heklu í ellefu ár sem vöru- og sölustjóri Skoda-bifreiða, hjá fjar- skiptafyrirtækjunum Vodafone og svo hjá Símanum sem deildarstjóri viðskiptastýringar og sölu,“ segir Unnur. „Ég hef verið í FKA í nær tíu ár og verið mjög virk innan félagsins enda setið í hinum ýmsu nefndum og deildum. Ég sat í viðskipta- og fræðslunefnd auk afmælisnefndar FKA þar sem við héldum upp á tutt- ugu ára afmæli í Hörpunni. Fyrir mér var það eðlileg framþróun að sækjast eftir stjórnarkjöri á sínum tíma, enda brenn ég fyrir öflugu félagsstarfi FKA og vil leggja mitt af mörkum til að gera það enn betra. Tækifærin eru óteljandi þegar kemur að jafnrétti og stöðu kvenna. FKA vinnur sem aldrei fyrr með aðilum á vinnumarkaðnum, styður konur í að sækja fram, til aukins sýnileika. Við eigum langt í land þegar kemur að jafnrétti en jafnt og þétt mjakast þetta í rétta átt. Hvetjum konur til að vera sýnilegar Dóra Eyland er ritari stjórnar FKA. Hún hefur starfað í bráðum tíu ár við þjónustu- og markaðsmál hjá Golfklúbbi Reykjavíkur en reynsla hennar er mest á því sviði. „Ég er með BA-próf í félagsvísindum frá Bifröst (HHS) og stunda núna meistaranám samhliða vinnu við Háskóla Íslands í þjónustustjórn- un, svo það er nóg að gera.“ Dóra segir það hafa mikla þýðingu fyrir sig að sitja í stjórn FKA. „Við erum jafn ólíkar og við erum margar en vinnum allar að sömu markmiðum – að efla og tengja félagskonur. Stjórnarseta gefur mér einnig tækifæri til að kynnast félagskonum og starfi félagsins betur, sem er dýrmætt. Sjálf tók ég þátt í undirbúningi Sýnileikadags FKA á síðasta ári og sit nú í Sýnileikanefnd sem fulltrúi stjórnar. Í gegnum þá vinnu hef ég fengið að kynnast og mynda tengsl við frábærar félagskonur. Öll þátttaka í félaginu, hvort sem er í gegnum viðburði, nefnda- eða stjórnarstörf eru góð leið til að efla tengslanet sitt og veita okkur tækifæri til að hreyfa við hlutunum. Það er af nægu að taka innan FKA og mun félagið halda áfram að þjónusta atvinnulífið og vera vænlegur kostur fyrir þær konur sem vilja fjárfesta í sjálfum sér,“ segir hún. Þegar hún er spurð um framtíð- arþróun jafnréttis og stöðu kvenna á vinnumarkaði, svarar hún: „Ég hef trú á frekari framfarir og aukið jafnrétti hvað varðar stöðu kvenna á vinnumarkaði á komandi ári. Það væri gaman að sjá fleiri konur taka stjórnendasæti í fyrirtækjum á markaði. Við munum að minnsta kosti halda áfram að hvetja konur til að vera sýnilegar og sækja fram – með þeim hætti aukum við lík- urnar á fleiri tækifærum og meira jafnrétti.“ Jafnrétti er val Íris Ósk Ólafsdóttir situr í stjórn FKA. Hún starfar sem viðskipta- og verkefnastjóri hjá Advania þar sem hún sinnir viðskiptavinum í að nýta tæknilausnir og vöruframboð til að tryggja yfirsýn og einfalt aðgengi að upplýsingum um mannauð þeirra. „Það skiptir mig miklu máli að vinna með flottu og öflugu teymi, hafa gaman af því sem ég er að gera ásamt því að læra eitthvað nýtt. Mér leiðist að gera sama hlutinn oft og fer því yfirleitt strax í að besta ferlið eða auka virðið á einhvern hátt, en þar liggur einmitt bakgrunnurinn minn. Ég lærði virðiskeðjustjórnun í Danmörku fyrir mörgum árum en það má segja að þar hafi ég verið heilaþvegin í að koma auga á sóun í rekstri, horfa á allt sem ferli til að skapa virði og muna að stöðugar umbætur eru lykillinn að framförum. Það hugarfar hefur fylgt mér alla tíð og var það mér því eðlislægt að leiðast út í upplýsingatækni, sem ég hef verið við- loðandi undanfarinn áratug. Ástæðan fyrir því að ég tek þátt í að móta FKA með stjórnarsetu er fyrst og fremst vegna þess að FKA er afl sem lætur sig málin varða og vinnur að þeirri fram- tíðarsýn sem ég trúi á. Ég er þannig úr garði gerð að til þess að geta tjáð mig óhindrað af öllu hjarta finnst mér best að setja mig inn í aðstæðurnar og finna á eigin skinni,“ segir hún. „Eins og góð vinkona mín segir þá er jafnrétti val. Það skiptir máli að taka af skarið, hafa kjark, taka samtalið. Í dag eru geggjaðir tímar þar sem við höfum flottar fyrirmyndir úti um allt. Mér finnst mikilvægt að allir finni fyrirmyndir eða einhvern sem hægt er að tengja við. Ég er bara venjuleg „sveitastelpa“ sem vil vaxa og ná árangri. Ég finn að með því að stíga skrefið og bjóða mig fram til stjórnarsetu breytist samtalið við vinkonur, kunningjakonur og samstarfskonur. Ég tel það vera mikilvægt, ég er ekki háværust eða fremst en ég tel að samtalið þurfi að vera á öllum vígstöðv- um og þess vegna þarf fjölbreytileika til að ná þeim árangri sem við viljum.“ Konur eru alls konar Katrín Kristjana Hjartardóttir er gjaldkeri stjórnar. Hún er fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). „Ég starfaði í sex ár í flugrekstri og langar að fara aftur í flugið, seinna á lífsskeiðinu, ég elska allt við flugið, þar er ég á heimavelli,“ segir hún. „Í dag er ég atvinnu- stjórnarkona, framkvæmdastjóri og stundakennari. Það er ótrúlega skemmtileg blanda og eru engir dagar eins. Ég elska að vinna með ungu fólki, það heldur mér síungri og kennir mér að við, mannfólkið, erum í stöðugri þróun og þurfum að hlaupa hratt ef við ætlum að halda í við næstu kynslóðir,“ segir Katrín. „Kennsla finnst mér vera það mikilvægasta í heiminum, ég held að ef allur heimurinn hefði jafnan aðgang að góðri menntun þá myndum við útrýma stríði, fátækt og ójöfnuði. Ég elska sjálf að læra, fór í húsmæðraskóla og barskóla í London, er stjórnmála- fræðingur, viðskiptafræðingur og hef menntað mig meðal annars í Ástralíu (þannig blandaði ég menntun og flugi saman). Ég stefni á frekara nám í framtíðinni og er núna að skoða doktorsnám, meira um það seinna.“ Katrín segir að engin kona sé eyland og til þess að jafnréttis- baráttan skipti máli þurfi konur og kvár að standa saman. „Ég vil að sonur minn búi í sanngjarnara samfélagi, til þess þarf ég mark- visst að búa til þannig umhverfi og taka þátt í að efla konur á vinnumarkaði, ég tel að karlkynið muni njóta mun betur góðs af en er almennt talað um, að fá konur með inn í atvinnulífið. Þess vegna er ég í stjórn, til að vera hluti af hóp sem saman getur sett af stað umfjöllun sem þarf og minnt á að hér er mikil vinna fram undan. Ég held að við séum að sjá bak- slag í jafnréttismálum líkt og ann- ars staðar. Með nýjum forstjóra Festi og öðru sem vekur athygli. þá halda margir að þetta sé komið gott og flott. En af tölfræði til dæmis Jafnvægisvogar (hreyfi- aflsverkefni FKA) að sjá er lítil sem engin hreyfing á jafnari stöðu kvenna í efsta lagi stjórnenda. Ég held að stjórnendur, sérstaklega konur, þurfi að vera óhræddari við að ráða inn konur, að sjá aðra konu í framkvæmdastjórn sem styrk, en ekki ógn. Við konur þurfum líka að vera meðvitaðar um orðið leghafi, og að ekki allar konur hafa leg, að vera kona er alls konar. Við þurfum að opna lokaða kvennaklúbba og það er það sem bíður FKA.“ Konur þurfa að segja já Sigrún Barðadóttir, stjórnarkona í FKA, er einn stofn- enda og formaður stjórnar Eimverks Distillery og stofnandi Teko vöruþróunar. Hún útskrifaðist með BA úr Concordia-háskóla í Montreal, Kanada, árið 2008, og master í stjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2012. Hún hefur einnig setið í stjórn meðal annars Nýlistasafnsins, Samtaka sprotafyrirtækja í SI og Eim- verks Distillery. „Ég er spennt fyrir nýju ári, mikið hefur áunnist en það er eftir sem áður mikilvægt að við séum öll meðvituð um að við getum með ákvörðunum okkar stuðlað að fjölbreytni. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Stjórnendur þurfa að taka meðvitaðar ákvarðanir um að auka fjölbreytni í stjórnum félaga, framkvæmda- stjórnum og atvinnulífinu almennt. Það er líka mikilvægt að við konur séum meðvit- aðar, setjum okkur markmið, tökum af skarið, segjum já, „lean in“, og umfram allt aldrei hætta að þora. Mér er einnig hugleikið hlutverk okkar í alþjóða- samstarfi, við erum fyrirmynd og getum haft áhrif, þróun erlendis hefur víða ekki verið í rétta átt, hér er mikilvægt að við á Íslandi höldum áfram að vera fyrirmynd og sýnum hvað er hægt. Þetta á bæði við um málefni jafnréttis í öðrum löndum en það er ekki síður mikilvægt að við sinnum vel því fólki sem er að setjast að á Íslandi. FKA hefur gefið mér mikið og eflt mig síðan ég fyrst kom í félagið 2010. Frá þeim tíma hef ég sótt orku og þor í félagið, rætt við konur um hugmyndir, rekstur og allt sem viðkemur fyrirtækjum og atvinnu- lífi. Fyrir mér er heiður að fá nú að nýta mína reynslu á sviði stjórnar FKA. Það er lærdómur að vera í stjórn, krefjandi og gaman, ég hvet konur til að gefa kost á sér í stjórnir, segja: „Já, ég er með.“ FélAg KvennA í AtvinnulíFinu16 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.