Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 63
Það sem kom mér virkilega á óvart var þegar María Sigrún fréttakona varð allt í einu „viral“ á mexíkósk- um miðlum. Ég flutti í rauninni bara vegna þess að mér bauðst þetta frábæra starf og skoraði á sjálfa mig að prófa eitthvað nýtt. En það hjálpaði klárlega að ég og unnusti minn fundum okkur strax draumaíbúðina á Akureyri. Ólöf Rún Erlendsdóttir fréttamaður hóf störf hjá RÚV á Akureyri í septem- ber en hafði áður starfað á fréttastofunni í Efstaleiti og var því enginn nýgræðingur. Hún flutti norður til að prófa eitthvað nýtt. „Ég er Breiðhyltingur í húð og hár og þetta er í fyrsta skipti sem ég bý utan Reykjavíkur,“ segir hún. „Ég á hins vegar rætur hér fyrir norðan og hef eytt miklum tíma þar. Móðir mín er Dalvíkingur og það var yfirleitt hápunktur sum- arsins hjá okkur fjölskyldunni að heimsækja ömmu og afa á Dalvík. Bróðir minn flutti svo til Akur- eyrar fyrir nokkrum árum og ég á frændfólk hérna úti um allt, svo það vantar ekki tengingarnar,“ bætir hún við. „Ég flutti í rauninni bara vegna þess að mér bauðst þetta frábæra starf og skoraði á sjálfa mig að prófa eitthvað nýtt. En það hjálp- aði klárlega að ég og unnusti minn fundum okkur strax draumaíbúð- ina á Akureyri, eftir að hafa boðið í margar, margar íbúðir í Reykjavík, án árangurs,“ segir Ólöf Rún. Þegar hún var spurð hver væri munurinn á starfinu fyrir norðan og í Efstaleitinu svarar hún: „Munurinn liggur náttúrulega helst í áherslunni á landsbyggðina. Okkar hlutverk hjá RÚV á lands- byggðinni er fyrst og fremst að fjalla um mál utan borgarinnar, þótt við séum að sjálfsögðu líka hluti af fréttamannateyminu í Efstaleiti og fjöllum líka um mál- efni sem snerta landið allt. Er að venjast sjónvarpinu Ég hafði hins vegar sjálf mjög lítið unnið fréttir fyrir sjónvarp áður en ég kom norður svo það er kannski stærsta breytingin fyrir mig. Mér líður vel fyrir framan hljóðnemann í útvarpinu en að vera andlit í sjónvarpi er eitthvað sem ég er enn að venjast. Þetta er ótrúlega skemmtilegt starf – bæði hér og í Reykjavík. En það er ekki spurning að það getur verið mjög skemmtilegt að vera fréttamaður á landsbyggðinni. Það verður til sterk tenging við samfélagið og ég nýt þess mjög mikið að hafa frelsi til þess að vinna skemmti- legar fréttir meðfram því að sinna þyngri fréttamálum,“ segir hún. „Sem dæmi þá vann ég þunga frétt um álag á læknum á lands- byggðinni í síðustu viku, en dag- inn eftir heimsótti ég tvo ótrúlega hressa fuglaáhugamenn á Akur- eyri, sem kenndu mér allt sem þarf um fóðrun smáfugla. Það er svo ótrúlega gott fyrir sálina að hafa svona jafnvægi, vera ekki alltaf í þungu málunum, þótt þau séu almennt ofar í forgangsröðuninni,“ segir Ólöf Rún, sem segist aldrei vita nákvæmlega hvernig næsti dagur verði. „Ég get mætt í vinnuna með einhver verkefni í huga, en hálftíma seinna verið komin með míkrófón í hönd einhvers staðar uppi á heiði að segja frá atburði sem ég vissi ekki af þegar ég lagði af stað til vinnu. En ef fjölskyldan mín yrði spurð þá er það óvæn- tasta líklega það að ég skyldi flytja mig úr borginni og hingað norður með litlum sem engum fyrirvara,“ segir hún. Tíu starfsmenn starfa hjá RÚV á Norðurlandi, þar af þrír frétta- menn. „Ég, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Ágúst Ólafsson, sem er jafnframt ritstjóri lands- byggðarfrétta. Hjá fréttastofunni hér fyrir norðan vinnur svo einn tökumaður, Sölvi Andrason. Ég segi fyrst og fremst fréttir frá norðurhluta landsins en stekk líka í verkefni víðar um landið, eftir því sem þarf,“ segir Ólöf Rún, en frétta- mannsstarfið hafði lengi blundað í henni áður en hún hóf störf hjá RÚV. Með stjörnur í augunum „Ég hef alltaf verið ákveðin og haft mikið að segja, krafðist þess til dæmis að vera ritstjóri skólablaðsins í grunnskóla og einn kennarinn minn kallaði mig oft Ólöfu fréttakonu. Að hluta til af því ég talaði út í eitt og var alltaf að segja hinum krökkunum nýjustu fréttir, en auðvitað líka vegna nöfnu minnar, Ólafar Rúnar Skúladóttur, sem var áberandi í fréttunum á þessum árum. Mér leiddist sá samanburður nákvæm- lega ekki neitt. Það var frekar súrrealískt að vera svo ráðin sem fréttamaður hjá RÚV tuttugu árum síðar, á sama tíma og nafna mín Skúladóttir kom aftur til starfa á fréttastofunni. Ég var með stjörnur í augunum í svona mánuð eftir að ég var ráðin, enda alger heiður að vinna með öllum þessum úrvals fréttamönnum.“ Ólöf Rún er með BA-próf í félagsráðgjöf og er hálfnuð með MA í blaða- og fréttamennsku. „Ég hef unnið við ýmislegt í gegnum tíðina, en ekki fundið mína hillu fyrr en núna. Ég hef til dæmis verið forstöðumaður á frístunda- heimili, aðstoðað við kennslu í HÍ, sinnt umönnun á hjúkrunarheim- ili og afgreitt í verslunum.“ Eru einhverjar breytingar fyrir- hugaðar eða nýtt að gerast á nýju ári hjá þér? „Það eru engar stórar breyt- ingar í kortunum eins og er, ég er í rauninni enn að koma undir mig fótunum á nýjum stað. Þegar kemur að starfinu vinn ég auð- vitað stöðugt að því að verða öflugri fréttamaður, mig langar alltaf að verða betri penni og betri í að rýna í samfélagið. Ég er almennt lítið fyrir áramótaheit, en ég setti mér það markmið að lesa minnst 20 bækur á árinu. Það er það eina sem er niðurneglt eins og er! Svo er innan sviga að drekka minna kaffi og borða oftar grænkál. En ég gleymi því líklega Sinnir fréttum á landsbyggðinni Ólöf Rún starfar ásamt tveimur öðrum fréttamönnum hjá RÚV á Akureyri. Hún segir fréttir frá norðurhluta landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Ingunn Lára Kristjánsdóttir hóf störf á RÚV fyrir ári til að sinna og þróa frétta- miðlun á samfélagsmiðlum. Hún einblínir á yngri kyn- slóðir og segist ánægð með viðtökur þeirra. „Ég einblíni fyrst og fremst á að ná til yngri lesenda, kynslóðarinnar sem hvorki horfir á línulega dag- skrá né les blöðin. Ég geri fréttir í myndbandsformi sem henta símanum. Þetta er knappt form en í grunninn bara hefðbundin fréttamennska. Ég skrifa fréttir, tek upp myndbönd, klippi efnið og birti það,“ segir Ingunn. Hún segir viðbrögðin hafa verið jákvæð. „Það er augljóst að ungt fólk hefur ekki síður áhuga á fréttum en eldri kynslóðir, frétta- miðlar hafa bara ekki lagt nógu mikla áherslu á að nálgast þetta fólk á þess grundvelli. Mér þótti ótrúlega vænt um að heyra frá grunnskóla- og framhaldsskóla- kennurum að nemendur þeirra viti meira um málefni líðandi stundar þökk sé fréttaumfjöllun á miðlum eins og TikTok. Auðvitað eru áhyggjuraddir um að nota TikTok, miðillinn safnar miklum upp- lýsingum um notendur sína og er í eigu kommúnistaflokksins í Kína. Kenningar eru uppi um að miðill- inn ritstýri efni, eins og til dæmis með svokölluðu „shadow-ban“, þannig að ákveðin myndbönd fá minna áhorf en önnur. Ég fylgist grannt með þessu og stefni líka á að færa efni í þessu formi í auknum mæli yfir á vef RÚV í framtíðinni svo maður þurfi ekki að reiða sig á milliliði,“ upplýsir Ingunn og bætir við að þetta sé sannkallað drauma- starf. „Alveg frá því að ég byrjaði í fjöl- miðlum hef ég haft áhuga á framtíð blaðamennskunnar á stafrænum tímum. Lesendur og áhorfendur verða sífellt eldri og upplýsinga- óreiða í hyldýpi samfélagsmiðla kallar á breyttar áherslur. Neysla fjölmiðla hefur breyst gríðarlega og það á ekki að hræða okkur. Að miðla fréttum á TikTok er ekki róttæk hugmynd, í raun erum við frekar eftir á miðað við aðra miðla í Evrópu. En þetta er vandmeðfarið og mikilvægt fyrir fréttastofur að halda í sjálfstæði sitt og reiða sig ekki of mikið á aðra miðla,“ bendir hún á. Staða Ingunnar er ný og hún hefur verið að þróa hana í sam- starfi við fréttastjóra. „Sjálf er ég menntaður leikari, með bachelorgráðu í amerískri leik- húsfræði frá Rose Bruford-leik- listarskólanum í London og með mastersgráðu í ritlist og tók þar aukaáfanga í fréttamennsku. Það þarf fjölmiðlareynslu, þekkingu á samfélagsmiðlum og að geta klippt efni og miðlað því.“ Ingunn starfaði áður sem blaða- maður á Fréttablaðinu í rúm þrjú ár og var síðan nýmiðlastjóri þar sem hún þróaði fréttamiðlun á samfélagsmiðlum Fréttablaðsins. „Ég stofnaði TikTok-síðu fyrir Fréttablaðið og skrifaði bæði á vef og í blað, fór yfir fréttir á Frétta- vaktinni á Hringbraut og klippti myndbönd. Þar fyrir utan hef ég starfað sem leikari, leikstjóri og handritshöfundur. Ég skrifaði og leikstýrði óperu um Twitter, #bergmálsklefinn, með Alþýðu- óperunni og Aequitas Collective og talaði inn á nýjan og spennandi tölvuleik hjá Myrkur Games svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Ingunn Lára sem er dóttir hins kunna frétta- manns á Stöð 2 Kristjáns Más Unnarssonar. Ingunn segist geta nýtt þekkingu og reynslu úr fjölmiðlum, óperunni og samfélagsmiðlum til að þróa þessa nýja stöðu. „Það er eins og þessi reynsla hafi leitt mig hingað, hér get ég lagt alla mína orku í eitt stórt og spennandi verkefni.“ Þegar hún er spurð um eitthvað óvænt í starfinu, svarar hún: Það sem kom mér virkilega á óvart var þegar María Sigrún fréttakona varð allt í einu „viral“ á mexí- kóskum miðlum. Ég byrjaði á að birta létt efni á föstudögum á TikTok til að sýna bak við tjöldin á fréttastofunni. Fréttamenn eiga til að gíra sig upp fyrir tíufréttirnar með því að spila hressandi lög í myndverinu rétt fyrir útsendingu. Ég fann skemmtilegt myndband af Maríu Sigrúnu að syngja með lagi eftir Ice Cube. Ég birti það með leyfi hennar og það fékk svo mikið áhorf að ég fékk næstum áfall,“ segir Ingunn hlæjandi, en hún starfar á fréttastofu RÚV en er sú eina sem starfar á þessum vett- vangi. „Ég fæ innblástur frá sam- starfsmönnum mínum, reynslu- boltum sem hafa brjálæðislegan áhuga á alls konar fréttamennsku. Þetta starf er í stöðugri þróun þannig að ég held að ég muni seint staðna í þessu. Ég fylgist mikið með VJ-starfi (e. video journalism) fréttamiðla á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Ég er á leið til Berlínar, vonandi til Deutsche Welle, í nokkr- ar vikur til að sérhæfa mig í þessu formi. Þar sem ég er eini frétta- maðurinn á Íslandi sem einblínir á þessa miðlun þá er mikilvægt að ég leiði þetta vel. Þjóðverjar hafa stúderað þetta mikið og eru mjög harðir á hvernig fréttamiðlar nota samfélagsmiðla. Fjölmiðlar verða að aðlaga sig breyttum tímum og einblína ekki bara á afburða rann- sóknarvinnu heldur einnig bestu mögulegu miðlunina. Ég ætla að leggja áherslu á þetta á nýju ári, að vanda mig og þora.“ n Útbýr fréttir fyrir samfélagsmiðla Fjölmiðlar verða að aðlaga sig breyttum tímum og ein- blína ekki bara á afburða rann- sóknarvinnu heldur einnig bestu mögulegu miðlunina, að sögn Ingunnar Láru. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK kynningarblað 47FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kvenna í atvinnulíFinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.