Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 26
Við erum þátttak- endur á þeim sviðum sem brýn eru fyrir íslenskt samfélag og erum staðráðin í að skila betra samfélagi til kom- andi kynslóða og gefum engan afslátt af þeim áformum. Helga Sigrún Harðardóttir Það fallega við stöðlun og staðlagerð er að í heimi viðskipta, þar sem mikil samkeppni ríkir, koma keppi­ nautar saman sem samherjar og sammælast um viðmið og lausnir. Í vefverslun Staðla­ ráðs má finna 70.000 staðla, þar af um 30.000 íslenska, sem viðkoma öllu milli himins og jarðar. Fæstir hugsa um staðla dagsdag- lega, hvað þá alla daga, allan ársins hring. Það á þó ekki við um Helgu Sigrúnu Harðardóttur, fimm barna ömmu og framkvæmdastjóra Staðlaráðs Íslands. Eftir að hafa lokið fimmta háskólaprófinu og bætt við sig lögmannsréttindum að auki tók hún að sér framkvæmda- stjórn ráðsins og hefur ekki leiðst einn dag í vinnunni síðan. Áður hafði hún rekið höfunda- réttarsamtök, verið á þingi, unnið við ráðgjöf og kennslu, dagskrár- gerð og sitthvað fleira. Aðspurð segir Helga Sigrún að það fallegasta við stöðlun og staðlagerð sé að í heimi viðskipta, þar sem mikil samkeppni ríki oft, komi keppi- nautar saman sem samherjar og sammælist um viðmið og lausnir sem auðveldi hlítni við lög, neyt- endavernd, gæðastjórnun og traust viðskiptavina svo eitthvað sé nefnt. „Í mörgum tilvikum hafi stöðlun einnig haft bein áhrif á fjárhag almennings vegna staðlaðra lausna og samvirkni, sem lækka kostnað við vörur og þjónustu. Má þar nefna til dæmis stöðlun flutningagáma og tengd kerfi.“ Sparnaður og traustara regluverk Staðlaráð á aðild að evrópskum og alþjóðlegum staðlasamtökum, samráðsvettvangi um stöðlun og staðla sem ná til 95% mannkyns. „Staðlar innihalda samandregna þekkingu bestu sérfræðinga sem þeir að auki hafa sammælst um. Venjulega eru staðlar nokkurs konar sjálfsreglusetning hagaðila en það færist í vöxt að stjórnvöld noti þá sem hluta regluverksins. Þannig er hagaðilum treyst fyrir því að útfæra regluverkið með dýpri sérfræðiþekkingu en til er hjá stjórnvöldunum sjálfum. Í því felst ómetanlegur sparnaður og traustara regluverk.“ Staðlar skiptast í nokkra flokka að sögn Helgu Sigrúnar. „Þeir eru grunnstaðlar, til dæmis um mál og vog, kerfisstaðlar sem segja til um útfærslu á kerfum, hugtaka- og táknstaðlar sem innihalda skilgreiningar á íðorðum, vöru- merkingum, tákn og svo framvegis, stærðarstaðlar, prófunarstaðlar, getu- og virknistaðlar og aðferðar- staðlar, svo sem um vinnulag, ferli og aðferðir.“ Þarf ekki að finna upp hjólið Helga Sigrún bætir við að það sé engin tilviljun að metrinn sé alls staðar jafn langur og að fjarskipta- kerfi og alls kyns önnur kerfi vinni saman sem ein heild. „Það væri furðulegur og hættulegur heimur sem við lifðum í ef ekki væri fyrir staðla því þá þyrftum við að finna upp hjólið næstum á hverjum degi og engin trygging væri fyrir því að hlutir virkuðu eða væru öruggir.“ Þegar staðla vantar tökum við umsvifalaust eftir því, eins og þegar við þurfum að kaupa millistykki í rafmagnsinnstungur erlendis. „Við hugsum hins vegar minna um þá þó að stöðlun tryggi virkni grunn- innviða eins og orkugrunnvirkja, mannvirkjagerðar, samgangna, fjármálakerfa og fjarskipta.“ Aukin þátttaka kvenna í stöðlun er líka gríðarlega mikilvæg til að staðlar taki örugglega tillit til samfélagslegra og líkamlegra þarfa allra, bætir hún við. „Mistök eins og þau að staðlaðar brúður sem notaðar eru við árekstrarpróf (e. crash test dummies) hafa lengst af allar verið „af karlkyni“ mega ekki endurtaka sig.“ Mikilvægur hluti innviða Íslensk stöðlun er mikilvægur hluti af grunninnviðum landsins, virkni þess og öryggi fólks. Á vettvangi ráðsins er markvisst unnið að stöðl- un og þýðingum erlendra staðla á sviði mannvirkja- og rafmagns- mála, upplýsingatækni og fiskimála auk umhverfis- og loftslagsmála. „Þá varð jafnlaunastaðallinn ÍST 85 einnig til hjá Staðlaráði. Vísað er til fjölda staðla í íslenskri löggjöf, ekki síst þegar kemur að innleiðingu löggjafar frá Evrópu. Ríflega 4.000 staðlar eru í raun afleidd löggjöf vegna tilvísunar til þeirra í vöru- og þjónustutilskipunum ESB, sem inn- leiddar hafa verið hérlendis. Þeir eru þannig hornsteinn neytenda- verndar í allri Evrópu.“ Staðlar auðvelda útfærslu grunn- krafna í löggjöf að sögn Helgu Sig- rúnar. Þeir eru mjög mikilvæg við- bót við hið hefðbundna regluverk til að auðvelda hlítni við lög, auka gæði og samræma framkvæmd og virkni alls kyns mikilvægra hluta sem við notum daglega. „Staðlar geta því bæði opnað nýja farvegi fyrir viðskipti, nýsköpun, traust, gæði og virkni en eru líka frábært smurefni með löggjöf.“ Sífellt meiri umhverfiskröfur Niðurstöður rannsókna á ítrekaðri framúrkeyrslu opinberra verkefna, benda til þess að notkun staðlaðra verkfæra, svo sem við áhættumat, eignastjórnun og almenna gæða- stjórnun verkefna, geti breytt þeirri staðreynd. „Það er að minnsta kosti reynsla Norðmanna af staðlanotk- un við undirbúning og framkvæmd opinberra verkefna sem með lög- leiðingu krafna um gæðastjórnun við opinberar framkvæmdir skilar nú 80% þeirra innan tíma- og kostnaðaráætlana. Það eru því fjöl- mörg ónýtt tækifæri til staðlanotk- unar á Íslandi í ýmsum greinum.“ Það færist svo í aukana að gerðar séu auknar umhverfiskröfur til alls kyns vara og má nefna að á komandi árum verða endurskoð- aðir rúmlega 700 staðlar, sem segja til um kröfur til CE-merkingar byggingarvara. „Ætlunin er að bæta við kröfum á sviði umhverfis- mála, svo sem um endurnýtan- leika, endingu, viðgerðarhæfi og fleira. Þátttaka íslenskra hagaðila skiptir því mjög miklu máli þar til að virkni og ending endurspegli íslenskar aðstæður.“ Vilja skila betra samfélagi Það er því ljóst að Staðlaráði er fátt óviðkomandi. „Bæði Evrópusam- bandið og Alþjóðaviðskiptastofn- unin WTO leggja mikla áherslu á staðlanotkun til að samhæfa kröfur og öryggi yfir landamæri og til að brjóta niður viðskiptahindranir á milli landa.“ Í vefverslun Staðlaráðs má finna 70.000 staðla, þar af um 30.000 íslenska, sem viðkoma öllu milli himins og jarðar. „Staðlagerð er á fullu þar sem þróun er hröð, til dæmis vegna orkuskipta, staf- rænnar þróunar, gervigreindar og loftslagsmála. Við erum þátttak- endur á þeim sviðum sem brýn eru fyrir íslenskt samfélag og erum staðráðin í að skila betra samfélagi til komandi kynslóða og gefum engan afslátt af þeim áformum.“ n Staðlar gera heiminn öruggari og betri Hjá Staðlaráði eru fjórir starfs- menn af sjö konur. Saman- lagður starfs- aldur þeirra er 83 ár. F.v. eru Kristbjörg Richter, Helga Sigrún Harðar- dóttir, Anna Þóra Bragadóttir og Arnhildur Arnaldsdóttir. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, segir mýmörg tækifæri til að ná betri árangri með stöðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Félag kvenna í atvinnulíFinu10 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.