Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 4
 dæmis þannig að ráðherrar yrðu varari um sig og tregari til að ræða opinskátt um einstök málefni sem þeir telja viðkvæm. Ef breyting­ artillagan hefði slíkar afleiðingar mætti spyrja hvort hún væri raun­ verulega til þess fallin að leiða til betri stjórnarhátta. Þótt ekkert yrði fullyrt í þessum efnum virtist ljóst að mati minnihlutans að jafn rót­ tæk hugmynd og þessi þarfnaðist nánari umræðu og skoðunar áður en Alþingi tæki endanlega afstöðu til hennar. Ástæða er til að fara nokkrum orðum um framangreinda fyrir­ ætlan Alþingis um að mæla fyrir um hljóðritanir á ríkisstjórnarfund­ um. II. Með lögum nr. 115/2011 voru lögfest ýmis ákvæði sem hafa það að markmiði að auka formfestu og skipulag á ríkisstjórnarfundum. Samkvæmt 2. og 3. mgr. 7. gr. skulu í fundargerðum ríkisstjórnar færðar niðurstöður, skýrt frá frásögnum og tilkynningum ráðherra auk þess sem greint skal frá umræðuefni, ef ekki er á því formleg niðurstaða, og bókuð afstaða samkvæmt sérstakri ósk ráðherra. Undan skal þó fella þau atriði fundargerðar sem hafa að geyma upp­ lýsingar sem falla undir takmarkanir á upplýsingarétti vegna einka­ hagsmuna og almannahagsmuna og skulu þau færð í sérstaka trún­ aðarmálabók. Fundargerðir skulu staðfestar af forsætisráðherra og dreift til annarra ráðherra þegar staðfesting liggur fyrir. Komi fram athugasemd við fundargerð frá ráðherra skal hún skráð í fundar­ gerð næsta fundar. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að lögunum segir um þessar efnisreglur að tilgangur þeirra sé að tryggja að faglega sé staðið að ritun fundargerða ríkisstjórnar. Fundar­ gerðir endurspegli skýrlega þau málefni sem rædd eru á ríkisstjórnar­ fundum og þær niðurstöður sem fást í mál sem og afstöðu einstakra ráðherra óski þeir sérstaklega eftir því að slík afstaða sé bókuð. Í þessu sambandi verði þó ávallt að hafa í huga að ríkisstjórnarfund­ ir séu fyrst og fremst pólitískur samráðs­ og samhæfingarvettvang­ ur ráðherra í ríkisstjórn. Þannig séu þar að jafnaði ekki teknar laga­ lega bindandi ákvarðanir heldur séu umræður og ákvarðanir ríkisstjórnar framar öðru pólitískt bindandi fyrir ráðherra en endan­ legt ákvörðunarvald eftir í höndum viðkomandi ráðherra. Af þess­ um sökum sé að jafnaði ekki tilefni til að umræður séu raktar í smá­ atriðum í fundargerðum ríkisstjórnarfunda. Óhætt er að fullyrða að hljóðritanir á ríkisstjórnarfundum geti haft í för með sér að eðli slíkra funda taki nokkrum breytingum frá því sem nú er. Að teknu tilliti til þess að slíkir fundir eru einkum samráðs­ og samhæfingarvettvangur ráðherra er ekki augljóst að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.