Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 10
 annars vegar og hins vegar hvaða reglur gilda þegar ekki er tekið af skarið um hvaða reglur skuli gilda milli aðila. Þá verður greint frá þýðingarmiklum undantekningum frá meginreglunum. Enn frem­ ur verður gerð grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á fyrir­ mynd laganna, Rómarsamningnum, með Rómarreglugerðinni. Leit­ ast verður við að skýra reglur laganna með dæmum um beitingu þeirra, hvort sem þau dæmi eru tilbúin eða fengin úr dómafram­ kvæmd, bæði íslenskri og erlendri. Fremur lítið hefur verið ritað um alþjóðlegan einkamálarétt af hálfu íslenskra fræðimanna4 og er þessari grein ætlað að vera sjálf­ stæð viðbót við umfjöllun um þetta svið. Þá er fáum íslenskum dómum til að dreifa á þessu réttarsviði. Í grein þessari er að finna nokkrar tilvísanir til erlendra dóma, þar á meðal frá löndum sem ekki hefur verið talið hefðbundið að Ísland beri sig saman við. Er hér t.d. átt við dóma úr enskum rétti sem, eins og kunnugt er, bygg­ ir á engilsaxneskum stofnrétti (e. Common Law). Með tilvísun til dóma af þessu tagi er ekki verið að halda því fram að þeir hafi sér­ staka þýðingu við sambærilegar aðstæður að íslenskum rétti. Frem­ ur er vísað til þeirra til útskýringar þannig að lesendur geti áttað sig á undir hvaða kringumstæðum til greina kemur að beita þeim reglum sem um ræðir. Greinin er þannig upp byggð að fyrst verður fjallað um hvenær helst reynir á lagaskilareglur í framvæmd (kafli 2). Því næst verður fjallað um réttarheimildir lagaskilareglna innan samninga og fyrir­ mynd íslenskra laga í þeim efnum (kafli 3). Kaflar 4 og 5 skipa þunga­ miðju greinarinnar, en þar er fjallað um þær helstu meginreglur sem gilda um lagaval innan samninga (kafli 4) og undantekningar frá þeim meginreglum (kafli 5). Loks er niðurstöðukafli þar sem efni greinarinnar og helstu ályktanir verða dregnar saman (kafli 6). 2. HVENÆR HELST REYNIR Á LAGASKILAREGLUR Þegar lagareglur landsréttar og annars lands rekast á reynir á reglur um alþjóðlegan einkamálarétt eða lagaskilarétt. Á slíka árekstra milli laga tveggja landa eða fleiri getur reynt í þremur tilvikum5 þó að sjaldan myndi reyna á öll tilvikin í sama málinu.6 4 Hér má nefna tvær greinar á þessu réttarsviði sem fjalla um lagavalsreglur. Annars vegar grein Eggerts Óskarssonar: „Um alþjóðlegan einkamálarétt og viðfangsefni hans“, bls. 9­20. Hins vegar Eyvindar G. Gunnarssonar: „Lagaskil á sviði samningaréttar“. Tímarit lögfræðinga 2003, bls. 137­198. Þá hefur verið skrifað nokkuð um Lúganó­samninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, sbr. nú lög nr. 7/2011. Sjá t.d. um það efni greinar Ásu Ólafsdóttur: „Réttaráhrif varnarþingssamninga samkvæmt 1. mgr. 17. gr. Lúganósamningsins“. Tímarit lögfræðinga 2001, bls. 325­339 og Eyvindar G. Gunnarssonar: „Varnarþingsreglur Lúganósamningsins“. Tímarit lögfræðinga 1999, bls. 317­370. 5 Sjá t.d. C.M.V. Clarkson og Jonathan Hill: The Conflict of Laws. Oxford 2011, bls. 1­3. 6 C.M.V. Clarkson og Jonathan Hill: The Conflict of Laws, bls. 161.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.