Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 11
 Í fyrsta lagi reynir á lagaskilareglur þegar fjallað er um lögsögu dómstóla. Í öðru lagi þegar reynir á viðurkenningu og aðfararhæfi erlendra dóma. Í þriðja lagi þegar fjallað er um lagavalsreglur sem gilda í lögskiptum aðila. Verður nú fjallað stuttlega um þessa þætti en þungamiðja greinarinnar er annar þátturinn um lagaval innan samninga. Á lagaskilarétt reynir þegar fjallað er um lögsögu (e. jurisdiction) dómstóla. Almennar varnarþingsreglur íslenskra laga koma fram í V. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í 32.­42. gr. er að finna meginreglur laganna um varnarþing í einkamálum, s.s. heim­ ilisvarnarþing, fasteignavarnarþing, efndastaðavarnarþing o.fl. Í 1. mgr. 43. gr. laganna kemur fram að ákvæðum 32.­42. gr. verði beitt til að sækja mann sem er búsettur erlendis, svo og félag, firma, stofnun eða samtök, sem er eins ástatt um, nema annað leiði af samningum við erlent ríki. Ísland er aðili að slíkum samningi, sbr. lög nr. 7/2011 um Lúganósamninginn um dómsvald og um viður­ kenningu og fullnustu dóma í einkamálum. Ber því að beita þeim lögum, en ekki lögum nr. 91/1991, þegar samningurinn á við.7 Um varnarþingsreglurnar er fjallað í II. hluta laganna. Þó skal tekið fram að reglur laga nr. 7/2011 taka ekki fram hvar á Íslandi skuli höfða mál heldur hvort dómstólar hérlendis hafi lögsögu, þó mörkin í þessu sambandi séu ekki alltaf skýr.8 Það er fyrir utan efni þessarar greinar að fjalla frekar um lagaskilarétt er varðar lögsögu dóm­ stóla. Í öðru lagi reynir á reglur um alþjóðlegan einkamálarétt í tengslum við viðurkenningu og aðfararhæfi erlendra dómstóla. Álitamálið hér lýtur að því hvenær unnt er að fullnusta dóms­ úrlausnir erlendra dóma hér á landi. Ef t.d. erlendur aðili hefur höfðað mál gegn íslenskum aðila í erlendu ríki kann að standa nauðsyn til að fullnusta hann hérlendis, t.d. vegna þess að eignir fyrirfinnast aðeins hér á landi. Í slíkum tilvikum reynir á lög nr. 7/2011 um Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, sem nefndur var hér að framan í tengslum við varnarþingsreglur. Reglur um viðurkenningu dóma og fullnustu þeirra er að finna í III. hluta laganna. Að öðru leyti verður í grein þessari ekki fjallað um lagaskilareglur er varða viður­ kenningu og aðfarahæfi erlendra dóma. 7 Ása Ólafsdóttir: „Réttaráhrif varnarþingssamninga samkvæmt 1. mgr. 17. gr. Lúganó­ samningsins“, bls. 327. Lög nr. 7/2011 um Lúganósamninginn um dómsvald og um viður­ kenningu og fullnustu dóma í einkamálum leystu af hólmi lög nr. 68/1995 með sama nafni. Sjá um aðdraganda að Lúganósamningnum Eyvindur G. Gunnarsson: „Varnarþingsreglur Lúganósamningsins“, bls. 317­370. 8 Ása Ólafsdóttir: „Réttaráhrif varnarþingssamninga samkvæmt 1. mgr. 17. gr. Lúganó­ samningsins“, bls. 327.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.