Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 17
 fjallað nánar um þau í þessari grein.24 Í fyrsta lagi eiga lögin ekki við um álitaefni sem varða persónulega réttarstöðu manna og gerhæfi nema annað leiði af ákvæðum 11. gr. (a­liður), skuldbindingar er varða erfðir og samninga um réttindi og skyldur sifjaréttarlegs eðlis (b­liður), skuldbindingar sem byggjast á víxlum, tékkum og skulda­ bréfum og öðrum viðskiptabréfum (c­liður), samninga um gerð­ ardóma og val á dómstóli (d­liður), álitaefni sem lúta að löggjöf um fyrirtæki, félög eða aðrar persónur (e­liður), álitaefni sem varða umboð eða heimild einstaklinga eða stjórnenda til að skuldbinda lögpersónur í samningum við þriðja aðila (f­liður), samninga um stofnun fjárvörslusjóðs eða mál sem varða lögskipti stofnanda, vörslumanns og rétthafa (g­liður) og sönnun og málsmeðferð, nema að því leyti sem slíkt leiðir af 14. gr. (h­liður). Þá kemur fram í 3. mgr. 1. gr. að ákvæði laganna gildi ekki um vátryggingarsamninga sem varða vátryggingaratburði á yfirráðasvæði ríkis sem tilheyrir Evrópska efnahagssvæðinu en það ákvæði á þó ekki við um samn­ inga um endurtryggingar, sbr. 4. mgr. 1. gr. laganna. Í 2. gr. laganna er tekið af skarið um að lögin eigi við um beit­ ingu laga ríkis sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins en þar seg­ ir að lögin eigi við þótt þau leiði til þess að beita beri löggjöf ríkis utan þess svæðis. Lögin ættu því t.d. við ef ágreiningur risi fyrir ís­ lenskum dómstólum milli aðila frá Mexíkó og íslensks aðila um hvaða lög giltu í samningsgerð þeirra. Í dómi Hæstaréttar frá 15. desember 2011 í máli nr. 224/2011 var fjallað um ágreining kanadískrar lögfræðistofu og íslensks einstakl­ ings. Leyst var úr kröfu um vexti af peningaupphæð m.a. á grund­ velli laga nr. 43/2000, líkt og nánar verður rakið hér síðar. Hvað varðar skýringu laga nr. 43/2000 má taka fram að það virðist viðurkennd meginregla í íslenskum rétti að túlka lögfesta þjóðréttarsamninga til samræmis við skýringu annarra samnings­ ríkja.25 Þar eð lög nr. 43/2000 byggja mjög afgerandi á Rómarsamn­ ingnum og lögin voru sett til að samræma lagaskilareglur á milli Íslands og þeirra þjóða sem eru aðilar að samningnum verður að telja líklegt að við túlkun á lögunum yrði litið til túlkunar þeirra þjóða sem eru aðilar að honum.26 24 Í grein Eyvindar G. Gunnarssonar, „Lagaskil á sviði samningaréttar“, er að finna grein­ argott yfirlit um gildissvið laga nr. 43/2000, sjá einkum bls. 144­151. 25 Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar. Reykjavík 2008, bls. 287. 26 Sjá Eyvindur G. Gunnarsson: „Lagaskil á sviði samningaréttar“, bls. 140.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.