Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 19
 að samningur hafi verið gerður í landinu, að aðilar séu tengdir land­ inu með einhverjum hætti eða að samningur tengist gjaldmiðli landsins.29 Til eru fjölmörg dæmi, einkum á sviði alþjóðlegs fjár­ mögnunarréttar, um að aðilar geri með sér samning sem á að lúta lögum sem hefur engin tengsl við samninginn eða aðila að honum. Í þessu sambandi er gjarnan bent á að það geti skipt aðila máli að geta lagt mál fyrir dómstóla sem hafa fengið það orð á sig að taka til greina samningsákvæði eins og þau eru orðuð en meta ekki hverju sinni hvort þau séu sanngjörn eða ekki, svo sem heimilt er m.a. að íslenskum rétti, sbr. t.d. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Fyrirsjáanleiki skiptir hér miklu máli fyrir aðila máls. Enskir dómstólar og dómstólar New York ríkis í Bandaríkjunum hafa einkum talist eftirsóknarverðir í þessu sam­ bandi.30 Vart er raunhæft að erlendir aðilar með engin tengsl við Ís­ land geri með sér samning erlendis um skyldur í erlendum gjald­ miðli og ákveði að um samninginn gildi íslensk lög og verður því ekki staldrað frekar við það álitamál. Sem dæmi um hefðbundið ákvæði í samningi þar sem kveðið er á um val á lögum væri t.d. svohljóðandi: „Um samning þennan gilda íslensk lög.“31 Meginreglan um samningsfrelsi nær ekki að­ eins til þess að aðilar semji um hvaða lög skuli gilda um samning heldur er einnig sérstaklega heimilað að aðilar semji um að tiltekin lög gildi um samninginn í heild eða að hluta, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 43/2000. Þannig geta lög eins ríkis gilt um samning að hluta en önnur lög gilt um hann að öðru leyti. Afar fátítt er þó að lög fleiri en eins ríkis gildi um einn og sama samninginn. Þá kemur fram í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 43/2000 að samningsaðilar geti hvenær sem er samið svo um að um samninginn skuli gilda önnur lög en áður giltu um hann. Ef ákvæði um lagaval er sett í samning fyrst eftir að hann hefur verið gerður þá gildir fram að því meginreglan í 4. gr., sem nánar verður rakin hér á eftir. Ákvæði 2. mgr. 3. gr. er í samræmi við meginregluna um samningsfrelsi samn­ ingsaðila. Í dómi Hæstaréttar frá 28. október 2011 í máli nr. 340/2011 er fjallað um lagavalssamning milli aðila og leyst úr honum með vísan til meginreglunnar í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 43/2000. Í málinu krafðist F, innstæðueigandi íslensks banka, L, forgangs krafna sinna við slita­ meðferð bankans. Fallist var á að krafan nyti forgangs og þurfti því að leysa úr dráttarvaxtakröfu innstæðueigandans. Í dómi héraðs­ 29 Ravi Tennekoon: Law and Regulation of International Finance. London 1991, bls. 17. 30 Sjá Philip Wood: Law and Practice of International Finance. London 2008, bls. 506­507. 31 Sambærilegt enskt ákvæði væri t.d. svohljóðandi: „All disputes shall be governed by English law.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.