Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 22
0 fluttur á skipi í eigu B. Í farmskírteini var kveðið á um að ágreining skyldi leysa fyrir enskum dómstólum. Hvorki aðilar né atvik máls höfðu að öðru leyti tengsl við England. Tjón varð á farmi skipsins í ferðinni og A höfðaði mál gegn B til greiðslu skaðabóta fyrir ensk­ um dómstólum. Áfrýjunardómstóll taldi ákvæði í farmskírteini um að leysa ætti úr deilum fyrir enskum dómstólum benda til þess að aðilar hefðu sérstaklega samið um það og var málið því tekið til efnis­ umfjöllunar fyrir dómstól í Englandi. Þess má geta að í Rómarreglu­ gerðinni er sérstaklega tekið fram í aðfaraorðum að líta skuli til þessa þáttar við mat á því hvort aðilar hafi samið um hvaða lög eigi að gilda, sbr. 12. gr. aðfaraorða reglugerðarinnar. Í öðru lagi er í sumum tilvikum notast við staðlað samningsform þar sem ákveðið og alkunna er hvaða tilteknu lögum er beitt við túlkun á samningsákvæðum.38 Sem dæmi um þetta má nefna ensk­ an dóm39 þar sem um lögskipti aðila giltu skilmálar sem voru alveg eins og viðauki við tiltekin ensk lög um sjótryggingar frá 1906. Komist var að þeirri niðurstöðu að samningsaðilar hefðu, með því að láta hina ensku skilmála gilda, valið að ensk lög skyldu gilda um samning þeirra. Ákvæði 14. gr. aðfaraorða Rómarreglugerðarinnar gefur til kynna að ef notað er staðlað samningsform, sem rætur á að rekja til tiltekins lands, þá geti það haft áhrif við mat á því hvaða lög teljast hafa verið valin. Í þriðja lagi hefur verið nefnt að fyrri samningar sömu aðila, þar sem samið hefur verið um lagaval, geti gefið vísbendingu um að aðilar hafi samið svo um að sömu lög skuli gilda áfram í samskipt­ um þeirra.40 Í fjórða lagi má nefna þá aðstöðu að tiltekinn samningur aðila sé byggður á rammasamningi um viðskipti þeirra. Ef að í rammasamn­ ingnum er tekið af skarið um hvaða lög skuli gilda, en ekki í ein­ stökum samningi sem leiðir af slíkum rammasamningi, þá getur það skoðast sem samningur um lagaval.41 Sem fyrr segir er hér aðeins um leiðbeiningarreglur að ræða og niðurstaða um lagaval ræðst vitanlega af atvikum máls hverju sinni. Þá getur einnig reynt á sönnunarreglur og hefðbundnar túlkunar­ og fyllingarreglur. Hér verður að geta þess að það álitamál, hvort samningur sé yfirhöfuð kominn á í skilningi samningaréttar, myndi almennt lúta þeim lögum sem gilda um samninginn. Í 4. mgr. 3. gr. laga nr. 43/2000 segir að úrlausn um það hvort samþykki um laga­ 38 Mario Giuliano og Paul Legardo: „Report on the convention on the law applicable to contractual obligations“, bls. 17. 39 Amin Rasheed Shipping Corp v Kuwait Insurance Co [1984] AC 50. 40 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 700. 41 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 700.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.