Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 23
 val sé til staðar og um gildi þess fari samkvæmt 8., 9., og 11. gr. lag­ anna. Þannig að ef ágreiningur er um það hvort samningur hafi yfir­ höfuð komist á fer niðurstaðan eftir hinum tilgreindu ákvæðum. Um efnislegt gildi samnings fer eftir 8. gr. laganna en þar kemur fram sú meginregla í 1. mgr. að tilvist og gildi samnings, eða ein­ stakra ákvæða samnings, skuli ákvarða í samræmi við þau lög sem eiga myndu við um samninginn samkvæmt lögunum væri samn­ ingurinn og einstök ákvæði hans gild. Í þessu felst að túlkun á því hvort samningur sé kominn á fer eftir lögum þess lands sem aðilar hafa samið um að gildi um samninginn. Sem dæmi má nefna að ef íslenskur aðili og danskur aðili koma sér saman um að ensk lög gildi um samning þeirra á milli fer um tilurð og gildi samnings eftir enskum lögum. Í 2. mgr. er síðan undantekning frá framangreindri meginreglu sem kveður á um að þrátt fyrir meginregluna geti aðili byggt á lögum þess lands þar sem hann býr til að sýna fram á að hann hafi ekki veitt samþykki sitt ef atvik eru með þeim hætti að ósanngjarnt þykir að dæma um réttaráhrif athafna hans eftir þeim reglum sem leiða myndu af 1. mgr. 8. gr. laganna. Um formlegt gildi samnings er fjallað í 9. gr. laga nr. 43/2000 en skilin milli 8. og 9. gr. eru fremur óljós. Í 1. mgr. 9. gr. kemur fram að samningur sem gerður er á milli einstaklinga sem eru í sama land­ inu sé formlega gildur ef hann fullnægir formkröfum laga þess lands sem um hann gilda samkvæmt lögunum eða lögum þess lands þar sem hann var gerður. Þannig að ef samningur er gerður milli tveggja einstaklinga, íslensks og dansks, á Íslandi, en lagaval þeirra kveður á um að sænsk lög gildi um ágreininginn, þá er samn­ ingurinn gildur ef hann fullnægir annaðhvort íslenskum eða sænsk­ um lögum. Þá segir í 2. mgr. 9. gr. að samningur sem gerður er á milli tveggja einstaklinga, sem eru ekki í sama landinu, sé formlega gildur ef hann fullnægir formkröfum laga þess lands sem gilda um hann samkvæmt lögunum eða lögum annars hvors landsins þar sem aðilar eru. Þannig að ef Íslendingurinn í dæminu hér að ofan er staddur á Íslandi og Daninn í Danmörku er samningur þeirra á milli formlega gildur ef hann er gildur á Íslandi, í Danmörku eða í Sví­ þjóð. Ef samningur er gerður fyrir tilstilli umboðsmanns koma lög þess lands, þar sem umboðsmaður framkvæmir ráðstafanir sínar, í stað þess lands þar sem aðili samnings er staddur samkvæmt 1. og 2. mgr. 9. gr. laganna. Ákvæði 1.­3. mgr. 9. gr. byggjast á því að líkur standi til þess að samningur sé formlega gildur þar sem miðað er við að það sé nægi­ legt að samningur fullnægi formreglum í einhverju því landi sem til greina kemur. Ef t.d. samningur, sem gerður er á Íslandi, hefur að geyma lagavalsreglu um að ensk lög gildi telst samningurinn form­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.