Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 25
 Þegar aðilar hafa ekki samið um lagaval koma til skoðunar ákvæði 4. gr. laga nr. 43/2000. Ákvæði 4. gr. skiptist í fimm máls­ greinar. Með einföldun má segja að reglurnar skiptist í þrjá hluta.44 Í fyrsta lagi er að finna þá meginreglu að þegar ekki hefur verið sam­ ið um lagaval þá skuli beita lögum þess lands sem samningur hefur sterkust tengsl við, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Í öðru lagi er að finna í 4. gr. bæði almenna leiðbeiningarreglu um við hvaða land samn­ ingur hefur sterkust tengsl, sbr. 2. mgr., sem og tvær sérstakar leið­ beiningarreglur sem beita skal varðandi tvær tegundir samninga; samninga um réttindi yfir fasteign og samninga um vöruflutninga, sbr. 3. og 4. mgr. Loks er í þriðja lagi sérregla í 5. mgr. 4. gr. sem lýtur að því að horfa skuli fram hjá leiðbeiningarreglunum í 2.­4. mgr. við ákveðnar aðstæður. Í köflunum sem hér koma á eftir verða þessar reglur nánar skýrðar út. Eins og rakið var í kafla 3.3 þá hefur Rómarsamningurinn, sem lög nr. 43/2000 byggja á, verið felldur úr gildi með setningu Róm­ arreglugerðarinnar. Hvað varðar meginreglurnar um lagaval, sem eru umfjöllunarefni þessarar greinar, eru breytingarnar sem gerðar voru við setningu reglugerðarinnar einkum að finna í 4. gr. laganna. Þannig hafa verið settar fleiri sérstakar leiðbeiningarreglur, sbr. þær sem finna mátti í 3. og 4. mgr. 4. gr. Rómarsamningsins, og eru í sömu ákvæðum laga nr. 43/2000. Þessar breytingar verða raktar hér á eftir í kafla 4.3.7. 4.3.2 Reglan um sterkustu tengslin, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000 Í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000 segir að hafi samningur ekki að geyma ákvæði um lögum hvers lands skuli beita, sbr. 3. gr., skuli beita lög­ um þess lands sem samningur hefur sterkust tengsl við. Þá segir að hafi afmarkaður hluti samnings nánari tengsl við annað land en leiða myndi af 1. málsl. 1. mgr. sé heimilt að beita lögum þess lands að því er varðar þann hluta samningsins. Sambærileg regla gilti í flestum ríkjum Evrópusambandsins fyrir gildistöku Rómarsamn­ ingsins og hefur einnig verið talin gilda hér á landi.45 Reglan um sterkustu tengslin er m.a. rökstudd með vísan til þess að það land sem samningur hefur sterkustu tengslin við hafi ríkustu hagsmunina af því að skera úr um ágreiningsefni aðila.46 Þetta sjónarmið breytir því ekki að önnur lönd kunna einnig að hafa hagsmuni af úrlausn máls, en um þetta verður fjallað í kaflanum um undantekningar frá meginreglum um lagaval. 44 Sjá Peter North og J.J. Fawcett: Chesire and North‘s Private International Law, bls. 564­ 565. 45 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 701. 46 C.M.V. Clarkson og Jonathan Hill: The Conflict of Laws, bls. 231.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.