Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 39
 vernda tiltekna hópa manna eða grundvallarhagsmuni, svo sem efnahagskerfi ríkis. Sem dæmi um þessar reglur eru ófrávíkjanleg lög sem varða rétt neytenda og launþega. Úr íslenskri löggjöf má nefna sem dæmi lög nr. 48/2003 um neytendakaup og lög nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, sem kveða á um lágmarkslaun. Sem dæmi um lög sem vernda hagsmuni með almennari skírskotun má nefna lög sem kveða á um bann við samkeppnishamlandi samráði og misnotkun á markaðsráðandi stöðu, sbr. samkeppnislög nr. 44/2005. Þá mætti nefna lög um gjald­ eyrismál nr. 87/1992 og reglur settar með stoð í þeim lögum. Þeir hagsmunir sem ætlað er að vernda með slíkum lögum geta verið svo ríkir að aðilum er talið óheimilt að semja sig undan þeim. Þetta eru þau sjónarmið að baki þeim reglum í lögum nr. 43/2000 sem kveða á um beitingu ófrávíkjanlegra reglna. Í alþjóðlegum einkamálarétti á þetta líka við í ákveðnum tilvikum og er þá litið svo á að vernda eigi hagsmunina jafnvel þótt lög annars lands eigi við um samninga milli manna. Það eru því til undantekningar frá þeirri heimild að semja um að tiltekin lög gildi um samning, sem og frá ákvæði 4. gr., sem á við þegar ekki hefur verið samið um hvaða lög skuli gilda um tiltekinn samning.73 5.2.2 Yfirlit yfir ófrávíkjanlegar reglur í lögum nr. 43/2000 Í lögum nr. 43/2000 kemur hugtakið ófrávíkjanlegar reglur fyrir í 3. mgr. 3. gr. og 5., 6. og 7. gr. Öll hafa ákvæðin þann tilgang að tak­ marka meginreglurnar sem fram koma í 3. og 4. gr., að því undan­ skildu að 3. mgr. 3. gr. á aðeins við þegar samið hefur verið um hvaða lög skuli gilda um samning aðila, sbr. 3. gr. laganna. Nokkur munur er á ákvæðunum um beitingu ófrávíkjanlegra reglna, eins og þau koma fyrir í lögum nr. 43/2000. Í fyrsta lagi er munur á því hvaða ófrávíkjanlegum reglum beita eigi, þ.e. ófrávíkjan­ legu reglum hvaða lands. Sem dæmi má nefna að ófrávíkjanlegu reglurnar kunna að vera íslenskar, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna, eða annars lands, eins og getur átt við þegar 3. mgr. 3. gr. og 5., 6. og 1. mgr. 7. gr. koma til skoðunar. Í öðru lagi geta réttaráhrifin verið ólík eftir því hvaða ákvæði á í hlut. Reglurnar í 3. mgr. 3. gr. og 5. og 6. gr. hafa eingöngu þau áhrif að takmarka val samningsaðila á lög­ um. Hins vegar hafa reglurnar í 7. gr. mun víðtækari áhrif, þ.e. geta vikið til hliðar öllum reglum þeirra laga sem gilda eiga, þ.m.t. reglum um hvaða lög skuli gilda.74 73 Peter North og J.J. Fawcett: Chesire and North‘s Private International Law, bls. 576. 74 Peter North og J.J. Fawcett: Chesire and North‘s Private International Law, bls. 577­578.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.