Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 43
 5.2.6 Neytenda- og vinnusamningar, sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 43/2000 Í ákvæðum 5. og 6. gr. laga nr. 43/2000 er að finna reglur, annars vegar um neytendasamninga og hins vegar um vinnusamninga. Reglurnar eiga það sammerkt að vernda með tilteknum hætti neyt­ endur og launþega þannig að þeir séu ekki verr settir en samkvæmt þeim landslögum sem gilda þar sem þeir eru búsettir eða starfa. Varðandi neytendasamninga á 5. gr. laganna við um samninga sem maður (neytandi) gerir um afhendingu vöru eða þjónustu í til­ gangi sem verður að telja að varði ekki atvinnu hans eða samning um lán til að fjármagna kaupin, sbr. 1. mgr. ákvæðisins. Ákvæðið er í raun tvískipt hvað varðar markmið þess um vernd neytenda og um undantekningar frá meginreglum um lagaval á grundvelli 3. og 4. gr. Í fyrsta lagi þannig að ef samningur kveður á um lagaval þá getur slíkt val aldrei haft þau áhrif að skerða þá réttarstöðu neyt­ anda sem hann nýtur í því landi sem hann býr. Í öðru lagi þannig að ef ekki er samið um lagaval þá nýtur neytandinn engu að síður verndar hinna ófrávíkjanlegu reglna landsins sem hann býr í. Ef samningsákvæði er á hinn bóginn hagstæðara en ákvæði ófrávíkjan­ legra laga í því landi þar sem hann býr þá gilda þau ákvæði samn­ ingsins. Í 2. mgr. 5. gr. er að finna ákvæði sem felur í sér undantekningu frá samningsfrelsisákvæðinu í 3. gr. laganna, en þar segir að þrátt fyrir ákvæði 3. gr. geti ákvæði um lagaval í samningi aldrei tak­ markað þá vernd sem neytandi nýtur samkvæmt ófrávíkjanlegum reglum í lögum þess ríkis á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem hann býr. Sett eru þrjú skilyrði fyrir undantekningunni, en fullnægj­ andi er að eitt þeirra eigi við. Skilyrðin eru í fyrsta lagi þau að undan­ fari samningsins hafi verið sérstakt tilboð til neytandans eða almenn auglýsing og allar nauðsynlegar ráðstafanir til samningsgerðarinn­ ar af hans hálfu fóru fram í því landi. Í öðru lagi að gagnaðilinn eða umboðsmaður hans hafi tekið við pöntun neytandans í því landi og í þriðja lagi að samningur hafi verið um sölu vöru og neytandinn ferðaðist frá því landi til annars lands og gerði pöntun sína þar, hafi ferðin verið skipulögð af seljandanum í þeim tilgangi að hvetja neyt­ andann til kaupanna. Í 3. mgr. 5. gr. er síðan tekið af skarið um að ákvæði ófrávíkjan­ legra reglna landsins þar sem neytandinn býr gildi þrátt fyrir að ekki sé samið um lagaval og gengur það því framar ákvæðum 4. gr. laganna. Um vinnusamninga er fjallað í 6. gr. laga nr. 43/2000, en þar kem­ ur fram að þrátt fyrir 3. gr. laganna skuli vinnusamningar ekki leiða til lakari verndar launþega en þeir myndu njóta samkvæmt þeim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.