Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 44
 ófrávíkjanlegu reglum sem leiða myndu af 2. mgr. 5. gr. Sú regla kemur fram í 2. mgr. 6. gr. að þrátt fyrir ákvæði 4. gr. skuli eftirfarandi lög gilda um vinnusamninga sem ekki hafa að geyma ákvæði um lagaval. Annars vegar lög þess lands þar sem launþegi starfar að jafnaði, enda þótt honum hafi tímabundið verið falin störf í öðru landi, og hins vegar lög þess lands þar sem starfsstöð þess er sem réði hann til starfa ef hann starfar að jafnaði ekki í neinu tilteknu landi. Reglan felur í sér að bæði þegar samið hefur verið um hvaða lög gilda um vinnusamning á grundvelli 3. gr. og þegar lagaval ræðst af 4. gr. þá megi það ekki leiða til lakari verndar en viðkomandi starfs­ maður myndi njóta samkvæmt lögum þess lands þar sem hann starfar eða þess lands þar sem starfsstöð þess er sem réði launþeg­ ann til starfa. Sem dæmi um beitingu reglunnar má nefna að bandarískur maður ræður sig til starfa hjá bresku fyrirtæki sem hefur starfsemi á Íslandi. Um samninginn gilda bresk lög. Gefið er að bresk lög feli í sér að vinnuveitanda sé heimilt að semja um orlofsprósentu á laun launþega. Á Íslandi er sú prósenta lögbundin að lágmarki 10,17% samkvæmt 2. mgr. laga nr. 30/1987 um orlof. Ef ágreiningur rís um orlof milli aðila yrði að leysa úr honum á grundvelli íslenskra or­ lofslaga með vísan til 1. mgr., sbr. a­lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 43/2000, að því gefnu að samið hafi verið um lægri orlofsprósentu en framan­ greint ákvæði orlofslaga kveður á um. Einu sinni hefur þetta ákvæði verið til umfjöllunar fyrir íslensk­ um dómstólum, sbr. dóm Hæstaréttar frá 13. ágúst 2010 í máli nr. 378/2010. Sænskur maður, fyrrverandi starfsmaður eins af föllnu íslensku bönkunum, krafðist þess að krafa hans nyti forgangs við slitameðferð eins bankans á grundvelli 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Um ráðningarsamning hans átti að fara sam­ kvæmt íslenskum lögum. Starfsmaðurinn krafðist þess hins vegar að um ráðningarsamning hans færi eftir sænskum lögum þar sem hann hefði haft starfsstöð í Svíþjóð. Héraðsdómur tók fram að ekki yrði ráðið af gögnum málsins hvaða þýðingu starfsmaðurinn teldi það hafa að um túlkun samningsins færi eftir sænskum lögum og að starfsmaðurinn byggði í raun málatilbúnað sinn á íslenskum lög­ um. Hæstiréttur fjallaði ekki um þennan þátt málsins. Af dóminum verður í raun ekki ráðið hvernig íslenskir dómstól­ ar túlka ákvæðið, enda leiddu réttarfarsatriði til þess að ekki kom til úrlausnar þrætunnar, hvorki fyrir héraðsdómi né Hæstarétti. Um vinnusamninga er fjallað í 8. gr. Rómarreglugerðarinnar, en það ákvæði felur ekki í sér efnislegar breytingar frá 6. gr. Rómar­ samningsins. Ákvæði um neytendasamninga hafa hins vegar tekið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.