Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 70

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 70
 skrifum um markaðsmisnotkun við opnun markaðar, eða marking the open. Þó er eftirfarandi að finna í j­lið í grein 5.10 í leiðbeiningum ESMA og nefnt þar sem vísbending um markaðsmisnotkun:60 Entering significant orders in the central order book of the trading system a few minutes before the price determination phase of the auction and cancelling these orders a few seconds before the order book is frozen for computing the auction price so that the theoretical opening price might look higher or lower than it otherwise would do; (áh. höf.) Ofangreind háttsemi felst í því að setja inn stór kaup­ eða sölu­ tilboð í skráðan fjármálagerning nokkrum mínútum fyrir lok opn­ unaruppboðs og draga tilboðin til baka nokkrum sekúndum áður en uppboðinu lýkur til að hækka eða lækka opnunarverðið. Nýlega féll dómur í Svíþjóð þar sem einstaklingur var sakfelldur fyrir mark­ aðsmisnotkun vegna sams konar háttsemi, en það var í dómi héraðs­ dóms Stokkhólms, Stockholms tingsrätt, frá 4. apríl 2011 í máli nr. B 16590-10. F var fjárfestir sem átti í viðskiptum í sænsku kauphöll­ inni, Nasdaq OMX Stockholm, í gegnum tölvuforrit heima hjá sér. F var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í fjórum tilvikum í svoköll­ uðu opnunaruppboði.61 Opnunaruppboð hjá sænsku kauphöllinni er ferli þar sem opnunarverð viðkomandi hlutabréfa er fundið út frá meðalverði í opnunaruppboðinu. Meðalverðið er ákvarðað út frá því gengi þar sem mesta magn að baki tilboðum getur orðið að viðskiptum. Þetta þýðir að stórt kauptilboð á háu gengi í uppboð­ inu hækkaði gengið og stórt sölutilboð á lágu gengi lækkaði það. Í þremur tilvikum beitti F þeirri aðferð að setja inn nokkur minni kauptilboð og eitt stórt kauptilboð í hlutabréf í Atrium Ljungberg annars vegar og Active Biotech hins vegar og var gengi í stóru til­ boðunum töluvert hærra en lokagengi síðasta viðskiptadags. Jafn­ framt var gengið töluvert hærra en gengi annarra kauptilboða í opnunaruppboðinu. Nokkrum sekúndum áður en opnunarupp­ boðinu lauk dró hann stóru kauptilboðin til baka. Þar sem hann framkvæmdi þetta rétt fyrir opnun markaðar ákvarðaðist opnunar­ verðið eftir kauptilboðum F sem voru mun hærri en önnur tilboð í uppboðinu. Með þessu náði hann að hækka gengi bréfanna með mjög litlum tilkostnaði. Í einu tilviki beitti hann sömu aðferð til að lækka gengi tiltek­ inna hlutabréfa. Hann setti inn stórt sölutilboð á lágu gengi og dró 60 Bls. 16 í leiðbeiningum ESMA (áður CESR), CESR/04/505b. ESMA er skammstöfun fyr­ ir European Securities and Markets Authority eða evrópska verðbréfa­ og markaðseftirlitið. CESR er skammstöfun fyrir Committee of European Securities Regulators eða Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðia. Sjá t.d. umfjöllun um CESR hjá Aðalsteini E. Jónassyni í bókinni Viðskipti með fjármálagerninga, bls. 59. 61 Á sænsku: öppningscallen.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.