Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 76

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 76
 1. Á hvaða tímapunkti viðskipti eiga sér stað eða tilboðin eru sett fram. Mikill hvati getur verið fyrir þann sem vill hafa áhrif á gengi skráðs fjármálagernings að gera það við opnun eða lokun markaðar. Ástæðan er mikilvægi opnunar­ og lokaverðs og sú staðreynd að mögulegt er að hafa áhrif á gengið með tiltölulega litlum kostnaði. 2. Hvort undirliggjandi hagsmunir séu aðrir en þeir að hagnast á við­ komandi skráðum fjármálagerningum, t.d. framvirkir samningar með tengingu við gengi skráðs fjármálagernings á ákveðnum tímapunkti, sbr. málið frá þýska fjármálaeftirlitinu.78 Hagsmunirnir geta einnig verið fólgnir í stórri stöðutöku í viðkomandi skráðum fjármálagern­ ingi, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 21. mars 2011 í máli nr. 52/2010.79 3. Hvort tilboð í skráðan fjármálagerning séu frábrugðin öðrum tilboð­ um í sama fjármálagerning sem getur bent til þess að hvatinn sé annar en að hagnast á viðskiptunum. Spyrja þarf þeirrar spurningar hvers vegna markaðsaðili sé reiðubúinn að greiða meira fyrir hlutabréf en aðrir á markaði og meira en hann virðist þurfa að greiða. Sjá umfjöllun héraðsdóms í máli nr. 52/2010.80 4. Hvort tilboð í skráðan fjármálagerning séu sett fram án þess að sá sem tilboðið gerir vilji eiga viðskipti, sbr. t.d. d­lið í grein 4.11 í leiðbein­ ingum ESMA og umfjöllun í máli nr. 52/2010 og dóm héraðsdóms Stokk­ hólms, Stockholms tingsrätt, í máli nr. B 16590-10 frá 4. apríl 2011. Fleiri atriði geta að sjálfsögðu komið til skoðunar við mat á því hvort markaðsmisnotkun hafi átt sér stað við opnun og lokun mark­ aðar. Bann við markaðsmisnotkun er tiltölulega nýtt af nálinni og lít­ ið hefur reynt á það í framkvæmd hér á landi sem og annars staðar í Evrópu. Markaðsmisnotkunarmálum virðist þó vera að fjölga jafnt og þétt, bæði hjá eftirlitsaðilum og dómstólum. Sú þróun verður án ef til þess að varpa skýrara ljósi á inntak bannsins. 78 Sjá umfjöllun á bls. 9 hér að ofan. 79 Sjá umfjöllun á bls. 17­18 hér að ofan. 80 Sjá tilvitnun á bls. 17 hér að ofan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.